Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 15:16 Jonathan Gannon var allt annað en sáttur enda fór svo að Arizona Cardinals missti frá sér sigurinn á móti Tennessee Titans. Getty/Norm Hall Þjálfari Arizona Cardinals missti sig algjörlega á hliðarlínunni um helgina eftir eitt mesta klúður ársins. Hann baðst afsökunar en var samt sektaður af félagi sínu. Forráðamenn Arizona Cardinals hafa ákveðið að sekta þjálfara sinn Jonathan Gannon um hundrað þúsund Bandaríkjadali eða meira en tólf milljónir í íslenskum krónum. ESPN segir frá. Ástæðan er framkoma hans gegn einum leikmanni sínum í tapleik á móti Tennessee Titans á sunnudaginn. Hlauparinn Emari Demercado var aleinn og um það bil að hlaupa yfir endalínuna til að skora snertimark þegar hann sleppti boltanum í einhverjum töffaraskap. Dómararnir komust að því að hann hafði misst boltann áður en hann komst í markið. Cardinals hefði innsiglað sigurinn með þessu snertimarki en þess í stað missti liðið sjö stig og boltann. Tennessee Titans nýtti sér þetta, sneri við leiknum og tryggði sér endurkomusigur. Áður en að þeirri endurkomu kom þá trompaðist Jonathan Gannon þjálfari Cardinals á hliðarlínunni. Jonathan Gannon said yesterday Emari Demercado would not be punished for dropping the ball before reaching the end zone.Today, Gannon himself faces punishment for his outburst on the sideline.Here's what he said yesterday about his apology to Demercado and the team. https://t.co/mVZNdrvNsC pic.twitter.com/GIVJ8Kg0GI— Jake García (@Jake_M_Garcia) October 7, 2025 Hann strunsaði til Demercado sem var algjörlega miður sín. Það breytti ekki því að Gannon fór alveg upp að honum og las honum pistilinn. Hann hélt áfram reiðilestrinum þegar hann byrjaði að ganga frá Demercado og virtist lemja í hægri handlegg hlauparans. Á mánudaginn sagði Gannon að hann hefði beðið Demercado og leikmenn Cardinals afsökunar á liðsfundi þann daginn. „Ég sagði þeim bara að ég hefði látið augnablikið ná tökum á mér þarna,“ sagði Gannon. Gannon verður fyrsti aðalþjálfari NFL sem er sektaður fyrir deilur við leikmann síðan deildin sektaði þáverandi þjálfara Tampa Bay Buccaneers, Bruce Arians, um fimmtíu þúsund dollara fyrir að slá með hendinni í hjálm öryggisvarðarins Andrew Adams í umspilsleik í janúar 2022 gegn Philadelphia Eagles. Mistök Demercado reyndust dýrkeypt í 22-21 tapi Arizona. Hefði hann skorað hefði snertimarkið og aukastigið komið Arizona í 28-6 forystu þegar um 12:40 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta. Lið með 22 stiga forystu í fjórða leikhluta hafa unnið 1.276 leiki og tapað 1 á síðustu 25 tímabilum, samkvæmt rannsóknum ESPN. Arizona Cardinals coach Jonathan Gannon gotta be fire immediately You can't put hands on players like this. Because if a player did this he'd be out of the league immediately pic.twitter.com/HCYzmiUXZK— 112 Fighting Sports (@112FIGHTNSPORTS) October 6, 2025 NFL Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira
Forráðamenn Arizona Cardinals hafa ákveðið að sekta þjálfara sinn Jonathan Gannon um hundrað þúsund Bandaríkjadali eða meira en tólf milljónir í íslenskum krónum. ESPN segir frá. Ástæðan er framkoma hans gegn einum leikmanni sínum í tapleik á móti Tennessee Titans á sunnudaginn. Hlauparinn Emari Demercado var aleinn og um það bil að hlaupa yfir endalínuna til að skora snertimark þegar hann sleppti boltanum í einhverjum töffaraskap. Dómararnir komust að því að hann hafði misst boltann áður en hann komst í markið. Cardinals hefði innsiglað sigurinn með þessu snertimarki en þess í stað missti liðið sjö stig og boltann. Tennessee Titans nýtti sér þetta, sneri við leiknum og tryggði sér endurkomusigur. Áður en að þeirri endurkomu kom þá trompaðist Jonathan Gannon þjálfari Cardinals á hliðarlínunni. Jonathan Gannon said yesterday Emari Demercado would not be punished for dropping the ball before reaching the end zone.Today, Gannon himself faces punishment for his outburst on the sideline.Here's what he said yesterday about his apology to Demercado and the team. https://t.co/mVZNdrvNsC pic.twitter.com/GIVJ8Kg0GI— Jake García (@Jake_M_Garcia) October 7, 2025 Hann strunsaði til Demercado sem var algjörlega miður sín. Það breytti ekki því að Gannon fór alveg upp að honum og las honum pistilinn. Hann hélt áfram reiðilestrinum þegar hann byrjaði að ganga frá Demercado og virtist lemja í hægri handlegg hlauparans. Á mánudaginn sagði Gannon að hann hefði beðið Demercado og leikmenn Cardinals afsökunar á liðsfundi þann daginn. „Ég sagði þeim bara að ég hefði látið augnablikið ná tökum á mér þarna,“ sagði Gannon. Gannon verður fyrsti aðalþjálfari NFL sem er sektaður fyrir deilur við leikmann síðan deildin sektaði þáverandi þjálfara Tampa Bay Buccaneers, Bruce Arians, um fimmtíu þúsund dollara fyrir að slá með hendinni í hjálm öryggisvarðarins Andrew Adams í umspilsleik í janúar 2022 gegn Philadelphia Eagles. Mistök Demercado reyndust dýrkeypt í 22-21 tapi Arizona. Hefði hann skorað hefði snertimarkið og aukastigið komið Arizona í 28-6 forystu þegar um 12:40 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta. Lið með 22 stiga forystu í fjórða leikhluta hafa unnið 1.276 leiki og tapað 1 á síðustu 25 tímabilum, samkvæmt rannsóknum ESPN. Arizona Cardinals coach Jonathan Gannon gotta be fire immediately You can't put hands on players like this. Because if a player did this he'd be out of the league immediately pic.twitter.com/HCYzmiUXZK— 112 Fighting Sports (@112FIGHTNSPORTS) October 6, 2025
NFL Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira