Fótbolti

Á­hrifa­maður innan fót­boltans skotinn til bana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stavros Demosthenous var stjórnarformaður hjá kýpverska b-deildarfélaginu Karmiotissa.
Stavros Demosthenous var stjórnarformaður hjá kýpverska b-deildarfélaginu Karmiotissa. @karmiotissafc

Stjórnarformaður fótboltafélags á Kýpur var skotin til bana í dag fyrir utan heimili sitt.

Stavros Demosthenous var 49 ára gamall en hann var allt í öllu hjá b-deildarliðinu Karmiotissa og mjög þekktur í fótboltaheiminum í landinu.

Ekki er vitað hverjir frömdu ódæðið. Sonur hans tók hann í sinn bíl og keyrði á næsta sjúkrahús.

Ekki vildi betur til en sonurinn lenti í þiggja bíla árekstri og þurfti að lokum aðstoð við að koma föður sínum undir læknishendur.

Þegar Demosthenous komst loksins upp á sjúkrahús þá var hann útskurðaður látinn við komu.

Félagið hans var í efstu deild á síðustu leiktíð en féll úr deildinni.

Demosthenous var áður knattspyrnustjóri hjá toppliði Aris Limassol.

Samkvæmt fyrstu frétt þá notuðu árásarmennirnir rússneska hríðskotariffillinn Kalashnikov við árásina sem lítur út fyrir að hafa verið vel skipulögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×