„Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. október 2025 12:15 Hrönn Jörundsdóttir er forstjóri Matvælastofnunar. Vísir/Vilhelm/Einar Forstjóri Matvælastofnunar segir það mikilvægt verkefni fyrir íslenska sauðfjárbændur að rækta fé með verndandi arfgerð gagnvart riðu. Riða greindist á bæ í Skagafirði í gær en ekki þarf að skera niður allt fé á bænum. Riðuveiki í sauðfé var staðfest á bænum Kirkjuhóli rétt utan við Varmahlíð í Skagafirði í gær. Grunur vaknaði um smit í síðustu viku vegna einkenna hjá þriggja vetra á en í tilkynningu Matvælastofnunar segir að kindin hafi verið aflífuð, sýni tekin og flutningsbann sett á. Hrönn Jörundsdóttir forstjóri MAST segir stofnunina vera í samskiptum við ábúendur um næstu skref. „Það er unnin niðurskurðaráætlum með ábúendum og þeir geta í raun stýrt því töluvert sjálfir hversu mikið þeir vilja halda eftir. Sömuleiðis hefur verið unnin sótthreinsiáætlun fyrir býlið, hversu mikið þarf að hreinsa og fara í jarðvegsskipti,“ sagði Hrönn í samtali við fréttastofu Sýnar. Niðurskurður í samstarfi við ábúendur „Við erum enn að vinna faraldsfræðilegarannsókn varðandi hversu mikið fé hefur farið á aðra bæi. Þegar niðurskurðaráætlun er tilbúin þá verður þá er framkvæmdur niðurskurður á því sem verður fellt og það er gert í samstarfi við ábúendur og þegar því er lokið þá hefst hreinsun. Bærinn er settur í einangrun og það fé sem eftir er á bænum þarf að vera afgirt inni á bænum í ákveðinn tíma,“ bætti Hrönn við. Í tilkynningu MAST frá því í gær segir að send hafi verið tilmæli til ráðherra um að fyrirskipa niðurskurð en hluti fjársins á bænum er með verndandi arfgerð gegn riðu. Hrönn segir ræktun á sauðfé með verndandi argerð hafi breytt miklu fyrir bændur. „Þá er möguleiki að hlífa því fé og það fé verður ekki skorið niður. Þarna sést árangur meðal annars þessara bænda að taka inn þessa ræktun inn í sinn hóp og það er að gagnast þeim að ákveðnu leyti núna. Þetta er gríðarlega mikilvægt verkefni fyrir íslenska sauðfjárbændur að leggja áherslu á ræktun á sauðfé sem hefur verndandi arfgerð gagnvart riðu.“ Áfall fyrir ábúendur, sveitarfélagið og alla sveitina í kring Hún segir að þegar upp komi riða sé það áfall og erfitt verkefni fyrir alla sem að því koma. „Það er alltaf gríðarlegt áfall þegar upp kemur riða og sérstaklega hjá ábúendum, öllu sveitarfélaginu og allri sveitinni þarna í kring. Þetta er sjúkdómur sem snertir ekki bara einn bæ heldur allt samfélagið þannig að þetta er gríðarlegt áfall fyrir alla. Þetta er sömuleiðis erfitt fyrir starfsmenn Matvælastofnunar sem standa í þessum niðurskurði. Þetta er verkefni sem við munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi.“ Frumvarp á dagskrá í dag Hanna Katrín Friðriksson matvælaráðherra segir það sárt að býli þurfi enn og aftur að skera niður fé með töluverðu tjóni. „Ég veit að þetta er mjög mikið tilfinningalegt áfall fyrir bændur að lenda í þessu þannig að mig tekur þetta mjög sárt. Matvælastofnun er að skoða núnar þessar faraldsfræðilegu aðstæður og hvort smitið hafi farið víðar. Við vonum auðvitað að svo sé ekki og svo má líka segja að það jákvæða að á þessu býli sem um ræðir þá hafa þau verið dugleg að rækta upp stofn með verndandi geni þannig að það þarf ekki að skera niður,“ sagði Hanna Katrín í viðtali að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hún segir að frumvarp tengt málinu verði til umræðu á Alþingi í dag. „Það jákvæða er að frumvarp mitt um riðu, það er að segja að það gerist hratt að verndandi genið breiðist út, það er á dagskrá í dag,“ sagði Hanna Katrín að lokum. Riða í Skagafirði Sauðfé Dýraheilbrigði Skagafjörður Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Riðuveiki í sauðfé var staðfest á bænum Kirkjuhóli rétt utan við Varmahlíð í Skagafirði í gær. Grunur vaknaði um smit í síðustu viku vegna einkenna hjá þriggja vetra á en í tilkynningu Matvælastofnunar segir að kindin hafi verið aflífuð, sýni tekin og flutningsbann sett á. Hrönn Jörundsdóttir forstjóri MAST segir stofnunina vera í samskiptum við ábúendur um næstu skref. „Það er unnin niðurskurðaráætlum með ábúendum og þeir geta í raun stýrt því töluvert sjálfir hversu mikið þeir vilja halda eftir. Sömuleiðis hefur verið unnin sótthreinsiáætlun fyrir býlið, hversu mikið þarf að hreinsa og fara í jarðvegsskipti,“ sagði Hrönn í samtali við fréttastofu Sýnar. Niðurskurður í samstarfi við ábúendur „Við erum enn að vinna faraldsfræðilegarannsókn varðandi hversu mikið fé hefur farið á aðra bæi. Þegar niðurskurðaráætlun er tilbúin þá verður þá er framkvæmdur niðurskurður á því sem verður fellt og það er gert í samstarfi við ábúendur og þegar því er lokið þá hefst hreinsun. Bærinn er settur í einangrun og það fé sem eftir er á bænum þarf að vera afgirt inni á bænum í ákveðinn tíma,“ bætti Hrönn við. Í tilkynningu MAST frá því í gær segir að send hafi verið tilmæli til ráðherra um að fyrirskipa niðurskurð en hluti fjársins á bænum er með verndandi arfgerð gegn riðu. Hrönn segir ræktun á sauðfé með verndandi argerð hafi breytt miklu fyrir bændur. „Þá er möguleiki að hlífa því fé og það fé verður ekki skorið niður. Þarna sést árangur meðal annars þessara bænda að taka inn þessa ræktun inn í sinn hóp og það er að gagnast þeim að ákveðnu leyti núna. Þetta er gríðarlega mikilvægt verkefni fyrir íslenska sauðfjárbændur að leggja áherslu á ræktun á sauðfé sem hefur verndandi arfgerð gagnvart riðu.“ Áfall fyrir ábúendur, sveitarfélagið og alla sveitina í kring Hún segir að þegar upp komi riða sé það áfall og erfitt verkefni fyrir alla sem að því koma. „Það er alltaf gríðarlegt áfall þegar upp kemur riða og sérstaklega hjá ábúendum, öllu sveitarfélaginu og allri sveitinni þarna í kring. Þetta er sjúkdómur sem snertir ekki bara einn bæ heldur allt samfélagið þannig að þetta er gríðarlegt áfall fyrir alla. Þetta er sömuleiðis erfitt fyrir starfsmenn Matvælastofnunar sem standa í þessum niðurskurði. Þetta er verkefni sem við munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi.“ Frumvarp á dagskrá í dag Hanna Katrín Friðriksson matvælaráðherra segir það sárt að býli þurfi enn og aftur að skera niður fé með töluverðu tjóni. „Ég veit að þetta er mjög mikið tilfinningalegt áfall fyrir bændur að lenda í þessu þannig að mig tekur þetta mjög sárt. Matvælastofnun er að skoða núnar þessar faraldsfræðilegu aðstæður og hvort smitið hafi farið víðar. Við vonum auðvitað að svo sé ekki og svo má líka segja að það jákvæða að á þessu býli sem um ræðir þá hafa þau verið dugleg að rækta upp stofn með verndandi geni þannig að það þarf ekki að skera niður,“ sagði Hanna Katrín í viðtali að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hún segir að frumvarp tengt málinu verði til umræðu á Alþingi í dag. „Það jákvæða er að frumvarp mitt um riðu, það er að segja að það gerist hratt að verndandi genið breiðist út, það er á dagskrá í dag,“ sagði Hanna Katrín að lokum.
Riða í Skagafirði Sauðfé Dýraheilbrigði Skagafjörður Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira