Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 15:16 Jonathan Gannon var allt annað en sáttur enda fór svo að Arizona Cardinals missti frá sér sigurinn á móti Tennessee Titans. Getty/Norm Hall Þjálfari Arizona Cardinals missti sig algjörlega á hliðarlínunni um helgina eftir eitt mesta klúður ársins. Hann baðst afsökunar en var samt sektaður af félagi sínu. Forráðamenn Arizona Cardinals hafa ákveðið að sekta þjálfara sinn Jonathan Gannon um hundrað þúsund Bandaríkjadali eða meira en tólf milljónir í íslenskum krónum. ESPN segir frá. Ástæðan er framkoma hans gegn einum leikmanni sínum í tapleik á móti Tennessee Titans á sunnudaginn. Hlauparinn Emari Demercado var aleinn og um það bil að hlaupa yfir endalínuna til að skora snertimark þegar hann sleppti boltanum í einhverjum töffaraskap. Dómararnir komust að því að hann hafði misst boltann áður en hann komst í markið. Cardinals hefði innsiglað sigurinn með þessu snertimarki en þess í stað missti liðið sjö stig og boltann. Tennessee Titans nýtti sér þetta, sneri við leiknum og tryggði sér endurkomusigur. Áður en að þeirri endurkomu kom þá trompaðist Jonathan Gannon þjálfari Cardinals á hliðarlínunni. Jonathan Gannon said yesterday Emari Demercado would not be punished for dropping the ball before reaching the end zone.Today, Gannon himself faces punishment for his outburst on the sideline.Here's what he said yesterday about his apology to Demercado and the team. https://t.co/mVZNdrvNsC pic.twitter.com/GIVJ8Kg0GI— Jake García (@Jake_M_Garcia) October 7, 2025 Hann strunsaði til Demercado sem var algjörlega miður sín. Það breytti ekki því að Gannon fór alveg upp að honum og las honum pistilinn. Hann hélt áfram reiðilestrinum þegar hann byrjaði að ganga frá Demercado og virtist lemja í hægri handlegg hlauparans. Á mánudaginn sagði Gannon að hann hefði beðið Demercado og leikmenn Cardinals afsökunar á liðsfundi þann daginn. „Ég sagði þeim bara að ég hefði látið augnablikið ná tökum á mér þarna,“ sagði Gannon. Gannon verður fyrsti aðalþjálfari NFL sem er sektaður fyrir deilur við leikmann síðan deildin sektaði þáverandi þjálfara Tampa Bay Buccaneers, Bruce Arians, um fimmtíu þúsund dollara fyrir að slá með hendinni í hjálm öryggisvarðarins Andrew Adams í umspilsleik í janúar 2022 gegn Philadelphia Eagles. Mistök Demercado reyndust dýrkeypt í 22-21 tapi Arizona. Hefði hann skorað hefði snertimarkið og aukastigið komið Arizona í 28-6 forystu þegar um 12:40 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta. Lið með 22 stiga forystu í fjórða leikhluta hafa unnið 1.276 leiki og tapað 1 á síðustu 25 tímabilum, samkvæmt rannsóknum ESPN. Arizona Cardinals coach Jonathan Gannon gotta be fire immediately You can't put hands on players like this. Because if a player did this he'd be out of the league immediately pic.twitter.com/HCYzmiUXZK— 112 Fighting Sports (@112FIGHTNSPORTS) October 6, 2025 NFL Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Forráðamenn Arizona Cardinals hafa ákveðið að sekta þjálfara sinn Jonathan Gannon um hundrað þúsund Bandaríkjadali eða meira en tólf milljónir í íslenskum krónum. ESPN segir frá. Ástæðan er framkoma hans gegn einum leikmanni sínum í tapleik á móti Tennessee Titans á sunnudaginn. Hlauparinn Emari Demercado var aleinn og um það bil að hlaupa yfir endalínuna til að skora snertimark þegar hann sleppti boltanum í einhverjum töffaraskap. Dómararnir komust að því að hann hafði misst boltann áður en hann komst í markið. Cardinals hefði innsiglað sigurinn með þessu snertimarki en þess í stað missti liðið sjö stig og boltann. Tennessee Titans nýtti sér þetta, sneri við leiknum og tryggði sér endurkomusigur. Áður en að þeirri endurkomu kom þá trompaðist Jonathan Gannon þjálfari Cardinals á hliðarlínunni. Jonathan Gannon said yesterday Emari Demercado would not be punished for dropping the ball before reaching the end zone.Today, Gannon himself faces punishment for his outburst on the sideline.Here's what he said yesterday about his apology to Demercado and the team. https://t.co/mVZNdrvNsC pic.twitter.com/GIVJ8Kg0GI— Jake García (@Jake_M_Garcia) October 7, 2025 Hann strunsaði til Demercado sem var algjörlega miður sín. Það breytti ekki því að Gannon fór alveg upp að honum og las honum pistilinn. Hann hélt áfram reiðilestrinum þegar hann byrjaði að ganga frá Demercado og virtist lemja í hægri handlegg hlauparans. Á mánudaginn sagði Gannon að hann hefði beðið Demercado og leikmenn Cardinals afsökunar á liðsfundi þann daginn. „Ég sagði þeim bara að ég hefði látið augnablikið ná tökum á mér þarna,“ sagði Gannon. Gannon verður fyrsti aðalþjálfari NFL sem er sektaður fyrir deilur við leikmann síðan deildin sektaði þáverandi þjálfara Tampa Bay Buccaneers, Bruce Arians, um fimmtíu þúsund dollara fyrir að slá með hendinni í hjálm öryggisvarðarins Andrew Adams í umspilsleik í janúar 2022 gegn Philadelphia Eagles. Mistök Demercado reyndust dýrkeypt í 22-21 tapi Arizona. Hefði hann skorað hefði snertimarkið og aukastigið komið Arizona í 28-6 forystu þegar um 12:40 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta. Lið með 22 stiga forystu í fjórða leikhluta hafa unnið 1.276 leiki og tapað 1 á síðustu 25 tímabilum, samkvæmt rannsóknum ESPN. Arizona Cardinals coach Jonathan Gannon gotta be fire immediately You can't put hands on players like this. Because if a player did this he'd be out of the league immediately pic.twitter.com/HCYzmiUXZK— 112 Fighting Sports (@112FIGHTNSPORTS) October 6, 2025
NFL Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira