Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 09:00 Ruben Amorim í Manchester United-gallanum um síðustu helgi á móti Sunderland en þetta er kannski happagallinn sem snýr öllu við. Getty/Carl Recine Hæstráðendur hjá Manchester United eru sannfærðir um að leikmenn liðsins vilji halda aðalþjálfaranum Ruben Amorim en þetta kom í ljós á dögunum eftir jákvæð samtöl milli leikmanna og stjórnarmanna félagsins. United létti á mikilli pressun á Amorim með 2-0 sigri á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford á laugardaginn var. Eftir leikinn sagði Mason Mount að búningsklefinn stæði „hundrað prósent á bak við stjórann“ þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu. Varnarmaðurinn Matthijs de Ligt hafði einnig lýst yfir stuðningi við Amorim eftir 3-1 tapið gegn Brentford. Heimildir ESPN herma að framkvæmdastjórinn Omar Berrada og yfirmaður knattspyrnumála Jason Wilcox hafi einnig rætt við leikmenn úr hópnum, þar á meðal fyrirliðann Bruno Fernandes og leiðtogahópinn. Þeir eru eftir það sannfærðir um að portúgalski þjálfarinn njóti áframhaldandi stuðnings. Samtölin voru ekki sögð formleg eða ætluð til að „kanna hug“ leikmanna varðandi framtíð Amorim. Hins vegar kom í ljós að menn eru sáttir með Amorim og andrúmsloftið í búningsklefanum er gott. Ákvörðun um að reka Amorim, sem er með samning til 2027, yrði tekin í samráði við Sir Jim Ratcliffe og Joel Glazer, þótt Berrada og Wilcox yrðu beðnir um sitt álit. Berrada og Wilcox, sem voru ráðnir af Ratcliffe eftir að hann varð minnihlutaeigandi í febrúar 2024, hafa tekið virkan þátt í að reyna að skilja stemninguna innan félagsins. Báðir hafa skrifstofur á Carrington, sem hefur fengið fimmtíu milljóna punda andlitslyftingu á síðasta ári, sem hefur gert þeim kleift að hafa meiri samskipti við Amorim og leikmennina. Samræður milli stjórnenda, leikmanna og starfsfólks hafa aukist síðan flutt var aftur inn í aðalbygginguna á Carrington í ágúst og samskipti eru orðin algeng á og í kringum nýhönnuð sameiginleg svæði. Fyrrverandi framkvæmdastjóri, Richard Arnold, sem hætti í nóvember 2023, varði mestum hluta vinnuviku sinnar á Old Trafford frekar en á æfingasvæðinu. Forveri hans, Ed Woodward, var sýnilegri á Carrington þrátt fyrir að hafa skrifstofur sínar á leikvanginum. Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
United létti á mikilli pressun á Amorim með 2-0 sigri á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford á laugardaginn var. Eftir leikinn sagði Mason Mount að búningsklefinn stæði „hundrað prósent á bak við stjórann“ þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu. Varnarmaðurinn Matthijs de Ligt hafði einnig lýst yfir stuðningi við Amorim eftir 3-1 tapið gegn Brentford. Heimildir ESPN herma að framkvæmdastjórinn Omar Berrada og yfirmaður knattspyrnumála Jason Wilcox hafi einnig rætt við leikmenn úr hópnum, þar á meðal fyrirliðann Bruno Fernandes og leiðtogahópinn. Þeir eru eftir það sannfærðir um að portúgalski þjálfarinn njóti áframhaldandi stuðnings. Samtölin voru ekki sögð formleg eða ætluð til að „kanna hug“ leikmanna varðandi framtíð Amorim. Hins vegar kom í ljós að menn eru sáttir með Amorim og andrúmsloftið í búningsklefanum er gott. Ákvörðun um að reka Amorim, sem er með samning til 2027, yrði tekin í samráði við Sir Jim Ratcliffe og Joel Glazer, þótt Berrada og Wilcox yrðu beðnir um sitt álit. Berrada og Wilcox, sem voru ráðnir af Ratcliffe eftir að hann varð minnihlutaeigandi í febrúar 2024, hafa tekið virkan þátt í að reyna að skilja stemninguna innan félagsins. Báðir hafa skrifstofur á Carrington, sem hefur fengið fimmtíu milljóna punda andlitslyftingu á síðasta ári, sem hefur gert þeim kleift að hafa meiri samskipti við Amorim og leikmennina. Samræður milli stjórnenda, leikmanna og starfsfólks hafa aukist síðan flutt var aftur inn í aðalbygginguna á Carrington í ágúst og samskipti eru orðin algeng á og í kringum nýhönnuð sameiginleg svæði. Fyrrverandi framkvæmdastjóri, Richard Arnold, sem hætti í nóvember 2023, varði mestum hluta vinnuviku sinnar á Old Trafford frekar en á æfingasvæðinu. Forveri hans, Ed Woodward, var sýnilegri á Carrington þrátt fyrir að hafa skrifstofur sínar á leikvanginum.
Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira