Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2025 15:32 Bragi Guðmundsson og félagar í Ármanni leika sinn fyrsta leik í efstu deild í 44 ár þegar þeir sækja Álftanes heim í kvöld. Nýliðarnir tveir í Bónus deild karla hefja leik í kvöld eftir langa fjarveru frá efstu deild. ÍA spilaði síðast þar tímabilið 1999-00 en enn lengra er síðan Ármann var meðal þeirra bestu. Þá var ekki búið að taka upp þriggja stiga skotið á Íslandi og úrslitakeppnin hafði ekki verið sett á laggirnar. Ármenningar fara út á Álftanes í kvöld og leika þar sinn fyrsta leik í efstu deild frá tímabilinu 1980-81. Það tímabil var erfitt fyrir Ármann en liðið tapaði nítján af tuttugu leikjum sínum og endaði í neðsta sæti deildarinnar. Í síðasta leik sínum í efstu deild, þann 20. febrúar 1981, tapaði Ármann með sextíu stiga mun fyrir Njarðvík, 126-66. Bandaríkjamaðurinn Danny Shouse skoraði hvorki fleiri né færri en 55 stig í leiknum fyrir 16.296 dögum. Dýrðardagar Ármanns voru um miðjan 8. áratug síðustu aldar. Liðið varð bikarmeistari tvö ár í röð, 1975 og 1976, og einnig Íslandsmeistari seinna árið með því að vinna þrettán af fjórtán leikjum sínum. Tveimur árum síðar, 1978, tapaði Ármann öllum fjórtán leikjum sínum í deildinni og féll. Ármenningar eru að hefja sitt 23. tímabil í efstu deild. Liðið hefur spilað 220 leiki, unnið 104 og tapað 116. Síðasti sigurleikur Ármanns kom gegn ÍS 20. nóvember 1980, 57-67. Hraður uppgangur Eftir fimm tímabil í C-deild vann Ármann sér sæti í B-deild vorið 2022. Ármenningar enduðu í 7. sæti hennar tímabilið 2022-23 og í 10. sæti 2023-24. Liðið vann þá aðeins sex af 22 leikjum sínum en mikill viðsnúningur varð á genginu á síðasta tímabili. Ármann vann þá fimmtán leiki og endaði í 2. sæti. Í umspili um sæti í Bónus deildinni sló Ármann fyrst Breiðablik út, 3-1, og vann svo Hamar, 3-2, eftir oddaleik í Laugardalshöllinni. Styrkt sig í sumar Ármann hefur fengið þekktar stærðir úr Bónus deildinni til liðs við sig í sumar. Bragi Guðmundsson kom frá Grindavík og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, Marek Dolezaj, kom einnig í Laugardalinn. Þá fengu Ármenningar Daniel Love, fyrrverandi leikmaður Álftaness og Hauka, og Bandaríkjamanninn Dibaji Walker. Hann er sonur Samaki Walker sem varð NBA-meistari með Los Angeles Lakers 2002. Sem fyrr sagði mætir Ármann Álftanesi á útivelli í kvöld. Fyrsti heimaleikur liðsins er eftir viku en þá taka Ármenningar á móti KR-ingum í Laugardalshöllinni. Leikur Álftaness og Ármanns hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland 4. Fylgst verður með öllum leikjunum í Bónus deildinni í Skiptiborðinu sem hefst klukkan 19:10 á Sýn Sport Ísland. Bónus-deild karla Ármann Tengdar fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Nýliðar Ármanns í Bónus-deild karla hafa fengið svigrúm til að bæta við sig erlendum leikmanni eftir að Cedric Bowen fékk íslenskan ríkisborgarétt í gær. 15. júlí 2025 20:16 Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Það er ekkert lát á NBA innstreyminu í Bónus deildina en nýliðar Ármanns hafa samið við framherjann Dibaji Walker um að leika með liðinu á komandi tímabili. 11. júlí 2025 17:33 Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Bragi Guðmundsson ákvað að semja við nýliða Ármanns í Bónus-deild karla fyrir næsta tímabil. Hann ætlar sér stóra hluti í Laugardalnum næsta vetur. 25. júní 2025 10:02 Bragi semur við nýliðana Bragi Guðmundsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Ármanns um að leika með nýliðunum á næsta tímabili í Bónus deild karla. Bragi kemur til Ármanns frá Grindavík, þar sem hann spilaði seinni hluta síðasta tímabils eftir að hafa snúið heim úr bandaríska háskólaboltanum. 20. júní 2025 14:48 Dolezaj til liðs við nýliðana Nýliðar Ármanns hafa samið við slóvakíska framherjann Marek Dolezaj um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Bónus-deild karla í körfubolta. 17. júní 2025 23:15 Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Þjálfari Ármanns, Steinar Kaldal, gat náttúrlega ekki verið annað en ánægður með að hafa tryggt sér upp í Bónus deildina á næsta tímabili. Hann sagði að þetta væri risastór stund fyrir félagið enda bæði kvenna- og karlaflokkur búin að tryggja sér sæti í Bónus deildunum á næsta tímabili. Ármann lagði HAmar í oddaleik 91-85 í æsispennandi leik sem réðst á loka andartökunum. 12. maí 2025 21:36 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Ármenningar fara út á Álftanes í kvöld og leika þar sinn fyrsta leik í efstu deild frá tímabilinu 1980-81. Það tímabil var erfitt fyrir Ármann en liðið tapaði nítján af tuttugu leikjum sínum og endaði í neðsta sæti deildarinnar. Í síðasta leik sínum í efstu deild, þann 20. febrúar 1981, tapaði Ármann með sextíu stiga mun fyrir Njarðvík, 126-66. Bandaríkjamaðurinn Danny Shouse skoraði hvorki fleiri né færri en 55 stig í leiknum fyrir 16.296 dögum. Dýrðardagar Ármanns voru um miðjan 8. áratug síðustu aldar. Liðið varð bikarmeistari tvö ár í röð, 1975 og 1976, og einnig Íslandsmeistari seinna árið með því að vinna þrettán af fjórtán leikjum sínum. Tveimur árum síðar, 1978, tapaði Ármann öllum fjórtán leikjum sínum í deildinni og féll. Ármenningar eru að hefja sitt 23. tímabil í efstu deild. Liðið hefur spilað 220 leiki, unnið 104 og tapað 116. Síðasti sigurleikur Ármanns kom gegn ÍS 20. nóvember 1980, 57-67. Hraður uppgangur Eftir fimm tímabil í C-deild vann Ármann sér sæti í B-deild vorið 2022. Ármenningar enduðu í 7. sæti hennar tímabilið 2022-23 og í 10. sæti 2023-24. Liðið vann þá aðeins sex af 22 leikjum sínum en mikill viðsnúningur varð á genginu á síðasta tímabili. Ármann vann þá fimmtán leiki og endaði í 2. sæti. Í umspili um sæti í Bónus deildinni sló Ármann fyrst Breiðablik út, 3-1, og vann svo Hamar, 3-2, eftir oddaleik í Laugardalshöllinni. Styrkt sig í sumar Ármann hefur fengið þekktar stærðir úr Bónus deildinni til liðs við sig í sumar. Bragi Guðmundsson kom frá Grindavík og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, Marek Dolezaj, kom einnig í Laugardalinn. Þá fengu Ármenningar Daniel Love, fyrrverandi leikmaður Álftaness og Hauka, og Bandaríkjamanninn Dibaji Walker. Hann er sonur Samaki Walker sem varð NBA-meistari með Los Angeles Lakers 2002. Sem fyrr sagði mætir Ármann Álftanesi á útivelli í kvöld. Fyrsti heimaleikur liðsins er eftir viku en þá taka Ármenningar á móti KR-ingum í Laugardalshöllinni. Leikur Álftaness og Ármanns hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland 4. Fylgst verður með öllum leikjunum í Bónus deildinni í Skiptiborðinu sem hefst klukkan 19:10 á Sýn Sport Ísland.
Bónus-deild karla Ármann Tengdar fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Nýliðar Ármanns í Bónus-deild karla hafa fengið svigrúm til að bæta við sig erlendum leikmanni eftir að Cedric Bowen fékk íslenskan ríkisborgarétt í gær. 15. júlí 2025 20:16 Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Það er ekkert lát á NBA innstreyminu í Bónus deildina en nýliðar Ármanns hafa samið við framherjann Dibaji Walker um að leika með liðinu á komandi tímabili. 11. júlí 2025 17:33 Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Bragi Guðmundsson ákvað að semja við nýliða Ármanns í Bónus-deild karla fyrir næsta tímabil. Hann ætlar sér stóra hluti í Laugardalnum næsta vetur. 25. júní 2025 10:02 Bragi semur við nýliðana Bragi Guðmundsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Ármanns um að leika með nýliðunum á næsta tímabili í Bónus deild karla. Bragi kemur til Ármanns frá Grindavík, þar sem hann spilaði seinni hluta síðasta tímabils eftir að hafa snúið heim úr bandaríska háskólaboltanum. 20. júní 2025 14:48 Dolezaj til liðs við nýliðana Nýliðar Ármanns hafa samið við slóvakíska framherjann Marek Dolezaj um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Bónus-deild karla í körfubolta. 17. júní 2025 23:15 Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Þjálfari Ármanns, Steinar Kaldal, gat náttúrlega ekki verið annað en ánægður með að hafa tryggt sér upp í Bónus deildina á næsta tímabili. Hann sagði að þetta væri risastór stund fyrir félagið enda bæði kvenna- og karlaflokkur búin að tryggja sér sæti í Bónus deildunum á næsta tímabili. Ármann lagði HAmar í oddaleik 91-85 í æsispennandi leik sem réðst á loka andartökunum. 12. maí 2025 21:36 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Nýliðar Ármanns í Bónus-deild karla hafa fengið svigrúm til að bæta við sig erlendum leikmanni eftir að Cedric Bowen fékk íslenskan ríkisborgarétt í gær. 15. júlí 2025 20:16
Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Það er ekkert lát á NBA innstreyminu í Bónus deildina en nýliðar Ármanns hafa samið við framherjann Dibaji Walker um að leika með liðinu á komandi tímabili. 11. júlí 2025 17:33
Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Bragi Guðmundsson ákvað að semja við nýliða Ármanns í Bónus-deild karla fyrir næsta tímabil. Hann ætlar sér stóra hluti í Laugardalnum næsta vetur. 25. júní 2025 10:02
Bragi semur við nýliðana Bragi Guðmundsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Ármanns um að leika með nýliðunum á næsta tímabili í Bónus deild karla. Bragi kemur til Ármanns frá Grindavík, þar sem hann spilaði seinni hluta síðasta tímabils eftir að hafa snúið heim úr bandaríska háskólaboltanum. 20. júní 2025 14:48
Dolezaj til liðs við nýliðana Nýliðar Ármanns hafa samið við slóvakíska framherjann Marek Dolezaj um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Bónus-deild karla í körfubolta. 17. júní 2025 23:15
Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Þjálfari Ármanns, Steinar Kaldal, gat náttúrlega ekki verið annað en ánægður með að hafa tryggt sér upp í Bónus deildina á næsta tímabili. Hann sagði að þetta væri risastór stund fyrir félagið enda bæði kvenna- og karlaflokkur búin að tryggja sér sæti í Bónus deildunum á næsta tímabili. Ármann lagði HAmar í oddaleik 91-85 í æsispennandi leik sem réðst á loka andartökunum. 12. maí 2025 21:36