Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2025 21:16 Glódís Perla Viggósdóttir til varnar gegn Vicky Lopez á Johan Cruyff leikvanginum í Barcelona í kvöld. Getty/Judit Cartiel Barcelona vann ótrúlegan 7-1 sigur gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna í kvöld. Ríkjandi meistarar Arsenal töpuðu á heimavelli gegn Lyon, 2-1. Leikið er með nýju fyrirkomulagi í Meistaradeild kvenna í vetur þar sem nú eru öll átján liðin saman í einni deild, svipað og hjá körlunum. Fjórir fyrstu leikirnir voru í kvöld og eru Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern því núna neðstar, eftir þennan mikla skell. Glódís, sem glímt hefur við meiðsli í upphafi tímabils, var á varamannabekknum í fyrri hálfleik og gat því ekkert gert við því að Bayern lenti þá 4-1 undir. Furðuðu lýsendur ESPN sig á því að Glódís skyldi ekki byrja þennan stórleik og bentu á vandræðin sem vörn Bayern var í án hennar. Ewa Pajor og Claudia Pina skoruðu tvö mörk hvor í kvöld.Getty Staðan var svo orðin 5-1 þegar Glódís kom inn á, hálftíma fyrir leikslok, og löngu ljóst hvert stigin þrjú færu, en Claudia Pina bætti við tveimur mörkum í lokin. Ewa Pajor skoraði einnig tvö mörk og þær Alexia Putellas, Esmee Brugts og Salma Paralluelo eitt mark hver. Klara Bühl skoraði mark gestanna. Eins og fyrr segir sótti Lyon þrjú stig til Lundúna með 2-1 sigri á Arsenal. Heimakonur komust þó yfir með marki Alessia Russo en Melchie Dumornay svaraði með tveimur mörkum á fimm mínútum, um miðjan fyrri hálfleik, og þar við sat. Paris og OH Leuven gerðu 2-2 jafntefli og Juventus vann 2-1 sigur gegn Benfica. Erfið staða hjá Ísabellu og Diljá Í kvöld var einnig keppt í undankeppni nýja Evrópubikarsins, eins konar B-Evrópukeppni kvenna, þar sem þrjú Íslendingalið voru á ferðinni. Ísabella Sara Tryggvadóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tapaði 3-0 á útivelli í fyrri leik sínum við Sporting í Portúgal, og Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik fyrir Brann sem tapaði 4-1 gegn Hammarby í Svíþjóð. Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir var svo á varamannabekknum hjá Häcken sem vann 4-0 stórsigur gegn Katowice frá Póllandi. Seinni leikirnir verða í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
Leikið er með nýju fyrirkomulagi í Meistaradeild kvenna í vetur þar sem nú eru öll átján liðin saman í einni deild, svipað og hjá körlunum. Fjórir fyrstu leikirnir voru í kvöld og eru Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern því núna neðstar, eftir þennan mikla skell. Glódís, sem glímt hefur við meiðsli í upphafi tímabils, var á varamannabekknum í fyrri hálfleik og gat því ekkert gert við því að Bayern lenti þá 4-1 undir. Furðuðu lýsendur ESPN sig á því að Glódís skyldi ekki byrja þennan stórleik og bentu á vandræðin sem vörn Bayern var í án hennar. Ewa Pajor og Claudia Pina skoruðu tvö mörk hvor í kvöld.Getty Staðan var svo orðin 5-1 þegar Glódís kom inn á, hálftíma fyrir leikslok, og löngu ljóst hvert stigin þrjú færu, en Claudia Pina bætti við tveimur mörkum í lokin. Ewa Pajor skoraði einnig tvö mörk og þær Alexia Putellas, Esmee Brugts og Salma Paralluelo eitt mark hver. Klara Bühl skoraði mark gestanna. Eins og fyrr segir sótti Lyon þrjú stig til Lundúna með 2-1 sigri á Arsenal. Heimakonur komust þó yfir með marki Alessia Russo en Melchie Dumornay svaraði með tveimur mörkum á fimm mínútum, um miðjan fyrri hálfleik, og þar við sat. Paris og OH Leuven gerðu 2-2 jafntefli og Juventus vann 2-1 sigur gegn Benfica. Erfið staða hjá Ísabellu og Diljá Í kvöld var einnig keppt í undankeppni nýja Evrópubikarsins, eins konar B-Evrópukeppni kvenna, þar sem þrjú Íslendingalið voru á ferðinni. Ísabella Sara Tryggvadóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tapaði 3-0 á útivelli í fyrri leik sínum við Sporting í Portúgal, og Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik fyrir Brann sem tapaði 4-1 gegn Hammarby í Svíþjóð. Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir var svo á varamannabekknum hjá Häcken sem vann 4-0 stórsigur gegn Katowice frá Póllandi. Seinni leikirnir verða í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira