Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2025 16:51 Kjarnokurverið í Sapórisjía er það stærsta í Evrópu. AP Kælikerfi kjarnorkuversins í Sapórisjía í Úkraínu eru enn keyrð á ljósavélum, rúmri viku eftir að síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið slitnaði. Yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA) segir ástandið alvarlegt og nauðsynlegt að tengja orkuverið aftur við stöðugt rafmagn til að draga úr hættunni á því að kjarnakljúfar orkuversins bræði úr sér, með tilheyrandi hamförum. Kjarnorkuverið er í höndum Rússa, sem náðu stjórn á því tiltölulega snemma í innrás þeirra í Úkraínu. Síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið, sem er það stærsta í Evrópu, slitnaði þann 23. september. Rússar segja Úkraínumönnum um að kenna en Úkraínumenn segja línuna hafa slitnað í stórskotaliðsárás Rússa. Slökkt hefur verið á sex kjarnakljúfum orkuversins um nokkuð skeið en orka er þrátt fyrir það nauðsynleg til að kæla kljúfana og koma þannig í veg fyrir að þeir bræði úr sér. Kjarnorkuverið hefur nokkrum sinnum áður verið rafmagnslaust en aldrei svona lengi. Rafael Grossi, yfirmaður IAEA, hefur fundað með úkraínskum og rússneskum ráðamönnum og reynt að ná samkomulagi um að koma rafmagni aftur á í kjarnorkuverinu. AP fréttaveitan hefur eftir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að ljósavélar orkuversins hafi ekki verið hannaðar til að keyra eins lengi og þurft hefur að nota þær. Fari svo að ljósavélarnar bili eða verði eldsneytislausar gæti skapast verulega hættulegt ástand sem gæti líkst kjarnorkuslysinu í Fukushima í Japan árið 2011 eða jafnvel slysinu þegar kjarnakljúfur sprakk í Tjernóbil árið 1986. Það orkuver er í um fimm hundruð kílómetra fjarlægð frá orkuverinu í Sapórisjía. Sjá einnig: Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Orkuverið hefur áður orðið rafmagnslaust frá því innrás Rússa hófst en aldrei svo lengi. Kjarnorkusérfræðingur hjá Greenpeace í Úkraínu hefur sagt að gervihnattamyndir bendi til þess að Rússar séu að reyna að gangsetja að minnsta kosti einn af kjarnakljúfum orkuversins og tengja það við hernumdu borgirnar Melítópol og Maríupól. Síðasta desember hafi Rússar byrjað að reisa rafmagnslínur með þetta í huga. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Kjarnorkuverið er í höndum Rússa, sem náðu stjórn á því tiltölulega snemma í innrás þeirra í Úkraínu. Síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið, sem er það stærsta í Evrópu, slitnaði þann 23. september. Rússar segja Úkraínumönnum um að kenna en Úkraínumenn segja línuna hafa slitnað í stórskotaliðsárás Rússa. Slökkt hefur verið á sex kjarnakljúfum orkuversins um nokkuð skeið en orka er þrátt fyrir það nauðsynleg til að kæla kljúfana og koma þannig í veg fyrir að þeir bræði úr sér. Kjarnorkuverið hefur nokkrum sinnum áður verið rafmagnslaust en aldrei svona lengi. Rafael Grossi, yfirmaður IAEA, hefur fundað með úkraínskum og rússneskum ráðamönnum og reynt að ná samkomulagi um að koma rafmagni aftur á í kjarnorkuverinu. AP fréttaveitan hefur eftir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að ljósavélar orkuversins hafi ekki verið hannaðar til að keyra eins lengi og þurft hefur að nota þær. Fari svo að ljósavélarnar bili eða verði eldsneytislausar gæti skapast verulega hættulegt ástand sem gæti líkst kjarnorkuslysinu í Fukushima í Japan árið 2011 eða jafnvel slysinu þegar kjarnakljúfur sprakk í Tjernóbil árið 1986. Það orkuver er í um fimm hundruð kílómetra fjarlægð frá orkuverinu í Sapórisjía. Sjá einnig: Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Orkuverið hefur áður orðið rafmagnslaust frá því innrás Rússa hófst en aldrei svo lengi. Kjarnorkusérfræðingur hjá Greenpeace í Úkraínu hefur sagt að gervihnattamyndir bendi til þess að Rússar séu að reyna að gangsetja að minnsta kosti einn af kjarnakljúfum orkuversins og tengja það við hernumdu borgirnar Melítópol og Maríupól. Síðasta desember hafi Rússar byrjað að reisa rafmagnslínur með þetta í huga.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira