Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. október 2025 13:40 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur segir að vel sé mögulegt að gjósi á næstu dögum en mikilvægast sé að vera undir það búinn. Vísir/Arnar Ekkert bendir til þess að jarðskjálftahrinan í Krýsuvík hafi eitthvað með kviku að gera en landsig hefur verið á svæðinu. Þetta segir prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands sem telur líklegast að nú fari að hægja verulega á atburðarásinni í sundhnúksgígaröðinni þótt það sé vel mögulegt að eitt eða tvö eldgos gjósi áður. Jarðskjálfti upp á 3,3 mældist vestan við Kleifarvatn eldsnemma í morgun en nokkrir eftir skjálftar mældust í kjölfarið. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir að undanfarnar vikur og mánuði hafi mælst aukin skjálftavirkni í Krýsuvík. „Hún virðist nú verða samhliða því að það hefur ekki verið landris þar heldur landsig. Aflögun er lítil. Þetta gerist á sama tíma og það er verið að bora þarna töluvert og það er mögulegt að það hafi að gera með það að það sé aðeins þrýstilækkun í hluta jarðhitakerfisins og þá verði aukin skjálftavirkni. Það er ekki neitt sem bendir til þess að þetta hafi neitt með kviku að gera, það er ekkert landris eða gliðnun eða slíkt. Það er þessi tenging við þessa auknu borun sem þarna er, það er í það minnsta líklegasti möguleikinn.“ Veðurstofan hækkaði viðbúnaðarstig í lok september og vísaði til þess að auknar líkur væru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikumagn hafi náð neðri mörgum þess sem hefur þurft til að upp úr gjósi. Magnús Tumi segir það allt eins líklegt, mikilvægast sé að vera viðbúinn. „Kvikan er að safnast þarna yfir eins og undanfarin ár. Það er nú að hægja á þessu ferli. Það er hægar en það var og virðist vera minnsti hraðinn sem við höfum séð núna, hvað þýðir það? Það er erfitt að fullyrða neitt, en það er að sjá að við séum að nálgast seinni hlutann í þessum umbrotum sem hafa verið og það séu líklega ekki mörg eldgos eftir, kannski eitt en við vitum þetta ekki.“ Nú sé komið álíka magn og mældist í fyrsta fasa eldsumbrota fyrir tólf hundruð árum á Reykjanesskaga. „Ef þetta hegðar sér með svipuðum hætti eins og hefur verið gert undanfarin mörg þúsund ár þar sem komu þessi eldgosatímabil sem standa í heildina í fjögur til sex hundruð ár og svo kemur fimm sex hundruð ára tími með engum gosum. Þá er líklegt að þegar gosinu lýkur á Sundhnúksgígaröðinni þá komi nokkuð langt tímabil, sem getur verið 100 ár þar sem lítið eða ekkert gerist.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun. 3. október 2025 08:12 Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september. 25. september 2025 17:02 Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur verið á stöðugum hraða undanfarnar vikur. Frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí hafa um tíu milljónir rúmmetra af kviku bæst aftur við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi. 23. september 2025 18:28 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
Jarðskjálfti upp á 3,3 mældist vestan við Kleifarvatn eldsnemma í morgun en nokkrir eftir skjálftar mældust í kjölfarið. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir að undanfarnar vikur og mánuði hafi mælst aukin skjálftavirkni í Krýsuvík. „Hún virðist nú verða samhliða því að það hefur ekki verið landris þar heldur landsig. Aflögun er lítil. Þetta gerist á sama tíma og það er verið að bora þarna töluvert og það er mögulegt að það hafi að gera með það að það sé aðeins þrýstilækkun í hluta jarðhitakerfisins og þá verði aukin skjálftavirkni. Það er ekki neitt sem bendir til þess að þetta hafi neitt með kviku að gera, það er ekkert landris eða gliðnun eða slíkt. Það er þessi tenging við þessa auknu borun sem þarna er, það er í það minnsta líklegasti möguleikinn.“ Veðurstofan hækkaði viðbúnaðarstig í lok september og vísaði til þess að auknar líkur væru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikumagn hafi náð neðri mörgum þess sem hefur þurft til að upp úr gjósi. Magnús Tumi segir það allt eins líklegt, mikilvægast sé að vera viðbúinn. „Kvikan er að safnast þarna yfir eins og undanfarin ár. Það er nú að hægja á þessu ferli. Það er hægar en það var og virðist vera minnsti hraðinn sem við höfum séð núna, hvað þýðir það? Það er erfitt að fullyrða neitt, en það er að sjá að við séum að nálgast seinni hlutann í þessum umbrotum sem hafa verið og það séu líklega ekki mörg eldgos eftir, kannski eitt en við vitum þetta ekki.“ Nú sé komið álíka magn og mældist í fyrsta fasa eldsumbrota fyrir tólf hundruð árum á Reykjanesskaga. „Ef þetta hegðar sér með svipuðum hætti eins og hefur verið gert undanfarin mörg þúsund ár þar sem komu þessi eldgosatímabil sem standa í heildina í fjögur til sex hundruð ár og svo kemur fimm sex hundruð ára tími með engum gosum. Þá er líklegt að þegar gosinu lýkur á Sundhnúksgígaröðinni þá komi nokkuð langt tímabil, sem getur verið 100 ár þar sem lítið eða ekkert gerist.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun. 3. október 2025 08:12 Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september. 25. september 2025 17:02 Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur verið á stöðugum hraða undanfarnar vikur. Frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí hafa um tíu milljónir rúmmetra af kviku bæst aftur við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi. 23. september 2025 18:28 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun. 3. október 2025 08:12
Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september. 25. september 2025 17:02
Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur verið á stöðugum hraða undanfarnar vikur. Frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí hafa um tíu milljónir rúmmetra af kviku bæst aftur við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi. 23. september 2025 18:28