Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2025 15:32 Bragi Guðmundsson og félagar í Ármanni leika sinn fyrsta leik í efstu deild í 44 ár þegar þeir sækja Álftanes heim í kvöld. Nýliðarnir tveir í Bónus deild karla hefja leik í kvöld eftir langa fjarveru frá efstu deild. ÍA spilaði síðast þar tímabilið 1999-00 en enn lengra er síðan Ármann var meðal þeirra bestu. Þá var ekki búið að taka upp þriggja stiga skotið á Íslandi og úrslitakeppnin hafði ekki verið sett á laggirnar. Ármenningar fara út á Álftanes í kvöld og leika þar sinn fyrsta leik í efstu deild frá tímabilinu 1980-81. Það tímabil var erfitt fyrir Ármann en liðið tapaði nítján af tuttugu leikjum sínum og endaði í neðsta sæti deildarinnar. Í síðasta leik sínum í efstu deild, þann 20. febrúar 1981, tapaði Ármann með sextíu stiga mun fyrir Njarðvík, 126-66. Bandaríkjamaðurinn Danny Shouse skoraði hvorki fleiri né færri en 55 stig í leiknum fyrir 16.296 dögum. Dýrðardagar Ármanns voru um miðjan 8. áratug síðustu aldar. Liðið varð bikarmeistari tvö ár í röð, 1975 og 1976, og einnig Íslandsmeistari seinna árið með því að vinna þrettán af fjórtán leikjum sínum. Tveimur árum síðar, 1978, tapaði Ármann öllum fjórtán leikjum sínum í deildinni og féll. Ármenningar eru að hefja sitt 23. tímabil í efstu deild. Liðið hefur spilað 220 leiki, unnið 104 og tapað 116. Síðasti sigurleikur Ármanns kom gegn ÍS 20. nóvember 1980, 57-67. Hraður uppgangur Eftir fimm tímabil í C-deild vann Ármann sér sæti í B-deild vorið 2022. Ármenningar enduðu í 7. sæti hennar tímabilið 2022-23 og í 10. sæti 2023-24. Liðið vann þá aðeins sex af 22 leikjum sínum en mikill viðsnúningur varð á genginu á síðasta tímabili. Ármann vann þá fimmtán leiki og endaði í 2. sæti. Í umspili um sæti í Bónus deildinni sló Ármann fyrst Breiðablik út, 3-1, og vann svo Hamar, 3-2, eftir oddaleik í Laugardalshöllinni. Styrkt sig í sumar Ármann hefur fengið þekktar stærðir úr Bónus deildinni til liðs við sig í sumar. Bragi Guðmundsson kom frá Grindavík og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, Marek Dolezaj, kom einnig í Laugardalinn. Þá fengu Ármenningar Daniel Love, fyrrverandi leikmaður Álftaness og Hauka, og Bandaríkjamanninn Dibaji Walker. Hann er sonur Samaki Walker sem varð NBA-meistari með Los Angeles Lakers 2002. Sem fyrr sagði mætir Ármann Álftanesi á útivelli í kvöld. Fyrsti heimaleikur liðsins er eftir viku en þá taka Ármenningar á móti KR-ingum í Laugardalshöllinni. Leikur Álftaness og Ármanns hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland 4. Fylgst verður með öllum leikjunum í Bónus deildinni í Skiptiborðinu sem hefst klukkan 19:10 á Sýn Sport Ísland. Bónus-deild karla Ármann Tengdar fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Nýliðar Ármanns í Bónus-deild karla hafa fengið svigrúm til að bæta við sig erlendum leikmanni eftir að Cedric Bowen fékk íslenskan ríkisborgarétt í gær. 15. júlí 2025 20:16 Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Það er ekkert lát á NBA innstreyminu í Bónus deildina en nýliðar Ármanns hafa samið við framherjann Dibaji Walker um að leika með liðinu á komandi tímabili. 11. júlí 2025 17:33 Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Bragi Guðmundsson ákvað að semja við nýliða Ármanns í Bónus-deild karla fyrir næsta tímabil. Hann ætlar sér stóra hluti í Laugardalnum næsta vetur. 25. júní 2025 10:02 Bragi semur við nýliðana Bragi Guðmundsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Ármanns um að leika með nýliðunum á næsta tímabili í Bónus deild karla. Bragi kemur til Ármanns frá Grindavík, þar sem hann spilaði seinni hluta síðasta tímabils eftir að hafa snúið heim úr bandaríska háskólaboltanum. 20. júní 2025 14:48 Dolezaj til liðs við nýliðana Nýliðar Ármanns hafa samið við slóvakíska framherjann Marek Dolezaj um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Bónus-deild karla í körfubolta. 17. júní 2025 23:15 Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Þjálfari Ármanns, Steinar Kaldal, gat náttúrlega ekki verið annað en ánægður með að hafa tryggt sér upp í Bónus deildina á næsta tímabili. Hann sagði að þetta væri risastór stund fyrir félagið enda bæði kvenna- og karlaflokkur búin að tryggja sér sæti í Bónus deildunum á næsta tímabili. Ármann lagði HAmar í oddaleik 91-85 í æsispennandi leik sem réðst á loka andartökunum. 12. maí 2025 21:36 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Ármenningar fara út á Álftanes í kvöld og leika þar sinn fyrsta leik í efstu deild frá tímabilinu 1980-81. Það tímabil var erfitt fyrir Ármann en liðið tapaði nítján af tuttugu leikjum sínum og endaði í neðsta sæti deildarinnar. Í síðasta leik sínum í efstu deild, þann 20. febrúar 1981, tapaði Ármann með sextíu stiga mun fyrir Njarðvík, 126-66. Bandaríkjamaðurinn Danny Shouse skoraði hvorki fleiri né færri en 55 stig í leiknum fyrir 16.296 dögum. Dýrðardagar Ármanns voru um miðjan 8. áratug síðustu aldar. Liðið varð bikarmeistari tvö ár í röð, 1975 og 1976, og einnig Íslandsmeistari seinna árið með því að vinna þrettán af fjórtán leikjum sínum. Tveimur árum síðar, 1978, tapaði Ármann öllum fjórtán leikjum sínum í deildinni og féll. Ármenningar eru að hefja sitt 23. tímabil í efstu deild. Liðið hefur spilað 220 leiki, unnið 104 og tapað 116. Síðasti sigurleikur Ármanns kom gegn ÍS 20. nóvember 1980, 57-67. Hraður uppgangur Eftir fimm tímabil í C-deild vann Ármann sér sæti í B-deild vorið 2022. Ármenningar enduðu í 7. sæti hennar tímabilið 2022-23 og í 10. sæti 2023-24. Liðið vann þá aðeins sex af 22 leikjum sínum en mikill viðsnúningur varð á genginu á síðasta tímabili. Ármann vann þá fimmtán leiki og endaði í 2. sæti. Í umspili um sæti í Bónus deildinni sló Ármann fyrst Breiðablik út, 3-1, og vann svo Hamar, 3-2, eftir oddaleik í Laugardalshöllinni. Styrkt sig í sumar Ármann hefur fengið þekktar stærðir úr Bónus deildinni til liðs við sig í sumar. Bragi Guðmundsson kom frá Grindavík og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, Marek Dolezaj, kom einnig í Laugardalinn. Þá fengu Ármenningar Daniel Love, fyrrverandi leikmaður Álftaness og Hauka, og Bandaríkjamanninn Dibaji Walker. Hann er sonur Samaki Walker sem varð NBA-meistari með Los Angeles Lakers 2002. Sem fyrr sagði mætir Ármann Álftanesi á útivelli í kvöld. Fyrsti heimaleikur liðsins er eftir viku en þá taka Ármenningar á móti KR-ingum í Laugardalshöllinni. Leikur Álftaness og Ármanns hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland 4. Fylgst verður með öllum leikjunum í Bónus deildinni í Skiptiborðinu sem hefst klukkan 19:10 á Sýn Sport Ísland.
Bónus-deild karla Ármann Tengdar fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Nýliðar Ármanns í Bónus-deild karla hafa fengið svigrúm til að bæta við sig erlendum leikmanni eftir að Cedric Bowen fékk íslenskan ríkisborgarétt í gær. 15. júlí 2025 20:16 Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Það er ekkert lát á NBA innstreyminu í Bónus deildina en nýliðar Ármanns hafa samið við framherjann Dibaji Walker um að leika með liðinu á komandi tímabili. 11. júlí 2025 17:33 Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Bragi Guðmundsson ákvað að semja við nýliða Ármanns í Bónus-deild karla fyrir næsta tímabil. Hann ætlar sér stóra hluti í Laugardalnum næsta vetur. 25. júní 2025 10:02 Bragi semur við nýliðana Bragi Guðmundsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Ármanns um að leika með nýliðunum á næsta tímabili í Bónus deild karla. Bragi kemur til Ármanns frá Grindavík, þar sem hann spilaði seinni hluta síðasta tímabils eftir að hafa snúið heim úr bandaríska háskólaboltanum. 20. júní 2025 14:48 Dolezaj til liðs við nýliðana Nýliðar Ármanns hafa samið við slóvakíska framherjann Marek Dolezaj um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Bónus-deild karla í körfubolta. 17. júní 2025 23:15 Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Þjálfari Ármanns, Steinar Kaldal, gat náttúrlega ekki verið annað en ánægður með að hafa tryggt sér upp í Bónus deildina á næsta tímabili. Hann sagði að þetta væri risastór stund fyrir félagið enda bæði kvenna- og karlaflokkur búin að tryggja sér sæti í Bónus deildunum á næsta tímabili. Ármann lagði HAmar í oddaleik 91-85 í æsispennandi leik sem réðst á loka andartökunum. 12. maí 2025 21:36 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Nýliðar Ármanns í Bónus-deild karla hafa fengið svigrúm til að bæta við sig erlendum leikmanni eftir að Cedric Bowen fékk íslenskan ríkisborgarétt í gær. 15. júlí 2025 20:16
Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Það er ekkert lát á NBA innstreyminu í Bónus deildina en nýliðar Ármanns hafa samið við framherjann Dibaji Walker um að leika með liðinu á komandi tímabili. 11. júlí 2025 17:33
Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Bragi Guðmundsson ákvað að semja við nýliða Ármanns í Bónus-deild karla fyrir næsta tímabil. Hann ætlar sér stóra hluti í Laugardalnum næsta vetur. 25. júní 2025 10:02
Bragi semur við nýliðana Bragi Guðmundsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Ármanns um að leika með nýliðunum á næsta tímabili í Bónus deild karla. Bragi kemur til Ármanns frá Grindavík, þar sem hann spilaði seinni hluta síðasta tímabils eftir að hafa snúið heim úr bandaríska háskólaboltanum. 20. júní 2025 14:48
Dolezaj til liðs við nýliðana Nýliðar Ármanns hafa samið við slóvakíska framherjann Marek Dolezaj um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Bónus-deild karla í körfubolta. 17. júní 2025 23:15
Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Þjálfari Ármanns, Steinar Kaldal, gat náttúrlega ekki verið annað en ánægður með að hafa tryggt sér upp í Bónus deildina á næsta tímabili. Hann sagði að þetta væri risastór stund fyrir félagið enda bæði kvenna- og karlaflokkur búin að tryggja sér sæti í Bónus deildunum á næsta tímabili. Ármann lagði HAmar í oddaleik 91-85 í æsispennandi leik sem réðst á loka andartökunum. 12. maí 2025 21:36