Frábær árangur í meðferðarstarfi Dáleiðsluskóli Íslands 17. október 2025 11:31 Þær Auður Árnadóttir (t.v.) og Sigurbjörg Kristjánsdóttir eru báðar klínískir dáleiðendur frá Dáleiðsluskóla Íslands. Myndir af Sigurbjörgu/Anton Brink. Myndir af Auði/Auðunn Níelsson. Þær Sigurbjörg Kristjánsdóttir og Auður Árnadóttir eru klínískir dáleiðendur og hafa unnið með Hugræna endurforritun frá því meðferðin var kynnt árið 2020. Sigurbjörg er með stofu í Reykjavík en Auður á Akureyri. Þær hafa báðar náð frábærum árangri í meðferðarstarfinu og lærðu báðar hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Þær eru spurðar hvers vegna þær fóru í nám í klínískri dáleiðslu: Sigurbjörg: „Það voru tímamót í mínu lífi. Mér var sagt upp vinnunni eftir 20 ára starf. Ég tók mér gott og langt sumarfrí og eftir það ætlaði ég að fara í atvinnuleit. Mágur minn, Ingibergur Þorkelsson skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands, hitti mig rétt eftir að ég kom úr sumarfríi og spurði mig þessarar spurningar: Er ekki kominn tími til að þú lærir dáleiðslumeðferð? Ég hafði sjálf farið í dáleiðslu nokkrum sinnum og upplifði mikil áhrif. Ég þáði boðið en gerði ekki ráð fyrir að dáleiðslumeðferð gæti orðið að atvinnu fyrir mig. Ég fór á grunnnámskeiðið og síðan á framhaldsnámskeiðið hjá skólanum. Eftir það byrjaði ég strax að dáleiða. Í dag er ég í fullu starfi sem klínískur dáleiðandi og er kennari hjá Dáleiðsluskóla Íslands.“ „Ég vissi samstundis að þarna var komið nákvæmlega það sem ég var að leita að,“ segir Auður. Auður: „Líkt og Sigurbjörg stóð ég á tímamótum í lífinu. Þann 4. janúar 2018 sá ég heilopnu auglýsingu frá Dáleiðsluskóla Íslands á alþjóðlegum degi dáleiðslunnar og ég vissi samstundis að þarna var komið nákvæmlega það sem ég var að leita að. Ég var búin að hugsa um það nokkuð lengi hvernig ég gæti nýtt næmni mína og aðra hæfileika til að vinna með og hjálpa öðru fólki. Ég vissi að ég væri góður hlustandi og að fólki fyndist auðvelt að tala við mig og treysta mér. Ég vann í mörg ár sem tannsmiður og oft þegar tannlæknirinn fór fram gat viðkomandi sagt mér allt sem hann gat ekki sagt við tannsann. Ég þjálfaðist í að lesa í andlit fólks og að hlusta eftir viðhorfi og tilfinningum og gera síðan mitt besta til að verða við óskum þeirra. Ég vildi samt læra meira, kafa dýpra. Mig vantaði bara réttu tækin til að vinna með. Þegar ég sá auglýsinguna vissi ég að dáleiðsla væri málið. Þetta væri leiðin mín. Ég dreif mig í skólann og lauk framhaldsnámskeiðinu í maí 2018.“ Hverju breytti námið fyrir þig sjálfa? Auður: „Þetta var mjög skemmtilegt nám og ég lærði mjög mikið um það sem hægt er að gera með dáleiðslu og ekki síður lærði ég hvað ber að varast og hvaða pytti ber að forðast. Ég tók þátt í æfingum með litlum hópi hjá Ingibergi þegar hann var að ljúka við að setja saman þessa öflugu meðferð sem nú heitir Hugræn endurforritun. Ég lærði líka margt um sjálfa mig og náði að vinna úr allskonar hlutum sem höfðu aftrað mér í lífinu. Öðlaðist miklu meira sjálfstraust. Til dæmis þorði ég loksins að vera stolt af því hvað mér gekk vel að læra, en ég varð fyrir miklu einelti í skóla einmitt vegna þess. Það er ekki auðvelt fyrir barn að vera með mikla námsgetu en vanta alla félagsfærni. Óttinn við að vera sýnileg var mín stærsta hindrun sem svo gufaði upp í náminu og æfingunum þar.“ „Meirihluti þeirra sem leita til mín koma vegna meðmæla fyrrverandi skjólstæðinga,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg: „Ég öðlaðist alveg nýja sýn á eigið líf og skildi eigin líðan og tilfinningar miklu betur en áður. Ég fékk verkfærin til að breyta og bæta eigin líðan. Ég fór úr starfi hjá kortafyrirtæki og fór í staðinn að vinna með fólki sem þjáðist af kvíða, þunglyndi og öðrum andlegum vanda með ótrúlegum árangri. Ég hef kynnst fjölda frábærra einstaklinga sem lærðu með mér í Dáleiðsluskóla Íslands og enn fleirum sem hafa leitað til mín sem dáleiðanda. Ég nýt trausts og flestir sem leita til mín í dag gera það vegna þess að fyrrverandi skjólstæðingar hafa mælt með mér. Þetta nám og svo starfið hefur breytt nánast öllu.“ Hvaða árangri hefur meðferðarstarfið skilað fyrir þína skjólstæðinga ? Sigurbjörg: „Flestir ná fljótt miklum bata. Kvíði og þunglyndi gufa hreinlega upp. Fólk leitar líka til mín með vandamál sem ekki eru jafn alvarleg en hafa mikil áhrif á lífið. Á heimasíðunni minni www.daleidsla.is/sk eru nokkra tilvitnanir í umsagnir þeirra sem til mín hafa leitað. Stundum hitti ég fyrrverandi skjólstæðinga úti á götu eða í verslunum. Það er virkilega gaman að fá að heyra frá þeim um batann. Stundum fæ ég faðmlag úti á götu frá fólki sem ég hef unnið með. Hugræn endurforritun er svo öflug og fljótvirk.“ „Í rauninni er ekkert sem ekki er hægt að vinna með í dáleiðslumeðferð,“ segir Auður. Auður: „Ég hef unnið með dáleiðslu allar götur síðan og meðal annars lært Hypnoflash verkjastillingu og EMDR fyrir dáleiðendur, en Hugræn endurforritun er mitt aðal tæki. Það þarf að finna orsökina, rótina að vandamálunum. Hún er yfirleitt fólgin í ólíkum þáttum í undirvitundinni sem allir hafa lært sín hlutverk og stjórna líðan okkar og viðbrögðum í samræmi við það. Oftast eru þeir fastir í fortíðinni og sumir með hlutverk sem eru orðin úrelt. Persónuþættirnir eru samt alltaf tilbúnir að breyta sinni starfsemi og gera það sem best nýtist einstaklingum. Ég sé mjög oft góðan árangur en oft heyri ég ekkert meira frá manneskjunni. Það þýðir yfirleitt að vandamálið er úr sögunni. Síðan kemur einhver til mín sem þekkir viðkomandi og hefur heyrt góða hluti frá fyrstu hendi. Það er auðvitað besti mælikvarðinn á árangur og þá kemur þessi hlýja í hjartað og ryk í augað, sem gefur þessu starfi svo mikið gildi og fyllir mig þakklæti og auðmýkt.“ Hverjir gætu nýtt sér þessa meðferð ? Auður: „Flest sem amar að hjá fólki er hægt að bæta með Hugrænni endurforritun. Stóru vandamálin, kvíði og þunglyndi, stafa af föstum tilfinningum í undirvitundinni sem hægt er að eyða með þessari meðferð þannig að einkennin hverfa. Það er hægt að eyða hvers konar fælni, svo sem skordýra eða dýrafælni, flughræðslu og svo framvegis, og oft er hægt að eyða hvers konar fíkn, mígreni og krónískum verkjum. Ég hef komist að því að það er í rauninni ekkert sem ekki er hægt að vinna með í dáleiðslu, svo framarlega sem fólk er tilbúið að breyta hlutunum.“ „Þau losna undan ýmsu úr fortíðinni sem hefur hamlandi áhrif í dag,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg: „Allir sem vilja gera breytingar á sínu lífi, hvort sem það er stór eða lítil breyting. Losna undan ýmsu úr fortíðinni sem hefur hamlandi áhrif í dag. Stundum kemst fólk ekki á stofuna. Ég hef oft farið í heimahús og það virkar mjög vel fyrir einstaklinginn. Gott að vera í sínu umhverfi. Ég hef líka farið á sjúkrastofnanir og unnið með fólki sem ekki fær bata með hefðbundnum lækningaaðferðum. Oft skilar það miklum árangri. Flest það sem angrar fólk í daglegu lífi er í undirvitundinni og þangað er hægt að ná með dáleiðslumeðferð.“ Næsta grunnnámskeið Dáleiðsluskóla Íslands hefst 13. febrúar 2026. Næsta framhaldsnámskeið skólans hefst 10. apríl, 2026. Hægt er að bóka sig á daleidsla.is. Til að finna meðferðaraðila í klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun (meðal annars þær Sigurbjörgu og Auði), ferðu á heimasíðu Félags Klínískra dáleiðenda. Dáleiðsla Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fleiri fréttir Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Sjá meira
Þær eru spurðar hvers vegna þær fóru í nám í klínískri dáleiðslu: Sigurbjörg: „Það voru tímamót í mínu lífi. Mér var sagt upp vinnunni eftir 20 ára starf. Ég tók mér gott og langt sumarfrí og eftir það ætlaði ég að fara í atvinnuleit. Mágur minn, Ingibergur Þorkelsson skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands, hitti mig rétt eftir að ég kom úr sumarfríi og spurði mig þessarar spurningar: Er ekki kominn tími til að þú lærir dáleiðslumeðferð? Ég hafði sjálf farið í dáleiðslu nokkrum sinnum og upplifði mikil áhrif. Ég þáði boðið en gerði ekki ráð fyrir að dáleiðslumeðferð gæti orðið að atvinnu fyrir mig. Ég fór á grunnnámskeiðið og síðan á framhaldsnámskeiðið hjá skólanum. Eftir það byrjaði ég strax að dáleiða. Í dag er ég í fullu starfi sem klínískur dáleiðandi og er kennari hjá Dáleiðsluskóla Íslands.“ „Ég vissi samstundis að þarna var komið nákvæmlega það sem ég var að leita að,“ segir Auður. Auður: „Líkt og Sigurbjörg stóð ég á tímamótum í lífinu. Þann 4. janúar 2018 sá ég heilopnu auglýsingu frá Dáleiðsluskóla Íslands á alþjóðlegum degi dáleiðslunnar og ég vissi samstundis að þarna var komið nákvæmlega það sem ég var að leita að. Ég var búin að hugsa um það nokkuð lengi hvernig ég gæti nýtt næmni mína og aðra hæfileika til að vinna með og hjálpa öðru fólki. Ég vissi að ég væri góður hlustandi og að fólki fyndist auðvelt að tala við mig og treysta mér. Ég vann í mörg ár sem tannsmiður og oft þegar tannlæknirinn fór fram gat viðkomandi sagt mér allt sem hann gat ekki sagt við tannsann. Ég þjálfaðist í að lesa í andlit fólks og að hlusta eftir viðhorfi og tilfinningum og gera síðan mitt besta til að verða við óskum þeirra. Ég vildi samt læra meira, kafa dýpra. Mig vantaði bara réttu tækin til að vinna með. Þegar ég sá auglýsinguna vissi ég að dáleiðsla væri málið. Þetta væri leiðin mín. Ég dreif mig í skólann og lauk framhaldsnámskeiðinu í maí 2018.“ Hverju breytti námið fyrir þig sjálfa? Auður: „Þetta var mjög skemmtilegt nám og ég lærði mjög mikið um það sem hægt er að gera með dáleiðslu og ekki síður lærði ég hvað ber að varast og hvaða pytti ber að forðast. Ég tók þátt í æfingum með litlum hópi hjá Ingibergi þegar hann var að ljúka við að setja saman þessa öflugu meðferð sem nú heitir Hugræn endurforritun. Ég lærði líka margt um sjálfa mig og náði að vinna úr allskonar hlutum sem höfðu aftrað mér í lífinu. Öðlaðist miklu meira sjálfstraust. Til dæmis þorði ég loksins að vera stolt af því hvað mér gekk vel að læra, en ég varð fyrir miklu einelti í skóla einmitt vegna þess. Það er ekki auðvelt fyrir barn að vera með mikla námsgetu en vanta alla félagsfærni. Óttinn við að vera sýnileg var mín stærsta hindrun sem svo gufaði upp í náminu og æfingunum þar.“ „Meirihluti þeirra sem leita til mín koma vegna meðmæla fyrrverandi skjólstæðinga,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg: „Ég öðlaðist alveg nýja sýn á eigið líf og skildi eigin líðan og tilfinningar miklu betur en áður. Ég fékk verkfærin til að breyta og bæta eigin líðan. Ég fór úr starfi hjá kortafyrirtæki og fór í staðinn að vinna með fólki sem þjáðist af kvíða, þunglyndi og öðrum andlegum vanda með ótrúlegum árangri. Ég hef kynnst fjölda frábærra einstaklinga sem lærðu með mér í Dáleiðsluskóla Íslands og enn fleirum sem hafa leitað til mín sem dáleiðanda. Ég nýt trausts og flestir sem leita til mín í dag gera það vegna þess að fyrrverandi skjólstæðingar hafa mælt með mér. Þetta nám og svo starfið hefur breytt nánast öllu.“ Hvaða árangri hefur meðferðarstarfið skilað fyrir þína skjólstæðinga ? Sigurbjörg: „Flestir ná fljótt miklum bata. Kvíði og þunglyndi gufa hreinlega upp. Fólk leitar líka til mín með vandamál sem ekki eru jafn alvarleg en hafa mikil áhrif á lífið. Á heimasíðunni minni www.daleidsla.is/sk eru nokkra tilvitnanir í umsagnir þeirra sem til mín hafa leitað. Stundum hitti ég fyrrverandi skjólstæðinga úti á götu eða í verslunum. Það er virkilega gaman að fá að heyra frá þeim um batann. Stundum fæ ég faðmlag úti á götu frá fólki sem ég hef unnið með. Hugræn endurforritun er svo öflug og fljótvirk.“ „Í rauninni er ekkert sem ekki er hægt að vinna með í dáleiðslumeðferð,“ segir Auður. Auður: „Ég hef unnið með dáleiðslu allar götur síðan og meðal annars lært Hypnoflash verkjastillingu og EMDR fyrir dáleiðendur, en Hugræn endurforritun er mitt aðal tæki. Það þarf að finna orsökina, rótina að vandamálunum. Hún er yfirleitt fólgin í ólíkum þáttum í undirvitundinni sem allir hafa lært sín hlutverk og stjórna líðan okkar og viðbrögðum í samræmi við það. Oftast eru þeir fastir í fortíðinni og sumir með hlutverk sem eru orðin úrelt. Persónuþættirnir eru samt alltaf tilbúnir að breyta sinni starfsemi og gera það sem best nýtist einstaklingum. Ég sé mjög oft góðan árangur en oft heyri ég ekkert meira frá manneskjunni. Það þýðir yfirleitt að vandamálið er úr sögunni. Síðan kemur einhver til mín sem þekkir viðkomandi og hefur heyrt góða hluti frá fyrstu hendi. Það er auðvitað besti mælikvarðinn á árangur og þá kemur þessi hlýja í hjartað og ryk í augað, sem gefur þessu starfi svo mikið gildi og fyllir mig þakklæti og auðmýkt.“ Hverjir gætu nýtt sér þessa meðferð ? Auður: „Flest sem amar að hjá fólki er hægt að bæta með Hugrænni endurforritun. Stóru vandamálin, kvíði og þunglyndi, stafa af föstum tilfinningum í undirvitundinni sem hægt er að eyða með þessari meðferð þannig að einkennin hverfa. Það er hægt að eyða hvers konar fælni, svo sem skordýra eða dýrafælni, flughræðslu og svo framvegis, og oft er hægt að eyða hvers konar fíkn, mígreni og krónískum verkjum. Ég hef komist að því að það er í rauninni ekkert sem ekki er hægt að vinna með í dáleiðslu, svo framarlega sem fólk er tilbúið að breyta hlutunum.“ „Þau losna undan ýmsu úr fortíðinni sem hefur hamlandi áhrif í dag,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg: „Allir sem vilja gera breytingar á sínu lífi, hvort sem það er stór eða lítil breyting. Losna undan ýmsu úr fortíðinni sem hefur hamlandi áhrif í dag. Stundum kemst fólk ekki á stofuna. Ég hef oft farið í heimahús og það virkar mjög vel fyrir einstaklinginn. Gott að vera í sínu umhverfi. Ég hef líka farið á sjúkrastofnanir og unnið með fólki sem ekki fær bata með hefðbundnum lækningaaðferðum. Oft skilar það miklum árangri. Flest það sem angrar fólk í daglegu lífi er í undirvitundinni og þangað er hægt að ná með dáleiðslumeðferð.“ Næsta grunnnámskeið Dáleiðsluskóla Íslands hefst 13. febrúar 2026. Næsta framhaldsnámskeið skólans hefst 10. apríl, 2026. Hægt er að bóka sig á daleidsla.is. Til að finna meðferðaraðila í klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun (meðal annars þær Sigurbjörgu og Auði), ferðu á heimasíðu Félags Klínískra dáleiðenda.
Dáleiðsla Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fleiri fréttir Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Sjá meira