Fór upp Eiffelturninn á hjóli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 12:02 Aurelien Fontenoy hjólaði upp Eiffelturninn á mettíma en hann mátti ekki snerta jörðina allan tímann. @toureiffelofficielle Heimsmetin eru margs konar og eitt þeirra var slegið í Eiffelturninum í París á dögunum. Aurelien Fontenoy setti þá nýtt heimsmet í því að vera fljótastur til að komast upp á aðra hæð Eiffelturnsins á trial-fjallahjóli, eða hæsta pallinn sem hægt er að komast upp á með stiga. Fontenoy fór upp 686 tröppur á tólf mínútum og þrjátíu sekúndum. Hann mátti ekki láta fæturna snerta jörðina á meðan hann hjólaði upp Eiffelturninn. Fyrra heimsmetið var frá árinu 2002 þegar Hugues Richard náði því á 19 mínútum og 4 sekúndum. Það eru ekki mörg heimsmet í íþróttum sem standa í meira en 23 ár. Hoppa, hoppa, hoppa mikið! Málið með að hjóla upp 686 tröppur er þó að það er ekki hægt að stíga mikið á pedalana. View this post on Instagram A post shared by El Diario Vasco (@diariovasco) „Fyrir þessa áskorun nota ég bremsuna og þarf bara að þjappa dekkinu saman því ég er ekki með neina fjöðrun eða neitt, þetta er bara stíft hjól,“ segir Fontenoy í viðtali við CNN. „Þannig að við þurfum bara að pumpa með bremsunni og hoppa, hoppa, hoppa mikið!“ Það hefur kostað mikinn undirbúning að komast á þennan stað, sem hófst með óteljandi klukkustundum af æfingum í ræktinni. Krefjandi skipulagning Skipulagning heimsmetstilraunar í kringum eitt frægasta kennileiti Evrópu var mjög krefjandi. „Þetta er áskorun sem ég skipulagði fyrir kannski þremur eða fjórum árum,“ útskýrir hann. „Ég byrjaði fyrir fjórum árum í Tour Trinity og átti að fara í Eiffelturninn á eftir. En Covid-19, svo Ólympíuleikarnir, svo framkvæmdir og málun turnsins. Þannig að það var mikil vinna að skipuleggja þetta!“ Sú staðreynd að tilraunin var svo lengi í undirbúningi jók einnig álagið á Fontenoy. „Við fengum bara eitt tækifæri. Síðasta met var árið 2002 og við þurftum tuttugu ár til að gera nýja áskorun hér því það er svo mikil vinna að skipuleggja það. Svo ég sagði að ég vildi ekki klúðra því. Svo já, það er smá stress. Einnig, þegar þú segir við vin þinn „Ég ætla að reyna að slá metið,“ og þú segir það líka við styrktaraðilann þinn, þá eru allir að búast við einhverju frá þér,“ segir hann. Hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur „Þegar ég kom í mark var ég gjörsamlega búinn á því því þetta eru 12 mínútur, en hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur. Ég var ofboðslega ánægður því, ég sýndi ekkert, en það var smá stress fyrir mig að slá þetta met,“ sagði Fontenoy. View this post on Instagram A post shared by La tour Eiffel (@toureiffelofficielle) Hjólreiðar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Aurelien Fontenoy setti þá nýtt heimsmet í því að vera fljótastur til að komast upp á aðra hæð Eiffelturnsins á trial-fjallahjóli, eða hæsta pallinn sem hægt er að komast upp á með stiga. Fontenoy fór upp 686 tröppur á tólf mínútum og þrjátíu sekúndum. Hann mátti ekki láta fæturna snerta jörðina á meðan hann hjólaði upp Eiffelturninn. Fyrra heimsmetið var frá árinu 2002 þegar Hugues Richard náði því á 19 mínútum og 4 sekúndum. Það eru ekki mörg heimsmet í íþróttum sem standa í meira en 23 ár. Hoppa, hoppa, hoppa mikið! Málið með að hjóla upp 686 tröppur er þó að það er ekki hægt að stíga mikið á pedalana. View this post on Instagram A post shared by El Diario Vasco (@diariovasco) „Fyrir þessa áskorun nota ég bremsuna og þarf bara að þjappa dekkinu saman því ég er ekki með neina fjöðrun eða neitt, þetta er bara stíft hjól,“ segir Fontenoy í viðtali við CNN. „Þannig að við þurfum bara að pumpa með bremsunni og hoppa, hoppa, hoppa mikið!“ Það hefur kostað mikinn undirbúning að komast á þennan stað, sem hófst með óteljandi klukkustundum af æfingum í ræktinni. Krefjandi skipulagning Skipulagning heimsmetstilraunar í kringum eitt frægasta kennileiti Evrópu var mjög krefjandi. „Þetta er áskorun sem ég skipulagði fyrir kannski þremur eða fjórum árum,“ útskýrir hann. „Ég byrjaði fyrir fjórum árum í Tour Trinity og átti að fara í Eiffelturninn á eftir. En Covid-19, svo Ólympíuleikarnir, svo framkvæmdir og málun turnsins. Þannig að það var mikil vinna að skipuleggja þetta!“ Sú staðreynd að tilraunin var svo lengi í undirbúningi jók einnig álagið á Fontenoy. „Við fengum bara eitt tækifæri. Síðasta met var árið 2002 og við þurftum tuttugu ár til að gera nýja áskorun hér því það er svo mikil vinna að skipuleggja það. Svo ég sagði að ég vildi ekki klúðra því. Svo já, það er smá stress. Einnig, þegar þú segir við vin þinn „Ég ætla að reyna að slá metið,“ og þú segir það líka við styrktaraðilann þinn, þá eru allir að búast við einhverju frá þér,“ segir hann. Hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur „Þegar ég kom í mark var ég gjörsamlega búinn á því því þetta eru 12 mínútur, en hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur. Ég var ofboðslega ánægður því, ég sýndi ekkert, en það var smá stress fyrir mig að slá þetta met,“ sagði Fontenoy. View this post on Instagram A post shared by La tour Eiffel (@toureiffelofficielle)
Hjólreiðar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira