Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Árni Sæberg skrifar 8. október 2025 15:54 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Sjötugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér fjörutíu milljónir króna úr dánarbúi móður sinnar. Hann lagði meðal annars fimm milljónir króna inn á dóttur sína af reikningi búsins. Í ákæru Héraðssaksóknara á hendur manninum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt, en til vara umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem umboðsmaður erfingja í einkaskiptum á dánarbúi móður sinnar. Móðirin lést árið 2018 Hann hafi dregið sér í sjö tilvikum og notað heimildarlaust, í eigin þágu og annarra, fjármuni af bankareikningi dánarbúsins, samtals 40,3 milljónir króna, með reiðufjárúttektum og millifærslum. Móðir hans hafi látist í desember árið 2018 og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið tilkynnt um andlátið með tilkynningu í janúar 2019. Sýslumaður hafi veitt erfingjum leyfi til einkaskipta með bréfi dagsettu í maí sama ár. Umboðsmaður erfingja hafi verið maðurinn. Dánarbúið hafi samkvæmt kröfu sýslumanns verið tekið til opinberra skipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavikur í janúar 2022. Lagði inn á dóttur sína Þá hafi hann verið ákærður fyrir peningaþvætti með því að nýta sér eða öðrum og ráðstafa ávinningi af brotum sem honum var gefin að sök samkvæmt fyrsta lið ákærunnar. Það hafi hann gert með því að leggja fimm milljónir króna inn á reikning dóttur sinnar og að hafa millifært fjórtán milljónir króna af eigin reikningi yfir á annan eigin reikning. Játaði skýlaust Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm í fyrradag og játað háttsemi sína skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Með játningu hans teljist sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Litið yrði til þessa við ákvörðun refsingar, til greiðrar játningar hans fyrir dómi og þess að langt sé um liðið frá því brotin voru framin. Á hinn bóginn verði ekki fram hjá því horft að hann dró sér verulegar fjárhæðir úr dánarbúi móður sinnar á kostnað annarra erfingja. Refsing hans sé hæfilega metin sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá skulu hann greiða þóknun lögmanns síns, eina milljón króna. Dómsmál Efnahagsbrot Fjölskyldumál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í ákæru Héraðssaksóknara á hendur manninum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt, en til vara umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem umboðsmaður erfingja í einkaskiptum á dánarbúi móður sinnar. Móðirin lést árið 2018 Hann hafi dregið sér í sjö tilvikum og notað heimildarlaust, í eigin þágu og annarra, fjármuni af bankareikningi dánarbúsins, samtals 40,3 milljónir króna, með reiðufjárúttektum og millifærslum. Móðir hans hafi látist í desember árið 2018 og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið tilkynnt um andlátið með tilkynningu í janúar 2019. Sýslumaður hafi veitt erfingjum leyfi til einkaskipta með bréfi dagsettu í maí sama ár. Umboðsmaður erfingja hafi verið maðurinn. Dánarbúið hafi samkvæmt kröfu sýslumanns verið tekið til opinberra skipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavikur í janúar 2022. Lagði inn á dóttur sína Þá hafi hann verið ákærður fyrir peningaþvætti með því að nýta sér eða öðrum og ráðstafa ávinningi af brotum sem honum var gefin að sök samkvæmt fyrsta lið ákærunnar. Það hafi hann gert með því að leggja fimm milljónir króna inn á reikning dóttur sinnar og að hafa millifært fjórtán milljónir króna af eigin reikningi yfir á annan eigin reikning. Játaði skýlaust Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm í fyrradag og játað háttsemi sína skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Með játningu hans teljist sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Litið yrði til þessa við ákvörðun refsingar, til greiðrar játningar hans fyrir dómi og þess að langt sé um liðið frá því brotin voru framin. Á hinn bóginn verði ekki fram hjá því horft að hann dró sér verulegar fjárhæðir úr dánarbúi móður sinnar á kostnað annarra erfingja. Refsing hans sé hæfilega metin sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá skulu hann greiða þóknun lögmanns síns, eina milljón króna.
Dómsmál Efnahagsbrot Fjölskyldumál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira