Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2025 23:29 Elsa Pálsdóttir og Sæmundur Guðmundsson hafa bæði unnið tvo heimsmeistaratitla á nokkrum dögum. @kraftlyftingasamband_islands Elsa Pálsdóttir og Sæmundur Guðmundsson urðu í dag bæði heimsmeistarar öldunga í kraftlyftingum með búnaði á heimsmeistaramótinu í Höfðaborg í Suður-Afríku. Elsa setti líka heimsmet. Bæði voru þau að verða heimsmeistarar í annað skiptið á nokkrum dögum því þau líka heimsmeistarar öldunga í klassískum kraftlyftingum á sama stað. Sæmundur var fyrstur á pallinn í dag. Í hnébeygju opnaði hann örugglega á 150 kílóum og önnur hnébeygjan hans var jafnörugg með 160 kíló á stönginni. Þriðja hnébeygjan var með 172,5 kíló á stönginni og var tilraun til Íslandsmets. Því miður vildi hún ekki upp að þessu sinni. Í bekkpressunni opnaði Sæmundur á þægilegum 100 kílóum, hækkaði í annarri lyftu upp í 110 kíló sem fór hratt upp. Í þriðju bekkpressu reyndi Sæmundur við 120 kíló og þar með að bæta eigið Íslandsmet. Það vantaði aðeins herslumuninn að hann næði að klára hana. Sæmundur opnaði í réttstöðulyftu á 175 kílóum sem flugu upp. Sama gilti um lyftu tvö með 185 kíló á stönginni. Í lokalyftunni hækkaði hann í 200 kíló sem var tilraun til Íslandsmets en því miður náði hann ekki að klára lyftuna. Samanlagður árangur varð 455 kíló en sá árangur tryggði Sæmundi gull og heimsmeistaratitil. Elsa mætti á pallinn eftir Sæmundi. Í hnébeygju opnaði hún á þægilegum 140 kílóum og í annarri kláraði hún örugglega 160 kílóa lyftu. Í þriðju hnébeygju voru 170,5 kíló sett á stöngina sem var tilraun til heimsmets. Elsa sýndi þar hvað hún er gerð úr og kláraði beygjuna glæsilega. Heimsmet og nýtt Íslandsmet í húsi hjá henni. Í bekkpressu opnaði Elsa á 65 kílóum sem flugu upp. Í annarri lyfti hún 72,5 kílóum sem fór jafnvel upp og í fyrsta. Í þriðju bekkpressunni hækkaði Elsa upp í 80 kíló sem hún kláraði glæsilega. Í réttstöðulyftu opnaði Elsa á flottum 160 kílóum. Í annarri réttstöðu hækkaði hún í 175 kíló sem hún kláraði vel. Í lokalyftunni voru 183 kíló sett á stöngina sem var tilraun til að bæta eigið heimsmet. Því miður náði Elsa ekki að klára lyftuna. Samanlagður árangur varð 425,5 kíló sem er jöfnun á hennar besta en þessi kíló tryggðu Elsu gull og heimsmeistaratitil. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband Íslands (@kraftlyftingasamband_islands) Lyftingar Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Bæði voru þau að verða heimsmeistarar í annað skiptið á nokkrum dögum því þau líka heimsmeistarar öldunga í klassískum kraftlyftingum á sama stað. Sæmundur var fyrstur á pallinn í dag. Í hnébeygju opnaði hann örugglega á 150 kílóum og önnur hnébeygjan hans var jafnörugg með 160 kíló á stönginni. Þriðja hnébeygjan var með 172,5 kíló á stönginni og var tilraun til Íslandsmets. Því miður vildi hún ekki upp að þessu sinni. Í bekkpressunni opnaði Sæmundur á þægilegum 100 kílóum, hækkaði í annarri lyftu upp í 110 kíló sem fór hratt upp. Í þriðju bekkpressu reyndi Sæmundur við 120 kíló og þar með að bæta eigið Íslandsmet. Það vantaði aðeins herslumuninn að hann næði að klára hana. Sæmundur opnaði í réttstöðulyftu á 175 kílóum sem flugu upp. Sama gilti um lyftu tvö með 185 kíló á stönginni. Í lokalyftunni hækkaði hann í 200 kíló sem var tilraun til Íslandsmets en því miður náði hann ekki að klára lyftuna. Samanlagður árangur varð 455 kíló en sá árangur tryggði Sæmundi gull og heimsmeistaratitil. Elsa mætti á pallinn eftir Sæmundi. Í hnébeygju opnaði hún á þægilegum 140 kílóum og í annarri kláraði hún örugglega 160 kílóa lyftu. Í þriðju hnébeygju voru 170,5 kíló sett á stöngina sem var tilraun til heimsmets. Elsa sýndi þar hvað hún er gerð úr og kláraði beygjuna glæsilega. Heimsmet og nýtt Íslandsmet í húsi hjá henni. Í bekkpressu opnaði Elsa á 65 kílóum sem flugu upp. Í annarri lyfti hún 72,5 kílóum sem fór jafnvel upp og í fyrsta. Í þriðju bekkpressunni hækkaði Elsa upp í 80 kíló sem hún kláraði glæsilega. Í réttstöðulyftu opnaði Elsa á flottum 160 kílóum. Í annarri réttstöðu hækkaði hún í 175 kíló sem hún kláraði vel. Í lokalyftunni voru 183 kíló sett á stöngina sem var tilraun til að bæta eigið heimsmet. Því miður náði Elsa ekki að klára lyftuna. Samanlagður árangur varð 425,5 kíló sem er jöfnun á hennar besta en þessi kíló tryggðu Elsu gull og heimsmeistaratitil. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband Íslands (@kraftlyftingasamband_islands)
Lyftingar Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira