Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 08:18 Arna Eiríksdóttir var skiljanlega óánægð með vítaspyrnudóminn enda gat hún lítið gert til að fá boltann ekki upp í höndina. Getty/Molly Darlington Vålerenga tapaði naumlega á móti Manchester United í Meistaradeildinni í gærkvöldi en eina mark leiksins kom úr umdeildri vítaspyrnu sem var dæmd á íslenska miðvörðinn Örnu Eiríksdóttur. Það er óhætt að segja að vítið hafi verið miðpunktur umfjöllunar eftir leikinn og flestir eru á því að íslenska landsliðskonan hafi þar verið beitt miklu ranglæti. Fannst höndin vera í eðlilegri stöðu „Ég þarf að sjá atvikið aftur, en á þessari stundu fannst mér höndin á mér vera í eðlilegri stöðu. Mér fannst boltinn fara fyrst í lærið á mér og svo í höndina. Það er pirrandi að þetta skuli ráða úrslitum,“ sagði svekkt Arna Eiríksdóttir við NRK eftir leikinn. „Ég hef séð þetta á myndbandi eftir á. Þetta er svolítið skrítið. Þegar VAR getur skoðað myndir af þessu eftir á hefði þetta ekki átt að vera víti. Boltinn fer fyrst í mjöðmina á Örnu og svo í höndina. Þetta hefði ekki átt að vera víti,“ sagði Nils Lexerød, þjálfari Vålerenga, við NRK. Marc Skinner, þjálfari Manchester United, tók jafnvel undir með þeim þegar hann heyrði af því að boltinn hefði farið í lærið á Örnu og svo upp í höndina? Fréttin á síðu norska ríkisútvarpsins.NRK Sport Óheppni fyrir Vålerenga „Það smáatriði hef ég ekki séð. Ef það er rétt þá finnst þeim þetta örugglega strangur dómur. Allt sem ég sá var hendi. Ef það er rétt þá er þetta óheppni fyrir Vålerenga, en mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn,“ sagði Marc Skinner við NRK. „Mér finnst þetta mjög strangur dómur. Varnarmaðurinn er á hreyfingu, handleggurinn hennar virtist ekki svo langt frá, en hann breytir stefnu boltans. Ég væri móðguð ef ég væri hún,“ sagði fótboltasérfræðingurinn Anita Asante á Disney+. Aðeins of langt frá líkamanum „Þetta er auðvitað hrottalegt fyrir Vålerenga, en svona er þetta. Þegar það er spil og pressa inn í vítateignum þá er alltaf hætta á að svona gerist. Hefði dómarinn ekki dæmt víti, hefði VAR gripið inn í og breytt dómnum? Það er umræðan sem við erum að taka hér,“ sagði Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK. „Það er auðvitað mjög strangt að fá dæmda á sig vítaspyrnu fyrir þetta. Því miður er hönd Eiríksdóttur aðeins of langt frá líkamanum,“ sagði Kristoffer Løkberg, fótboltasérfræðingur NRK. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Norski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
Það er óhætt að segja að vítið hafi verið miðpunktur umfjöllunar eftir leikinn og flestir eru á því að íslenska landsliðskonan hafi þar verið beitt miklu ranglæti. Fannst höndin vera í eðlilegri stöðu „Ég þarf að sjá atvikið aftur, en á þessari stundu fannst mér höndin á mér vera í eðlilegri stöðu. Mér fannst boltinn fara fyrst í lærið á mér og svo í höndina. Það er pirrandi að þetta skuli ráða úrslitum,“ sagði svekkt Arna Eiríksdóttir við NRK eftir leikinn. „Ég hef séð þetta á myndbandi eftir á. Þetta er svolítið skrítið. Þegar VAR getur skoðað myndir af þessu eftir á hefði þetta ekki átt að vera víti. Boltinn fer fyrst í mjöðmina á Örnu og svo í höndina. Þetta hefði ekki átt að vera víti,“ sagði Nils Lexerød, þjálfari Vålerenga, við NRK. Marc Skinner, þjálfari Manchester United, tók jafnvel undir með þeim þegar hann heyrði af því að boltinn hefði farið í lærið á Örnu og svo upp í höndina? Fréttin á síðu norska ríkisútvarpsins.NRK Sport Óheppni fyrir Vålerenga „Það smáatriði hef ég ekki séð. Ef það er rétt þá finnst þeim þetta örugglega strangur dómur. Allt sem ég sá var hendi. Ef það er rétt þá er þetta óheppni fyrir Vålerenga, en mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn,“ sagði Marc Skinner við NRK. „Mér finnst þetta mjög strangur dómur. Varnarmaðurinn er á hreyfingu, handleggurinn hennar virtist ekki svo langt frá, en hann breytir stefnu boltans. Ég væri móðguð ef ég væri hún,“ sagði fótboltasérfræðingurinn Anita Asante á Disney+. Aðeins of langt frá líkamanum „Þetta er auðvitað hrottalegt fyrir Vålerenga, en svona er þetta. Þegar það er spil og pressa inn í vítateignum þá er alltaf hætta á að svona gerist. Hefði dómarinn ekki dæmt víti, hefði VAR gripið inn í og breytt dómnum? Það er umræðan sem við erum að taka hér,“ sagði Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK. „Það er auðvitað mjög strangt að fá dæmda á sig vítaspyrnu fyrir þetta. Því miður er hönd Eiríksdóttur aðeins of langt frá líkamanum,“ sagði Kristoffer Løkberg, fótboltasérfræðingur NRK.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Norski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira