Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. október 2025 07:02 Qarabag er með fullt hús stiga í Meistaradeildinni. Aziz Karimov/Getty Images Eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni er Qarabag eitt af sex liðum með fullt hús stiga. Margir leikmenn liðsins eru einnig landsliðsmenn Aserbaísjan, sem steinlá á dögunum fyrir Íslandi í 5-0 sigri strákanna okkar á Laugardalsvelli. Qarabag hefur fagnað frábæru gengi í fyrstu tveimur umferðunum og er með fullt hús stiga, líkt og Bayern Munchen, Real Madrid, PSG, Inter og Arsenal. Qarabag vann FC Kaupmannahöfn 2-0 á heimavelli í gær eftir að hafa sótt 2-3 endurkomusigur gegn Benfica í Portúgal í fyrstu umferðinni. 🇦🇿 Before this season, a club from Azerbaijan had NEVER won a game in the Champions League Group/League Phase!Qarabağ have just won BACK TO BACK Champions League games as they beat FC Copenhagen 2-0 having beaten Benfica the previous Matchday! pic.twitter.com/pObWLAMtr9— The European Football Express (@TheEuroFE) October 1, 2025 Vinstri bakvörðurinn Elvin Jafarquliyev hefur staðið sig með prýði í þeim leikjum en hann átti í miklum vandræðum með Jón Dag Þorsteinsson, sem lagði tvö mörk upp gegn Aserbaísjan á Laugardalsvelli. Sömu sögu má segja af miðverðinum Bahlul Mustafazade, sem tókst að halda marki Qarabag í hreinu í gær, en stóð sig ekki jafn vel þegar hann dekkaði Guðlaug Victor Pálsson í fyrsta marki Íslands. Framherjinn Narim Akhundzade átti öfluga innkomu í gær og lagði annað mark Qarabag upp, en komst lítið á boltann í leiknum gegn Íslandi. Fyrir stuðningsmenn Íslands, sem sáu leikinn gegn Aserbaísjan er ansi magnað að fylgjast með góðu gengi Qarabag í Meistaradeildinni. Alls eru sjö leikmenn Qarabag landsliðsmenn Aserbaísjan. Þeir þrír sem taldir eru upp hér fyrir ofan en einnig Abbas Husyenov, Tural Bayramov og Musa Qurbanli, hægri bakvörður, miðjumaður og framherji landsliðsins. Þeir hafa allir komið inn af varamannabekknum fyrir Qarabag í fyrstu tveimur umferðunum í Meistaradeildinni en hinir þrír hafa verið byrjunarliðsmenn. Markvörður landsliðsins, Shakhruddin Magomedaliyev, er svo varamarkmaður Qarabag og spilar lítið. 🇦🇿😳 Gurban Gurbanov has been the manager of Qarabag since 2008! In 2017, Gurbanov guided Qarabag to the group stages of the UEFA Champions League, which made them the first ever Azerbaijani team to do so. Now, his Qarabag team have won 2/2 games in the league phase. 👏 pic.twitter.com/krgBn7Vpi4— EuroFoot (@eurofootcom) October 1, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Qarabag hefur fagnað frábæru gengi í fyrstu tveimur umferðunum og er með fullt hús stiga, líkt og Bayern Munchen, Real Madrid, PSG, Inter og Arsenal. Qarabag vann FC Kaupmannahöfn 2-0 á heimavelli í gær eftir að hafa sótt 2-3 endurkomusigur gegn Benfica í Portúgal í fyrstu umferðinni. 🇦🇿 Before this season, a club from Azerbaijan had NEVER won a game in the Champions League Group/League Phase!Qarabağ have just won BACK TO BACK Champions League games as they beat FC Copenhagen 2-0 having beaten Benfica the previous Matchday! pic.twitter.com/pObWLAMtr9— The European Football Express (@TheEuroFE) October 1, 2025 Vinstri bakvörðurinn Elvin Jafarquliyev hefur staðið sig með prýði í þeim leikjum en hann átti í miklum vandræðum með Jón Dag Þorsteinsson, sem lagði tvö mörk upp gegn Aserbaísjan á Laugardalsvelli. Sömu sögu má segja af miðverðinum Bahlul Mustafazade, sem tókst að halda marki Qarabag í hreinu í gær, en stóð sig ekki jafn vel þegar hann dekkaði Guðlaug Victor Pálsson í fyrsta marki Íslands. Framherjinn Narim Akhundzade átti öfluga innkomu í gær og lagði annað mark Qarabag upp, en komst lítið á boltann í leiknum gegn Íslandi. Fyrir stuðningsmenn Íslands, sem sáu leikinn gegn Aserbaísjan er ansi magnað að fylgjast með góðu gengi Qarabag í Meistaradeildinni. Alls eru sjö leikmenn Qarabag landsliðsmenn Aserbaísjan. Þeir þrír sem taldir eru upp hér fyrir ofan en einnig Abbas Husyenov, Tural Bayramov og Musa Qurbanli, hægri bakvörður, miðjumaður og framherji landsliðsins. Þeir hafa allir komið inn af varamannabekknum fyrir Qarabag í fyrstu tveimur umferðunum í Meistaradeildinni en hinir þrír hafa verið byrjunarliðsmenn. Markvörður landsliðsins, Shakhruddin Magomedaliyev, er svo varamarkmaður Qarabag og spilar lítið. 🇦🇿😳 Gurban Gurbanov has been the manager of Qarabag since 2008! In 2017, Gurbanov guided Qarabag to the group stages of the UEFA Champions League, which made them the first ever Azerbaijani team to do so. Now, his Qarabag team have won 2/2 games in the league phase. 👏 pic.twitter.com/krgBn7Vpi4— EuroFoot (@eurofootcom) October 1, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira