Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2025 06:02 Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Vísir/Vilhelm Níu af hverjum tíu ríkisstofnunum greiða starfsfólki svokallaða fasta yfirvinnu, það er laun fyrir ótímamælda yfirvinnu. Þá er slíkt fyrirkomulag algengast hjá ráðuneytum og stjórnsýslustofnunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs sem telur tímabært að taka á fyrirkomulaginu og greiða einungis fyrir tímamælda yfirvinnu. Í úttektinni kemur fram að fyrirkomulagið sé útbreitt en útfærsla þess afar misjöfn, meira að segja milli áþekkra stofnana. Á meðan níu af hverjum tíu ríkisstofnunum greiða starfsfólki svokallaða fasta yfirvinnu eru 22 sem greiða engum starfsmanni fyrir slíkt. Þá greiða jafn margar stofnanir 1-10 prósentum starfsfólks fasta yfirvinnu og fimmtán sem greiða yfir 90 prósent af starfsfólki fasta yfirvinnu. Torveldi launasamanburð Föst yfirvinna byggi á ákvörðunum stofnana sem meta hvort starfsskyldur starfsmanna krefjist vinnuframlags umfram hefðbundinn vinnutíma og greiði þeim þá fasta yfirvinnu óháð því hvort hún sé unnin eða ekki. Þetta fyrirkomulag sé algengt hjá ríkisstofnunum en að sögn Viðskiptaráðs greiðir 51 stofnun meira en helmingi starfsfólks fasta yfirvinnu. „Árið 2024 var föst yfirvinna að meðaltali 17,4 stundir á mánuði hjá starfsmönnum ríkisins sem fengu greidd yfirvinnu. Þetta mikla magn fastrar yfirvinnu í bland við útbreiðslu fyrirkomulagsins torveldar launasamanburð hjá ríkinu. Það á sérstaklega við í tilfelli samanburðar grunnlauna milli ríkisins og almenna vinnumarkaðarins, þar sem föst yfirvinna tíðkast ekki á þeim síðarnefnda.“ Algengast í ráðuneytum Þá segir enn fremur í úttekt Viðskiptaráðs að föst yfirvinna sé algengust hjá ráðuneytum og stjórnsýslustofnunum. Fyrirkomulagið geti þó verið misjafnt eftir tegundum stofnana og sé til dæmis sjaldgæfast í heilbrigðisstofnunum, þjónustustofnunum og meðal sýslumanna. Svör fjármála- og efnahagsráðuneytisins gefi til kynna að 29 prósent starfsmanna stofnana sé ekki unnt að sinna þeim verkefnum sem starfslýsing þeirra gerir ráð fyrir innan hefðbundins vinnutíma. Á sama tíma sé þessi vinna ekki tímamæld líkt og hefðbundin yfirvinna. Tvö ráðuneyti greiði nær öllum fasta yfirvinnu Í úttekt Viðskiptaráðs kemur fram að í öllum ráðuneytum fái yfir 70 prósent starfsfólks greitt fyrir fasta yfirvinnu. Hlutfallið sé hæst í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu þar sem 96 prósent starfsmanna fái greitt fyrir fasta yfirvinnu. Þar á eftir komi dómsmálaráðuneytið, þar sem hlutfallið er 94 prósent. Hlutfallið er lægst í atvinnuvegaráðuneytinu, þar sem 74 prósent fá greitt fyrir fasta yfirvinnu. Þá kemur fram að utanríkisráðuneytið er eina ráðuneytið sem borgi starfsfólki sínu tímamælda yfirvinnu í einhverjum mæli. Tæplega 20 prósent starfsfólks þar fái greidda tímamælda yfirvinnu, en í öðrum ráðuneytum er það hlutfall undir 2 prósent. Þannig sé nær öll yfirvinna sem greitt er fyrir í ráðuneytunum föst og ótímamæld. Sjö stofnanir greiði yfir 100 prósent starfsfólks yfirvinnu Fram kemur í úttekt Viðskiptaráðs að á sjö stofnunum fari samtala fastrar og tímamældrar vinnu yfir 100 prósent. Út frá því megi álykta að hluti starfsmanna þessara stofnana fái greidd bæði fasta og tímamælda yfirvinnu. Það þýði að mögulegt sé að viðkomandi fái greitt tvöfalda yfirvinnu fyrir sama vinnuframlag þar sem önnur tegund yfirvinnunnar er ekki mæld. Um þriðjungur starfsmanna Hagstofu Íslands fá greidda bæði fasta yfirvinnu og tímamælda yfirvinnu. Í tilfelli Geislavarna ríkisins er hlutfall þeirra sem fá greitt fyrir bæði fasta og tímamælda yfirvinnu tæp 14%. Föst yfirvinna misjöfn milli sambærilegra stofnana Þá segir í úttektinni að hjá lögregluembættunum fái þrefalt fleiri greidda fasta yfirvinnu þar sem hún sé mest, samanborið við þar sem hún er minnst. Hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sé 89 prósent starfsfólks með fasta greidda yfirvinnu en hlutfallið aðeins 24 prósent hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Því sé fyrirkomulag fastrar yfirvinnu afar misjafnt jafnvel þótt eðli stofnananna sé nokkurn veginn hið sama. Því sé mikið ósamræmi í útfærslu fyrirkomulagsins. Tímabært að breyta Viðskiptaráð segist telja tímabært að leggja niður fyrirkomulag fastrar yfirvinnu og greiða einungis fyrir tímamælda yfirvinnu. Þannig mætti útrýma þeim göllum sem fylgja fyrirkomulaginu sem einkum séu þrír. „Í fyrsta lagi er föst yfirvinna notuð sem falin launauppbót. Í öðru lagi getur hún falið í sér óeðlilega mismunum þar sem sumir vinna fyrir greiddri yfirvinnu á meðan aðrir gera það ekki. Í þriðja lagi er mikið misræmi í útfærslu fyrirkomulagsins milli stofnanna, jafnvel þeirra sem sinna sömu þjónustu. Með breyttu fyrirkomulagi mætti tryggja aukið jafnræði og gagnsæi, bæði innan stofnana og milli stofnana.“ Er tekið fram í úttektinni að áður hafi verið bent á galla fyrirkomulagsins, meðal annars af lögfræðingi Læknafélags Íslands sem skrifað hafi í Læknablaðið: „Almennt má segja að samningar um yfirvinnu á föstum forsendum séu óheppilegir. Þeir fela í sér óeðlilega mismunun og minnka gegnsæi og skýrleika í launaákvörðun.“ Þá vísar Viðskiptaráð til endurskoðunarskýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem segir að ljóst sé að föst yfirvinna sé notuð til að hækka grunnlaun starfsmanna með óskýrum og ógagnsæjum hætti. Sem dæmi hafi stofnanir með mikla fasta yfirvinnu gefið þær skýringar að „stofnanasamningar starfsmanna ríkisins væru of þröngir og því yrði að brúa bilið milli raunverulegra launa og launa samkvæmt kjara- og stofnanasamningum með þessum hætti.“ Föst yfirvinna hafi aukist þvert á markmið eldri kjarasamninga. Um 75 prósent stofnana greiddu starfsfólki fyrir fasta yfirvinnu árið 2009 en hlutfallið var 90 prósent árið 2024. Í kjarasamningum árið 2006 hafi verið stefnt að því að þessar greiðslur rynnu inn í sameiginlega launatöflu en ljóst sé að það hafi mistekist. Stjórnsýsla Vinnumarkaður Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Í úttektinni kemur fram að fyrirkomulagið sé útbreitt en útfærsla þess afar misjöfn, meira að segja milli áþekkra stofnana. Á meðan níu af hverjum tíu ríkisstofnunum greiða starfsfólki svokallaða fasta yfirvinnu eru 22 sem greiða engum starfsmanni fyrir slíkt. Þá greiða jafn margar stofnanir 1-10 prósentum starfsfólks fasta yfirvinnu og fimmtán sem greiða yfir 90 prósent af starfsfólki fasta yfirvinnu. Torveldi launasamanburð Föst yfirvinna byggi á ákvörðunum stofnana sem meta hvort starfsskyldur starfsmanna krefjist vinnuframlags umfram hefðbundinn vinnutíma og greiði þeim þá fasta yfirvinnu óháð því hvort hún sé unnin eða ekki. Þetta fyrirkomulag sé algengt hjá ríkisstofnunum en að sögn Viðskiptaráðs greiðir 51 stofnun meira en helmingi starfsfólks fasta yfirvinnu. „Árið 2024 var föst yfirvinna að meðaltali 17,4 stundir á mánuði hjá starfsmönnum ríkisins sem fengu greidd yfirvinnu. Þetta mikla magn fastrar yfirvinnu í bland við útbreiðslu fyrirkomulagsins torveldar launasamanburð hjá ríkinu. Það á sérstaklega við í tilfelli samanburðar grunnlauna milli ríkisins og almenna vinnumarkaðarins, þar sem föst yfirvinna tíðkast ekki á þeim síðarnefnda.“ Algengast í ráðuneytum Þá segir enn fremur í úttekt Viðskiptaráðs að föst yfirvinna sé algengust hjá ráðuneytum og stjórnsýslustofnunum. Fyrirkomulagið geti þó verið misjafnt eftir tegundum stofnana og sé til dæmis sjaldgæfast í heilbrigðisstofnunum, þjónustustofnunum og meðal sýslumanna. Svör fjármála- og efnahagsráðuneytisins gefi til kynna að 29 prósent starfsmanna stofnana sé ekki unnt að sinna þeim verkefnum sem starfslýsing þeirra gerir ráð fyrir innan hefðbundins vinnutíma. Á sama tíma sé þessi vinna ekki tímamæld líkt og hefðbundin yfirvinna. Tvö ráðuneyti greiði nær öllum fasta yfirvinnu Í úttekt Viðskiptaráðs kemur fram að í öllum ráðuneytum fái yfir 70 prósent starfsfólks greitt fyrir fasta yfirvinnu. Hlutfallið sé hæst í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu þar sem 96 prósent starfsmanna fái greitt fyrir fasta yfirvinnu. Þar á eftir komi dómsmálaráðuneytið, þar sem hlutfallið er 94 prósent. Hlutfallið er lægst í atvinnuvegaráðuneytinu, þar sem 74 prósent fá greitt fyrir fasta yfirvinnu. Þá kemur fram að utanríkisráðuneytið er eina ráðuneytið sem borgi starfsfólki sínu tímamælda yfirvinnu í einhverjum mæli. Tæplega 20 prósent starfsfólks þar fái greidda tímamælda yfirvinnu, en í öðrum ráðuneytum er það hlutfall undir 2 prósent. Þannig sé nær öll yfirvinna sem greitt er fyrir í ráðuneytunum föst og ótímamæld. Sjö stofnanir greiði yfir 100 prósent starfsfólks yfirvinnu Fram kemur í úttekt Viðskiptaráðs að á sjö stofnunum fari samtala fastrar og tímamældrar vinnu yfir 100 prósent. Út frá því megi álykta að hluti starfsmanna þessara stofnana fái greidd bæði fasta og tímamælda yfirvinnu. Það þýði að mögulegt sé að viðkomandi fái greitt tvöfalda yfirvinnu fyrir sama vinnuframlag þar sem önnur tegund yfirvinnunnar er ekki mæld. Um þriðjungur starfsmanna Hagstofu Íslands fá greidda bæði fasta yfirvinnu og tímamælda yfirvinnu. Í tilfelli Geislavarna ríkisins er hlutfall þeirra sem fá greitt fyrir bæði fasta og tímamælda yfirvinnu tæp 14%. Föst yfirvinna misjöfn milli sambærilegra stofnana Þá segir í úttektinni að hjá lögregluembættunum fái þrefalt fleiri greidda fasta yfirvinnu þar sem hún sé mest, samanborið við þar sem hún er minnst. Hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sé 89 prósent starfsfólks með fasta greidda yfirvinnu en hlutfallið aðeins 24 prósent hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Því sé fyrirkomulag fastrar yfirvinnu afar misjafnt jafnvel þótt eðli stofnananna sé nokkurn veginn hið sama. Því sé mikið ósamræmi í útfærslu fyrirkomulagsins. Tímabært að breyta Viðskiptaráð segist telja tímabært að leggja niður fyrirkomulag fastrar yfirvinnu og greiða einungis fyrir tímamælda yfirvinnu. Þannig mætti útrýma þeim göllum sem fylgja fyrirkomulaginu sem einkum séu þrír. „Í fyrsta lagi er föst yfirvinna notuð sem falin launauppbót. Í öðru lagi getur hún falið í sér óeðlilega mismunum þar sem sumir vinna fyrir greiddri yfirvinnu á meðan aðrir gera það ekki. Í þriðja lagi er mikið misræmi í útfærslu fyrirkomulagsins milli stofnanna, jafnvel þeirra sem sinna sömu þjónustu. Með breyttu fyrirkomulagi mætti tryggja aukið jafnræði og gagnsæi, bæði innan stofnana og milli stofnana.“ Er tekið fram í úttektinni að áður hafi verið bent á galla fyrirkomulagsins, meðal annars af lögfræðingi Læknafélags Íslands sem skrifað hafi í Læknablaðið: „Almennt má segja að samningar um yfirvinnu á föstum forsendum séu óheppilegir. Þeir fela í sér óeðlilega mismunun og minnka gegnsæi og skýrleika í launaákvörðun.“ Þá vísar Viðskiptaráð til endurskoðunarskýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem segir að ljóst sé að föst yfirvinna sé notuð til að hækka grunnlaun starfsmanna með óskýrum og ógagnsæjum hætti. Sem dæmi hafi stofnanir með mikla fasta yfirvinnu gefið þær skýringar að „stofnanasamningar starfsmanna ríkisins væru of þröngir og því yrði að brúa bilið milli raunverulegra launa og launa samkvæmt kjara- og stofnanasamningum með þessum hætti.“ Föst yfirvinna hafi aukist þvert á markmið eldri kjarasamninga. Um 75 prósent stofnana greiddu starfsfólki fyrir fasta yfirvinnu árið 2009 en hlutfallið var 90 prósent árið 2024. Í kjarasamningum árið 2006 hafi verið stefnt að því að þessar greiðslur rynnu inn í sameiginlega launatöflu en ljóst sé að það hafi mistekist.
Stjórnsýsla Vinnumarkaður Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira