Sport

„Það var engin liðs­heild hjá liðinu mínu í kvöld“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Borce að lesa yfir leikmönnunum sínum.
Borce að lesa yfir leikmönnunum sínum. visir/Pawel Cieslikiewicz

ÍR tapaði gegn Tindastól á heimavelli með 46 stigum í kvöld 67-113. ÍR-ingar byrjuðu leikinn vel en sáu aldrei til sólar eftir fyrsta leikhlutann.

„Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld. Sem þjálfari liðsins þá skuldum við stuðningsmönnum afsökunarbeiðni fyrir þessar slöku frammistöðu. Við mættum einfaldlega ekki til leiks í kvöld, líklega er það eitthvað andlegt,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, eftir tap liðsins gegn Tindastóli í kvöld.

„Hvernig við undirbjuggum okkur fyrir leikinn og leikáætlunin sem við vorum með, hún virkaði ekki eftir fyrsta leikhluta. Einhvernveginn tók Tindastóll forystuna, þeir eru reynslumiklir með gott lið og þeir refsa fyrir hver einustu mistök sem við gerðum.“

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá var alltof mikið um mistök í kvöld, bæði einstaklingsmistök og hvað varðar ábyrgð í vörninni og hópnum sem heild.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×