„FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2025 07:03 Gianni Infantino og Donald Trump. Getty Images/Richard Sellers Gianni Infantino, forseti FIFA – Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir sambandið ekki geta leyst pólitísk vandamál heimsins. Mikill þrýstingur er á nú FIFA að meina Ísrael þátttöku í keppnum á vegum sambandsins vegna þjóðarmorðs ísraelska hersins á Palestínumönnum. Í síðasta mánuði komst nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna að þeirri niðurstöðu að Ísrael væri að fremja þjóðarmorð í Palestínu. Þrátt fyrir það fær Ísrael enn að taka þátt í keppnum á vegum FIFA sem og annarra sambanda á borð við UEFA og FIBA. Infantino ræddi þetta stuttlega á blaðamannafundi í höfuðstöðvum FIFA. Hinn 55 ára gamli Ítali segir FIFA gera það sem í valdi þess stendur til að nota „kraft fótboltans“ til að sameina fólk í sundruðum heimi. „Hugur okkar er hjá þeim sem eiga um sárt að binda í hinum mörgu átökum um heim allan. Mikilvægustu skilaboðin sem fótboltinn getur sent eru þau er varða frið og samheldni,“ bætti forsetinn við. „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins en getur, og verður, að nýta fótboltann til að virkja samheldni ásamt menningar- og mannúðarlegum gildum.“ Landslið Ísraels fá enn að taka þátt í hinum ýmsu keppnum og þá er Maccabi Tel Aviv í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Mannréttindarhreyfingin Amnesty International hefur hvatt FIFA og UEFA til að vísa Ísrael úr mótum á þeirra vegum. Er bent á að Rússlandi og liðum þar í landi var vísað úr keppnum á vegum sambandanna eftir innrás Rússa í Úkraínu. Victor Montgliani, varaforseti FIFA, sagði á dögunum að UEFA ætti að taka ákvörðun sem þessa. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þá lofað því að berjast gegn öllum tilraunum til að koma í veg fyrir að Ísrael fái að taka þátt. Ísrael heldur áfram að neita því að um þjóðarmorð sé að ræða þó öll sönnunargögn bendi til annars. Fótbolti FIFA Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. 22. september 2025 08:36 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Sjá meira
Í síðasta mánuði komst nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna að þeirri niðurstöðu að Ísrael væri að fremja þjóðarmorð í Palestínu. Þrátt fyrir það fær Ísrael enn að taka þátt í keppnum á vegum FIFA sem og annarra sambanda á borð við UEFA og FIBA. Infantino ræddi þetta stuttlega á blaðamannafundi í höfuðstöðvum FIFA. Hinn 55 ára gamli Ítali segir FIFA gera það sem í valdi þess stendur til að nota „kraft fótboltans“ til að sameina fólk í sundruðum heimi. „Hugur okkar er hjá þeim sem eiga um sárt að binda í hinum mörgu átökum um heim allan. Mikilvægustu skilaboðin sem fótboltinn getur sent eru þau er varða frið og samheldni,“ bætti forsetinn við. „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins en getur, og verður, að nýta fótboltann til að virkja samheldni ásamt menningar- og mannúðarlegum gildum.“ Landslið Ísraels fá enn að taka þátt í hinum ýmsu keppnum og þá er Maccabi Tel Aviv í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Mannréttindarhreyfingin Amnesty International hefur hvatt FIFA og UEFA til að vísa Ísrael úr mótum á þeirra vegum. Er bent á að Rússlandi og liðum þar í landi var vísað úr keppnum á vegum sambandanna eftir innrás Rússa í Úkraínu. Victor Montgliani, varaforseti FIFA, sagði á dögunum að UEFA ætti að taka ákvörðun sem þessa. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þá lofað því að berjast gegn öllum tilraunum til að koma í veg fyrir að Ísrael fái að taka þátt. Ísrael heldur áfram að neita því að um þjóðarmorð sé að ræða þó öll sönnunargögn bendi til annars.
Fótbolti FIFA Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. 22. september 2025 08:36 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Sjá meira
Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. 22. september 2025 08:36