Sport

Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Beau Greaves keppir á HM fullorðinna sem hefst 11. desember næstkomandi.
Beau Greaves keppir á HM fullorðinna sem hefst 11. desember næstkomandi. getty/Ben Roberts Photo

Beau Greaves, sem sigraði Luke Littler á HM ungmenna í pílukasti á mánudaginn, þreytir frumraun sína á HM fullorðinna í lok ársins.

Greaves gerði sér lítið fyrir og vann heimsmeistarann Littler á HM ungmenna í byrjun vikunnar. Hún er komin í úrslit mótsins þar sem hún mætir Gian van Veen sem á titil að verja. Úrslitaleikurinn fer fram 23. nóvember.

Greaves er búin að tryggja sér þátttökurétt á PDC-mótaröðinni næstu tvö árin og nú er ljóst að hún keppir á HM fullorðinna um jólin.

Ljóst er að þrjár konur verða á meðal þátttakenda á HM. Lisa Ashton keppir á HM í fimmta sinn og Fallon Sherrock, eina konan sem hefur unnið leik á HM, verður með í sjötta sinn.

Heimsmeistaramótið hefst 11. desember og lýkur með úrslitaleik 3. janúar. Venju samkvæmt fer mótið fram í Alexandra höllinni í London.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×