Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. október 2025 13:13 Ragnar Freyr Ingvarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur er verulega ósáttur við frumvarpið sem stjórnvöld eru að vinna að. Vísir/Vilhelm Samstarf lækna og stjórnvalda er í hættu ef af fyrirhuguðum breytingum á Sjúkratryggingum verður. Þetta segir Ragnar Freyr Ingvarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur og að breytingarnar komi þvert á sátt sem náðist fyrir tveimur árum. Drög að frumvarpi heilbrigðisráðherra um breytingar á Sjúkratryggingum má nú finna í samráðsgátt stjórnvalda. Þær eru gerðar til að skýra betur skyldur Sjúkratrygginga Íslands til að byggja ákvarðanatöku á gagnreyndri meðferð og faglegu og hagrænu mati. Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir breytingarnar sem lagðar eru til koma læknum á óvart. Aðeins séu rúm tvö ár frá því að nýr samningur var undirritaður vegna þjónustu sérgreinalækna en þá höfðu samningar verið lausir í fimm ár. „Við sáum þetta bara í samráðsgátt í seinustu viku og okkur var ansi brugðið að sjá þarna hluti sem við töldum að höfðu verið leiddir til lykta á löngum samningafundum hér fyrir tveimur árum síðan. Þarna eru mörg atriði aftur snúin en núna ekki í formi samnings heldur í formi lagatexta og lagafrumvarps.“ Þannig feli frumvarpið í sér ýmsar breytingar sem læknar séu ósáttir við. „Það er verið að kynna fyrir okkur að valdheimildir ríkisins til þess að leggja einhliða gjaldskrár, að takmarka magn þjónustu og heildarendurgjöld.“ Boðaðar breytingar hafi veruleg áhrif á sérgreinalækna. „Þarna eru ákvæði sem færir okkur þær skyldur að breyta félögum okkar, flestir læknar eru með samlagsfélög, en það er verið að segja að við verðum að vera með einkahlutafélög. Þarna er verið að leggja á okkur þungar kvaðir varðandi upplýsingagjöf. Við verðum að veita bókhaldsgögn til ríkisins til rýningar og þarna eru bara mjög íþyngjandi ákvæði og gerir það mjög erfitt að verkum að við getum starfað við þessi skilyrði.“ Hann segir frumvarpið koma til með að hafa áhrif á allar heilbrigðisstéttir. „Maður er bara sleginn yfir þessu. Ég hélt að við ættum í góðu samstarfi við yfirvöld og ég held að formlegum samstarfi okkar myndi ljúka verði þetta að lögum. Við getum ekki unað því að allt sem við sömdum um á sínum tíma snúi aftur í formi lagasetningar.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Vinnumarkaður Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Drög að frumvarpi heilbrigðisráðherra um breytingar á Sjúkratryggingum má nú finna í samráðsgátt stjórnvalda. Þær eru gerðar til að skýra betur skyldur Sjúkratrygginga Íslands til að byggja ákvarðanatöku á gagnreyndri meðferð og faglegu og hagrænu mati. Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir breytingarnar sem lagðar eru til koma læknum á óvart. Aðeins séu rúm tvö ár frá því að nýr samningur var undirritaður vegna þjónustu sérgreinalækna en þá höfðu samningar verið lausir í fimm ár. „Við sáum þetta bara í samráðsgátt í seinustu viku og okkur var ansi brugðið að sjá þarna hluti sem við töldum að höfðu verið leiddir til lykta á löngum samningafundum hér fyrir tveimur árum síðan. Þarna eru mörg atriði aftur snúin en núna ekki í formi samnings heldur í formi lagatexta og lagafrumvarps.“ Þannig feli frumvarpið í sér ýmsar breytingar sem læknar séu ósáttir við. „Það er verið að kynna fyrir okkur að valdheimildir ríkisins til þess að leggja einhliða gjaldskrár, að takmarka magn þjónustu og heildarendurgjöld.“ Boðaðar breytingar hafi veruleg áhrif á sérgreinalækna. „Þarna eru ákvæði sem færir okkur þær skyldur að breyta félögum okkar, flestir læknar eru með samlagsfélög, en það er verið að segja að við verðum að vera með einkahlutafélög. Þarna er verið að leggja á okkur þungar kvaðir varðandi upplýsingagjöf. Við verðum að veita bókhaldsgögn til ríkisins til rýningar og þarna eru bara mjög íþyngjandi ákvæði og gerir það mjög erfitt að verkum að við getum starfað við þessi skilyrði.“ Hann segir frumvarpið koma til með að hafa áhrif á allar heilbrigðisstéttir. „Maður er bara sleginn yfir þessu. Ég hélt að við ættum í góðu samstarfi við yfirvöld og ég held að formlegum samstarfi okkar myndi ljúka verði þetta að lögum. Við getum ekki unað því að allt sem við sömdum um á sínum tíma snúi aftur í formi lagasetningar.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Vinnumarkaður Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira