Innlent

Frelsisflotinn stöðvaður og á­rás á bæna­hús gyðinga í Manchester

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um árásina sem gerð var á bænahús gyðinga í Manchester í morgun þar sem tveir hið minnsta létu lífið.

Mikið lið lögreglu er enn á vettvangi og Starmer forsætisráðherra yfirgaf leiðtogafund í Kaupmannahöfn sem hófst í morgun. 

Þá fjöllum við um Frelsisflotann sem var stöðvaður af Ísraelum í nótt og í morgun. Mörghundruð eru í haldi en íslenska tónslistarkonan Magga Stína segist hvergi banginn, en hún er um borð í skipi á sömu leið.

Einnig fjöllum við um áðurnefndan leiðtogafund og fræðumst um POTS-heilkennið en þeir sem þjást af því eru ósáttir við Sjúkratryggingar Íslands.

Í sportinu verður svo hitað upp fyrir Evrópuleik Blika í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×