Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Valur Páll Eiríksson skrifar 14. október 2025 11:20 Lagerback hefur starfað í sjónvarpi í Svíþjóð í kringum landsleiki þeirra. Michael Campanella/Getty Images Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hefur ekki áhuga á að taka við sem þjálfari heimaþjóðarinnar öðru sinni. Svíar hafa tapað þremur leikjum í röð og staða Danans Jon Dahl Tomassonar í þjálfarasætinu völt. „Það eru gæði í þessu liði en það þarf að stilla það saman,“ sagði Lagerbäck eftir 1-0 tap Svía fyrir Kósóvó á heimavelli í gær. Svíar eru aðeins með eitt stig í riðli sínum í undankeppni HM eftir að hafa tapað fyrir Sviss í Stokkhólmi á föstudag. „Það er full mikið einblínt á að Alexander Isak og Viktor Gyökeres geri hlutina sjálfir. Þetta virkar ekki svoleiðis í liðsíþróttum, að einn eða tveir leikmenn ráði úrslitum ítrekað,“ bætti Lagerbäck við. Tomasson tók við af Janne Andersson í febrúar í fyrra. Svíþjóð hefur unnið níu leiki af 18 undir hans stjórn en tapað sjö. Svíar hafa gert eitt jafntefli og tapað þremur í undankeppni HM, þar á meðal eru tvö töp fyrir Kósóvó en eina stigið kom í 2-2 jafntefli við Slóveníu í byrjun september. Sænskir miðlar segja neyðarfund vera á dagskrá hjá sænska knattspyrnusambandinu í dag þar sem næstu skref verða rædd, þar á meðal framtíð Tomasson í starfi. Lagerbäck var spurður út í möguleikann á því að taka aftur við sænska liðinu. „Nei, ég get fullyrt að ég tek ekki við. Það er klárt að ég verð ekki þjálfari liðsins. Ég sé það reglulega þegar ég lít í spegilinn að ég er orðinn gamall,“ segir hinn 77 ára gamli Lagerbäck. „Ég loka almennt ekki dyrum í lífinu, en í þessu tilfelli geri ég það.“ Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu frá 2011 til 2016 og fór það undir hans stjórn, og Heimis Hallgrímssonar, á stórmót í fyrsta skipti, á EM 2016 í Frakklandi. Hann stýrði áður Svíþjóð frá 2000 til 2009 og var einnig þjálfari Nígeríu á HM 2010. Lagerbäck tók við norska landsliðinu árið 2017 en hætti 2020 eftir að hafa mistekist að koma þeim norsku á stórmót. Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Sjá meira
„Það eru gæði í þessu liði en það þarf að stilla það saman,“ sagði Lagerbäck eftir 1-0 tap Svía fyrir Kósóvó á heimavelli í gær. Svíar eru aðeins með eitt stig í riðli sínum í undankeppni HM eftir að hafa tapað fyrir Sviss í Stokkhólmi á föstudag. „Það er full mikið einblínt á að Alexander Isak og Viktor Gyökeres geri hlutina sjálfir. Þetta virkar ekki svoleiðis í liðsíþróttum, að einn eða tveir leikmenn ráði úrslitum ítrekað,“ bætti Lagerbäck við. Tomasson tók við af Janne Andersson í febrúar í fyrra. Svíþjóð hefur unnið níu leiki af 18 undir hans stjórn en tapað sjö. Svíar hafa gert eitt jafntefli og tapað þremur í undankeppni HM, þar á meðal eru tvö töp fyrir Kósóvó en eina stigið kom í 2-2 jafntefli við Slóveníu í byrjun september. Sænskir miðlar segja neyðarfund vera á dagskrá hjá sænska knattspyrnusambandinu í dag þar sem næstu skref verða rædd, þar á meðal framtíð Tomasson í starfi. Lagerbäck var spurður út í möguleikann á því að taka aftur við sænska liðinu. „Nei, ég get fullyrt að ég tek ekki við. Það er klárt að ég verð ekki þjálfari liðsins. Ég sé það reglulega þegar ég lít í spegilinn að ég er orðinn gamall,“ segir hinn 77 ára gamli Lagerbäck. „Ég loka almennt ekki dyrum í lífinu, en í þessu tilfelli geri ég það.“ Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu frá 2011 til 2016 og fór það undir hans stjórn, og Heimis Hallgrímssonar, á stórmót í fyrsta skipti, á EM 2016 í Frakklandi. Hann stýrði áður Svíþjóð frá 2000 til 2009 og var einnig þjálfari Nígeríu á HM 2010. Lagerbäck tók við norska landsliðinu árið 2017 en hætti 2020 eftir að hafa mistekist að koma þeim norsku á stórmót.
Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Sjá meira