Enski boltinn

Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Jim Ratcliffe huggar Ruben Amorim eftir tapið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Meistaradeildarsætið var farið sem var mikið áfall fyrir reksturinn.
Sir Jim Ratcliffe huggar Ruben Amorim eftir tapið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Meistaradeildarsætið var farið sem var mikið áfall fyrir reksturinn. Getty/James Gill

Ef marka má orð eigandans og Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe þá fær núverandi knattspyrnustjóri Manchester United nægan tíma til að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu i ensku úrvalsdeildinni.

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, sagðist vissulega kunna að meta stuðning Sir Jim Ratcliffe en hann viðurkennir líka að þessi stuðningur skipti engu máli takist honum ekki að snúa gengi liðsins við.

Ratcliffe gaf í skyn í landsleikjahléinu að hann væri tilbúinn að gefa portúgalska þjálfaranum „þrjú ár“ þrátt fyrir brösótta byrjun á stjórnartíð hans á Old Trafford. Amorim sagði að það væri „gott“ að heyra stuðningsyfirlýsingu frá meðaleiganda félagsins enda mikil umræða um mögulegan brottrekstur í enskum fjölmiðlum sem og á netmiðlum.

„En þú veist, ég veit og Jim veit að fótboltinn er ekki þannig. Það mikilvægasta er næsti leikur, þú getur ekki stjórnað, jafnvel með eigendur, þú getur ekki stjórnað næsta degi í fótbolta,“ sagði Amorim.

„Hann [Ratcliffe] segir mér það alltaf, stundum með skilaboðum eftir leiki,“ sagði Amorim.

„En þú veist, ég veit og Jim veit að fótboltinn er ekki þannig. Það mikilvægasta er næsti leikur, þú getur ekki stjórnað, jafnvel með eigendum, þú getur ekki stjórnað næsta degi í fótbolta. Það er virkilega gott að heyra það,“ sagði Amorim.

„Ég veit að þetta mun taka tíma, en ég vil ekki hugsa þannig. Það er virkilega gott að heyra það. Ég held að það hjálpi stuðningsfólki okkar að skilja að forystan mun taka tíma,“ sagði Amorim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×