Fótbolti

Sjáðu mörk Ís­lands og Frakk­lands

Sindri Sverrisson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson fagnar eftir að hafa komið Íslandi í 1-0.
Guðlaugur Victor Pálsson fagnar eftir að hafa komið Íslandi í 1-0. vísir/Anton

Ísland og Frakkland eigast við í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli, í undankeppni HM karla í fótbolta.

Eitt mark var skorað í fyrri hálfleiknum og það kom úr smiðju Íslendinga. Sævar Atli Magnússon gerði vel í að vinna aukaspyrnu nærri endamörkum. Albert Guðmundsson tók spyrnuna og sendi lága sendingu að nærstöng þar sem Guðlaugur Victor Pálsson var mættur og náði að skófla boltanum yfir marklínuna.

Frakkar voru afskaplega nálægt því að jafna metin rétt fyrir hálfleik en Mikael Egill Ellertsson náði einhvern veginn að verja á marklínu. Einhverjir óttuðust að það hefði verið með hendi en svo var ekki og dómarinn flautaði til hálfleiks.

Það kom þó að því að Frakkar jöfnuðu metin, 1-1, eftir algjöra einstefnu í seinni hálfleik. Christopher Nkunku lék á Guðlaug Victor Pálsson og skoraði í fjærhornið.

Staðan í leiknum er orðin 2-2 og koma fleiri mörk hér innan skamms...


Tengdar fréttir

Ís­land - Frakk­land | Okkar menn gegn ógnar­sterkum Frökkum

Eftir sárt tap gegn Úkraínu mætir íslenska karlalandsliðið í fótbolta því franska á Laugardalsvellinum í D-riðli undankeppni HM 2026. Frakkar eru með eitt sterkasta lið heims og hafa komist í úrslit á síðustu tveimur heimsmeistaramótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×