Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. október 2025 12:25 Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. vísir/viðskiptaráð/getty Níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins greiða fasta yfirvinnu í stað tímamældrar yfirvinnu líkt og tíðkast á almenna vinnumarkaðnum að sögn Viðskiptaráðs. Hagfræðingur ráðsins segir að falla ætti með öllu frá fastri yfirvinnu í stað þess að hún aukist með árunum. Hlutfall starfsmanna með fasta yfirvinnu er verulega mismunandi eftir stofnunum. Hjá ráðuneytunum er það 84 prósent en undir 20 prósentum hjá þjónustustofnunum og heilbrigðisstofnunum. Þá getur útfærslan verið gjörólík á milli stofnanna sem sinna áþekktri vinnu. Sem dæmi er 89 prósent af starfsfólki lögreglunnar í Vestmannaeyjum með fasta yfirvinnu en aðeins 24 prósent hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir ekki liggja fyrir hve stórt hlutfall starfsmanna ríkisins hljóti fasta yfirvinnu en ítrekar að það sé hátt. „Árið 2006 var stefnt að því að útrýma þessu fyrirkomulagi vegna þeirra ýmsu galla sem væru á því og færa þá þessa föstu yfirvinnugreiðslu í fasta launatfölu.“ Hann segir fyrirkomulagið auka gjá milli vinnumarkaða enn frekar en einnig meðal starfsmanna ríkisins. „Þetta veldur misræmi og ógagnsæi á milli vinnumarkaða. Á milli stofnanna og jafnvel meðal starfsmanna innan sömu stofnunar. Það er óheilbrigt. Þar sem það er ekki eftirlit hvort þessi vinna sé innt af hendi þá fær maður þá tilfinningu að fyrirkomulag fastrar yfirvinnu sé raunar séð til þess að skapa dulda launahækkun fyrir skrifstofufólk hjá hinu opinbera.“ Sumar stofnanir greiði bæði fasta og tímamælda yfirvinnu sem leiði til tvöfaldrar yfirvinnu fyrir sama vinnuframlagið. „Þar sem önnur tegund yfirvinnunnar er tímamæld en hin er ekki tímamæld og í rauninni ekkert eftirlit með því.“ Hlutfall fastrar yfirvinnu hafi aukist frá árinu 2009 úr 75 prósent stofnana í 90 prósent stofnanna. Að mati Gunnars ætti þróunin að vera þveröfug. „Í ljósi þessara galla sem að fylgja þessu fyrirkomulagi þá leggur Viðskiptaráð fyrir að þetta fyrirkomulag, fastrar yfirvinnu, og það sé einungis greitt fyrir tímamælda yfirvinnu. Það er sannarlega fólk sem að leggur meira á sig en er mælst til samkvæmt launasetningu og svo eru aðrir sem gera minna. Þannig þetta væri líka skref í þá átt að auka sanngirni gagnvart starfsmönnum ríkisins miðað við vinnuframlag.“ Stjórnsýsla Vinnumarkaður Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Hlutfall starfsmanna með fasta yfirvinnu er verulega mismunandi eftir stofnunum. Hjá ráðuneytunum er það 84 prósent en undir 20 prósentum hjá þjónustustofnunum og heilbrigðisstofnunum. Þá getur útfærslan verið gjörólík á milli stofnanna sem sinna áþekktri vinnu. Sem dæmi er 89 prósent af starfsfólki lögreglunnar í Vestmannaeyjum með fasta yfirvinnu en aðeins 24 prósent hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir ekki liggja fyrir hve stórt hlutfall starfsmanna ríkisins hljóti fasta yfirvinnu en ítrekar að það sé hátt. „Árið 2006 var stefnt að því að útrýma þessu fyrirkomulagi vegna þeirra ýmsu galla sem væru á því og færa þá þessa föstu yfirvinnugreiðslu í fasta launatfölu.“ Hann segir fyrirkomulagið auka gjá milli vinnumarkaða enn frekar en einnig meðal starfsmanna ríkisins. „Þetta veldur misræmi og ógagnsæi á milli vinnumarkaða. Á milli stofnanna og jafnvel meðal starfsmanna innan sömu stofnunar. Það er óheilbrigt. Þar sem það er ekki eftirlit hvort þessi vinna sé innt af hendi þá fær maður þá tilfinningu að fyrirkomulag fastrar yfirvinnu sé raunar séð til þess að skapa dulda launahækkun fyrir skrifstofufólk hjá hinu opinbera.“ Sumar stofnanir greiði bæði fasta og tímamælda yfirvinnu sem leiði til tvöfaldrar yfirvinnu fyrir sama vinnuframlagið. „Þar sem önnur tegund yfirvinnunnar er tímamæld en hin er ekki tímamæld og í rauninni ekkert eftirlit með því.“ Hlutfall fastrar yfirvinnu hafi aukist frá árinu 2009 úr 75 prósent stofnana í 90 prósent stofnanna. Að mati Gunnars ætti þróunin að vera þveröfug. „Í ljósi þessara galla sem að fylgja þessu fyrirkomulagi þá leggur Viðskiptaráð fyrir að þetta fyrirkomulag, fastrar yfirvinnu, og það sé einungis greitt fyrir tímamælda yfirvinnu. Það er sannarlega fólk sem að leggur meira á sig en er mælst til samkvæmt launasetningu og svo eru aðrir sem gera minna. Þannig þetta væri líka skref í þá átt að auka sanngirni gagnvart starfsmönnum ríkisins miðað við vinnuframlag.“
Stjórnsýsla Vinnumarkaður Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira