Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar 15. október 2025 18:02 Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum varðandi sjálfbærni velferðarkerfisins vegna innflutnings nýrra hópa og glufa í regluverki. Kerfið er orðið útjaskað vegna þessarar misnotkunar og misskilinnar góðmennsku íslenskra yfirvalda sem virðast treg til að lagfæra þessar brotalamir. Óvirkir nýbúar og fullur réttur án vinnu Ný tegund nýbúa er að festa rætur á Íslandi en hér er um að ræða fólk sem flytur hingað og fær 90% rétt á eftirlaunum og örorkubótum án þess að hafa unnið til þess í 40 ár, eins og Íslendingar þurfa almennt að gera. Þessi hópur nýtur sömu biðréttinda og íslenskir ríkisborgarar sem flytja heim eftir búsetu erlendis. Hópurinn er efnahagslega óvirkur en er engu að síður tekinn með í efnahagstölum, sem vekur upp spurningar um raunverulegt álag á velferðarkerfið og gildi efnahagstalnanna. Sjúkratryggingakerfið ofhlaðið Annar hópur, sem er mun stærri, kemur til Íslands til að vinna en fer beint á sjúkratryggingakerfið í gegnum samevrópska sjúkratryggingakortið. Kortið er einungis ætlað ferðamönnum. Það var aldrei markmið með kortinu að íbúar Evrópska efnahagssvæðisins (EES) flyttu sig beint á milli landa til að fá bestu velferðina. Slík framkvæmd er ekki sjálfbær. Víða annars staðar á EES svæðinu þarf fólk að bíða í allt að fimm ár eftir að komast á sjúkratryggingar viðkomandi lands, sem sýnir hversu opið íslenska kerfið er í samanburði. Vinna á Íslandi – Lifa á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu Einnig kemur stór hópur fólks til að vinna hluta úr ári og fer síðan á íslenskar atvinnuleysisbætur í heimalandinu þar sem íslensku atvinnuleysisbæturnar eru margfaldar á við þau laun eða atvinnuleysisbætur sem bjóðast í heimalandinu. Þetta felur í sér að fólk getur lifað á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu þar sem bæturnar hafa meira kaupmáttargildi. Vefsíður hafa litið dagsins ljós sem eru ætlaðar farandverkafólki frá A-Evrópu og kenna hvernig á að misnota kerfið. Tillögur um að stöðva greiðslur til útlanda Tryggingastofnun (TR) greiðir í hverjum mánuði bætur og örorku inn á um 5000 erlenda reikninga. Ef fylgja ætti fordæmi Finna og Svía ætti alfarið að loka fyrir þessar greiðslur og greiða einungis inn á reikninga á Íslandi til aðila með lögheimili á Íslandi. Slíkt myndi tryggja að velferðarfé væri varið til íbúa landsins með lögheimili á Íslandi og draga úr aðgengi að kerfismisnotkun sem hefur leitt til þess að íslenskt velferðarkerfi er nú orðið útjaskað. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum varðandi sjálfbærni velferðarkerfisins vegna innflutnings nýrra hópa og glufa í regluverki. Kerfið er orðið útjaskað vegna þessarar misnotkunar og misskilinnar góðmennsku íslenskra yfirvalda sem virðast treg til að lagfæra þessar brotalamir. Óvirkir nýbúar og fullur réttur án vinnu Ný tegund nýbúa er að festa rætur á Íslandi en hér er um að ræða fólk sem flytur hingað og fær 90% rétt á eftirlaunum og örorkubótum án þess að hafa unnið til þess í 40 ár, eins og Íslendingar þurfa almennt að gera. Þessi hópur nýtur sömu biðréttinda og íslenskir ríkisborgarar sem flytja heim eftir búsetu erlendis. Hópurinn er efnahagslega óvirkur en er engu að síður tekinn með í efnahagstölum, sem vekur upp spurningar um raunverulegt álag á velferðarkerfið og gildi efnahagstalnanna. Sjúkratryggingakerfið ofhlaðið Annar hópur, sem er mun stærri, kemur til Íslands til að vinna en fer beint á sjúkratryggingakerfið í gegnum samevrópska sjúkratryggingakortið. Kortið er einungis ætlað ferðamönnum. Það var aldrei markmið með kortinu að íbúar Evrópska efnahagssvæðisins (EES) flyttu sig beint á milli landa til að fá bestu velferðina. Slík framkvæmd er ekki sjálfbær. Víða annars staðar á EES svæðinu þarf fólk að bíða í allt að fimm ár eftir að komast á sjúkratryggingar viðkomandi lands, sem sýnir hversu opið íslenska kerfið er í samanburði. Vinna á Íslandi – Lifa á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu Einnig kemur stór hópur fólks til að vinna hluta úr ári og fer síðan á íslenskar atvinnuleysisbætur í heimalandinu þar sem íslensku atvinnuleysisbæturnar eru margfaldar á við þau laun eða atvinnuleysisbætur sem bjóðast í heimalandinu. Þetta felur í sér að fólk getur lifað á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu þar sem bæturnar hafa meira kaupmáttargildi. Vefsíður hafa litið dagsins ljós sem eru ætlaðar farandverkafólki frá A-Evrópu og kenna hvernig á að misnota kerfið. Tillögur um að stöðva greiðslur til útlanda Tryggingastofnun (TR) greiðir í hverjum mánuði bætur og örorku inn á um 5000 erlenda reikninga. Ef fylgja ætti fordæmi Finna og Svía ætti alfarið að loka fyrir þessar greiðslur og greiða einungis inn á reikninga á Íslandi til aðila með lögheimili á Íslandi. Slíkt myndi tryggja að velferðarfé væri varið til íbúa landsins með lögheimili á Íslandi og draga úr aðgengi að kerfismisnotkun sem hefur leitt til þess að íslenskt velferðarkerfi er nú orðið útjaskað. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun