Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. október 2025 13:40 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur segir að vel sé mögulegt að gjósi á næstu dögum en mikilvægast sé að vera undir það búinn. Vísir/Arnar Ekkert bendir til þess að jarðskjálftahrinan í Krýsuvík hafi eitthvað með kviku að gera en landsig hefur verið á svæðinu. Þetta segir prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands sem telur líklegast að nú fari að hægja verulega á atburðarásinni í sundhnúksgígaröðinni þótt það sé vel mögulegt að eitt eða tvö eldgos gjósi áður. Jarðskjálfti upp á 3,3 mældist vestan við Kleifarvatn eldsnemma í morgun en nokkrir eftir skjálftar mældust í kjölfarið. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir að undanfarnar vikur og mánuði hafi mælst aukin skjálftavirkni í Krýsuvík. „Hún virðist nú verða samhliða því að það hefur ekki verið landris þar heldur landsig. Aflögun er lítil. Þetta gerist á sama tíma og það er verið að bora þarna töluvert og það er mögulegt að það hafi að gera með það að það sé aðeins þrýstilækkun í hluta jarðhitakerfisins og þá verði aukin skjálftavirkni. Það er ekki neitt sem bendir til þess að þetta hafi neitt með kviku að gera, það er ekkert landris eða gliðnun eða slíkt. Það er þessi tenging við þessa auknu borun sem þarna er, það er í það minnsta líklegasti möguleikinn.“ Veðurstofan hækkaði viðbúnaðarstig í lok september og vísaði til þess að auknar líkur væru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikumagn hafi náð neðri mörgum þess sem hefur þurft til að upp úr gjósi. Magnús Tumi segir það allt eins líklegt, mikilvægast sé að vera viðbúinn. „Kvikan er að safnast þarna yfir eins og undanfarin ár. Það er nú að hægja á þessu ferli. Það er hægar en það var og virðist vera minnsti hraðinn sem við höfum séð núna, hvað þýðir það? Það er erfitt að fullyrða neitt, en það er að sjá að við séum að nálgast seinni hlutann í þessum umbrotum sem hafa verið og það séu líklega ekki mörg eldgos eftir, kannski eitt en við vitum þetta ekki.“ Nú sé komið álíka magn og mældist í fyrsta fasa eldsumbrota fyrir tólf hundruð árum á Reykjanesskaga. „Ef þetta hegðar sér með svipuðum hætti eins og hefur verið gert undanfarin mörg þúsund ár þar sem komu þessi eldgosatímabil sem standa í heildina í fjögur til sex hundruð ár og svo kemur fimm sex hundruð ára tími með engum gosum. Þá er líklegt að þegar gosinu lýkur á Sundhnúksgígaröðinni þá komi nokkuð langt tímabil, sem getur verið 100 ár þar sem lítið eða ekkert gerist.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun. 3. október 2025 08:12 Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september. 25. september 2025 17:02 Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur verið á stöðugum hraða undanfarnar vikur. Frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí hafa um tíu milljónir rúmmetra af kviku bæst aftur við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi. 23. september 2025 18:28 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Jarðskjálfti upp á 3,3 mældist vestan við Kleifarvatn eldsnemma í morgun en nokkrir eftir skjálftar mældust í kjölfarið. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir að undanfarnar vikur og mánuði hafi mælst aukin skjálftavirkni í Krýsuvík. „Hún virðist nú verða samhliða því að það hefur ekki verið landris þar heldur landsig. Aflögun er lítil. Þetta gerist á sama tíma og það er verið að bora þarna töluvert og það er mögulegt að það hafi að gera með það að það sé aðeins þrýstilækkun í hluta jarðhitakerfisins og þá verði aukin skjálftavirkni. Það er ekki neitt sem bendir til þess að þetta hafi neitt með kviku að gera, það er ekkert landris eða gliðnun eða slíkt. Það er þessi tenging við þessa auknu borun sem þarna er, það er í það minnsta líklegasti möguleikinn.“ Veðurstofan hækkaði viðbúnaðarstig í lok september og vísaði til þess að auknar líkur væru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikumagn hafi náð neðri mörgum þess sem hefur þurft til að upp úr gjósi. Magnús Tumi segir það allt eins líklegt, mikilvægast sé að vera viðbúinn. „Kvikan er að safnast þarna yfir eins og undanfarin ár. Það er nú að hægja á þessu ferli. Það er hægar en það var og virðist vera minnsti hraðinn sem við höfum séð núna, hvað þýðir það? Það er erfitt að fullyrða neitt, en það er að sjá að við séum að nálgast seinni hlutann í þessum umbrotum sem hafa verið og það séu líklega ekki mörg eldgos eftir, kannski eitt en við vitum þetta ekki.“ Nú sé komið álíka magn og mældist í fyrsta fasa eldsumbrota fyrir tólf hundruð árum á Reykjanesskaga. „Ef þetta hegðar sér með svipuðum hætti eins og hefur verið gert undanfarin mörg þúsund ár þar sem komu þessi eldgosatímabil sem standa í heildina í fjögur til sex hundruð ár og svo kemur fimm sex hundruð ára tími með engum gosum. Þá er líklegt að þegar gosinu lýkur á Sundhnúksgígaröðinni þá komi nokkuð langt tímabil, sem getur verið 100 ár þar sem lítið eða ekkert gerist.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun. 3. október 2025 08:12 Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september. 25. september 2025 17:02 Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur verið á stöðugum hraða undanfarnar vikur. Frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí hafa um tíu milljónir rúmmetra af kviku bæst aftur við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi. 23. september 2025 18:28 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun. 3. október 2025 08:12
Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september. 25. september 2025 17:02
Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur verið á stöðugum hraða undanfarnar vikur. Frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí hafa um tíu milljónir rúmmetra af kviku bæst aftur við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi. 23. september 2025 18:28