Sport

Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heila­hristing heima hjá sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trevon Diggs verður ekki með Dallas Cowboys á morgun eftir óhapp heima fyrir.
Trevon Diggs verður ekki með Dallas Cowboys á morgun eftir óhapp heima fyrir. Getty/Cooper Neill/

Dallas Cowboys verða án varnarmannsins sterka Trevon Diggs í NFL-deildinni um helgina en liðið mætir þá Washington Commanders.

Leikmenn í NFL fá nógu mikið af heilahristingum inn á vellinum en þeir eru heldur ekki öruggir heima fyrir.

Það var ekki gefið upp hvað gerðist fyrir Diggs nema það að hann kom til lækna liðsins með heilahristing eftir slys á heimilinu. ESPN segir frá.

„Þetta er NFL-deildin og ef þú ert ekki viss um hvað gerist næst skaltu bara bíða, því eitthvað mun gerast,“ sagði Brian Schottenheimer, þjálfari Dallas, við blaðamenn. „Og þú tekst á við það og missir ekki svefn yfir því. Það mikilvægasta er bara að hafa áhyggjur af því að Trevon sé í lagi. En svo virðist sem hann sé það,“ sagði Schottenheimer.

Diggs hefur byrjað alla leiki Kúrekanna á leiktíðinni og þykir með öflugri varnarmönnum liðsins. Varnarleikur liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska á leiktíðinni og ekki bætir þetta úr því.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×