Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Sverrir Mar Smárason skrifar 16. október 2025 23:01 Rúnar Ingi Erlingsson fagnaði fyrsta sigri vetrarins á Akranesi í kvöld. Vísir/Anton Njarðvík vann öflugan útisigur gegn ÍA í Bónusdeild karla í kvöld eftir framlengdan leik. Leikurinn sveiflaðist fram og til baka en Njarðvík vann að lokum 11 stiga sigur, 119-130. Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var gríðarlega ánægður með torsóttan sigur sinna manna. „Ég er bara virkilega glaður að fara héðan með tvö stig. Þetta var virkilega erfiður leikur og mér fannst ÍA liðið gott. Það var erfitt að eiga við einstaklingsgæðin inni í teig og fjölhæfnina. Svo var Josip sem spilaði ekkert síðast bara virkilega erfiður. Þetta var mikil barátta og við vorum í bölvuðu basli allan leikinn. Fundum smá takt í 3. leikhluta og náðum forystu og gerðum svo nóg í upphafi framlengingar. Þeir gáfust ekkert upp og létu á okkur reyna fram til síðustu sekúndna og ég er guðslifandi feginn að labba hér út með tvö stig,“ sagði Rúnar Ingi. Stigin tvö voru þau fyrstu sem Njarðvík fær á tímabilinu eftir að þeir höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Það þýddi mjög mikið fyrir þjálfara liðsins að liðið skyldi vera komið á blað. „Það er bara risastórt. Líka bara stórt þegar þú veist að þú ert ekki að spila þinn allra besta körfubolta og ert aðeins í einhverju veseni. Við erum að eiga við alls konar tilfinningar og sem betur fer er ég með hóp sem er tilbúinn að leggja á sig endalausa vinnu. Menn eru í þessu til þess að finna lausnir og vilja gera eins vel og hægt er. Að ná í þessi fyrstu tvö stig í svona leik, það eru margar andlegar baráttur og í þessari stemningu hérna í þessu geggjaða íþróttahúsi. Ég er bara glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Rúnar Ingi og hélt svo áfram, „Þetta hjálpar okkur klárlega. Það er virkilega mikilvægt inni í klefanum að búa til sjálfstraust. Sóknarlega erum við komnir á allt annan stað en við vorum fyrir nokkrum vikum og nú þurfum við bara aðeins að læsa varnarlega og tengjast betur. Þá getum við farið að raunverulega byggja eitthvað upp.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var gríðarlega ánægður með torsóttan sigur sinna manna. „Ég er bara virkilega glaður að fara héðan með tvö stig. Þetta var virkilega erfiður leikur og mér fannst ÍA liðið gott. Það var erfitt að eiga við einstaklingsgæðin inni í teig og fjölhæfnina. Svo var Josip sem spilaði ekkert síðast bara virkilega erfiður. Þetta var mikil barátta og við vorum í bölvuðu basli allan leikinn. Fundum smá takt í 3. leikhluta og náðum forystu og gerðum svo nóg í upphafi framlengingar. Þeir gáfust ekkert upp og létu á okkur reyna fram til síðustu sekúndna og ég er guðslifandi feginn að labba hér út með tvö stig,“ sagði Rúnar Ingi. Stigin tvö voru þau fyrstu sem Njarðvík fær á tímabilinu eftir að þeir höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Það þýddi mjög mikið fyrir þjálfara liðsins að liðið skyldi vera komið á blað. „Það er bara risastórt. Líka bara stórt þegar þú veist að þú ert ekki að spila þinn allra besta körfubolta og ert aðeins í einhverju veseni. Við erum að eiga við alls konar tilfinningar og sem betur fer er ég með hóp sem er tilbúinn að leggja á sig endalausa vinnu. Menn eru í þessu til þess að finna lausnir og vilja gera eins vel og hægt er. Að ná í þessi fyrstu tvö stig í svona leik, það eru margar andlegar baráttur og í þessari stemningu hérna í þessu geggjaða íþróttahúsi. Ég er bara glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Rúnar Ingi og hélt svo áfram, „Þetta hjálpar okkur klárlega. Það er virkilega mikilvægt inni í klefanum að búa til sjálfstraust. Sóknarlega erum við komnir á allt annan stað en við vorum fyrir nokkrum vikum og nú þurfum við bara aðeins að læsa varnarlega og tengjast betur. Þá getum við farið að raunverulega byggja eitthvað upp.“
Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira