Innlent

Biskup Ís­lands heim­sækir Úkraínu

Atli Ísleifsson skrifar
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, Eva Björk Valdimarsdóttir biskupsritari og biskupar frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi, starfsfólk norrænu kirknanna ásamt úkraínskum gestgjöfum sendinefndarinnar.
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, Eva Björk Valdimarsdóttir biskupsritari og biskupar frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi, starfsfólk norrænu kirknanna ásamt úkraínskum gestgjöfum sendinefndarinnar. Þjóðkirkjan

Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, er í Úkraínu í dag ásamt höfðuðbiskupum frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Markmið ferðarinnar er að styrkja tengsl milli norrænna kirkja og kirkjunnar í Úkraínu og sýna þeim samstöðu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni en með biskupi Íslands í för er Eva Björk Valdimarsdóttir biskupsritari.

Fram kemur að gestgjafar norrænu sendinefndarinnar séu Pavlov Shvarts, biskup lútersku kirkjunnar í Úkraínu, Epifaníus, erkibiskup úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar og samstarfsnefnd kristinna trúfélaga í Úkraínu.

Markmið ferðarinnar er að styrkja tengsl milli norrænna kirkja og kirkjunnar í Úkraínu og sýna þeim samstöðu. Kirkjurnar í Úkraínu hafa veitt almenningi margþættan og mikilvægan í stuðning frá upphafi innrásarinnar.

Á dagskrá er þverkirkjulegt helgihald, heimsókn til forseta úkraínska þingsins, Ruslan Stefanchuk, fundur með samkirkjulegu ráði kirkna og trúfélaga og fundur með kirkjulegu hjálparsamtökunum ACT Ukraine Forum. Þá var sendinefndin viðstödd minningarathöfn í Bucha þar sem borgara sem féllu fyrstu vikur stríðsins verða minnst.

Sendinefndin heimsótti jafnframt áfallahjálparmiðstöð sem rekin er af kirkjunum og hittir hjálparsamtök kirkjunnar. Fulltrúi Lútherska heimssambandsins mun kynnti þau fjölmörgu verkefni sem sambandið stendur að í Úkraínu fyrir sendinefndinni, en Þjóðkirkjan er einn af stofnaðilum Lútherska heimssambandsins.

Biskup Íslands og biskupsritari heimsækja jafnframt starfsstöð stoðtækjafyrirtækisins Össurar í Úkraínu,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×