Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2025 08:00 Liverpool leikmaðurinn Milos Kerkez svekkelsið uppmálað eftir tapið á móti Galatasaray í gærkvöldi. EPA/ERDEM SAHIN Liverpool tapaði í gærkvöldi sínum öðrum leik á stuttum tíma þegar liðið lá 1-0 fyrir tyrkneska félaginu Galatasaray í Meistaradeildinni. Liverpool goðsögnin Jamie Carragher var allt annað en sáttur á Sky Sports eftir leikinn. „Ég er ekki að horfa á topplið. Liverpool er ekki að spila fótbolta þessa dagana, þeir eru að spila körfubolta. Þeir komast ekkert áfram og ég sé ekki bestu liðin spila svona fótbolta,“ sagði Carragher. Carragher sagðist hafa rætt við Arne Slot fyrr á þessu tímabili og þá einmitt talað um þetta við hann. „Ég sagði honum frá þessu snemma á tímabilinu og hann gerir sér betur grein fyrir þessu en ég,“ sagði Carragher. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur verk að vinna.EPA/ERDEM SAHIN Tapað miklu í varnarleiknum „Hann er algjörlega frábær. Liverpool var mjög vinnusamt lið í fyrra og félagið hefur síðan stráð stjörnuryki yfir liðið með því að kaupa leikmenn í sumar. Þeir hafa samt ekki grætt mikið á því í sóknarleiknum en hafa tapað miklu í varnarleiknum,“ sagði Carragher. „Það gekk allt upp hjá honum á síðasta tímabili og hann vann ensku úrvalsdeildina sem er ótrúlegt. Nú þarf hann að fara vinna fyrir kaupinu sínu því það eru nokkur vandamál sem hann þarf að laga. Það verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir því hann er búinn að eyða miklum peningi í þessa leikmenn,“ sagði Carragher. „Newcastle yfirspilaði Liverpool í seinni hálfleik og það manni færri. Það má ekki gerast. Crystal Palace bjó til sjö góð færi um síðustu helgi. Það er meira en nokkuð annað lið á tímabilinu og Liverpool eru meistararnir,“ sagði Carragher. „Þetta hefur legið í loftinu og þarf því ekki að koma á óvart. Nú þarf knattspyrnustjórinn að laga þetta,“ sagði Carragher. Vill Wirtz út úr liðinu Sænski framherjinn Alexander Isak er einn af þessum nýju mönnum sem hafa ekki náð sér á strik en það er annar sem fær mestu gagnrýnina frá Carra. „Eins og staðan er í dag þá er jafnvægið í liðinu ekki rétt. Það er öllum augljóst að sá sem sker sig út er Florian Wirtz,“ sagði Carragher. „Hann er ungur leikmaður og koma inn í nýja deild. Hann hefur nægan tíma til að læra á þetta en eins og staðan er núna þá þarf hann að koma út úr liðinu. Núna er liðið í tómu tjóni og þetta snýst ekki bara tapleikina tvo. Þessi vandamál hafa blasað við frá fyrsta degi,“ sagði Carragher. Næsti leikur Liverpool er á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Liverpool goðsögnin Jamie Carragher var allt annað en sáttur á Sky Sports eftir leikinn. „Ég er ekki að horfa á topplið. Liverpool er ekki að spila fótbolta þessa dagana, þeir eru að spila körfubolta. Þeir komast ekkert áfram og ég sé ekki bestu liðin spila svona fótbolta,“ sagði Carragher. Carragher sagðist hafa rætt við Arne Slot fyrr á þessu tímabili og þá einmitt talað um þetta við hann. „Ég sagði honum frá þessu snemma á tímabilinu og hann gerir sér betur grein fyrir þessu en ég,“ sagði Carragher. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur verk að vinna.EPA/ERDEM SAHIN Tapað miklu í varnarleiknum „Hann er algjörlega frábær. Liverpool var mjög vinnusamt lið í fyrra og félagið hefur síðan stráð stjörnuryki yfir liðið með því að kaupa leikmenn í sumar. Þeir hafa samt ekki grætt mikið á því í sóknarleiknum en hafa tapað miklu í varnarleiknum,“ sagði Carragher. „Það gekk allt upp hjá honum á síðasta tímabili og hann vann ensku úrvalsdeildina sem er ótrúlegt. Nú þarf hann að fara vinna fyrir kaupinu sínu því það eru nokkur vandamál sem hann þarf að laga. Það verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir því hann er búinn að eyða miklum peningi í þessa leikmenn,“ sagði Carragher. „Newcastle yfirspilaði Liverpool í seinni hálfleik og það manni færri. Það má ekki gerast. Crystal Palace bjó til sjö góð færi um síðustu helgi. Það er meira en nokkuð annað lið á tímabilinu og Liverpool eru meistararnir,“ sagði Carragher. „Þetta hefur legið í loftinu og þarf því ekki að koma á óvart. Nú þarf knattspyrnustjórinn að laga þetta,“ sagði Carragher. Vill Wirtz út úr liðinu Sænski framherjinn Alexander Isak er einn af þessum nýju mönnum sem hafa ekki náð sér á strik en það er annar sem fær mestu gagnrýnina frá Carra. „Eins og staðan er í dag þá er jafnvægið í liðinu ekki rétt. Það er öllum augljóst að sá sem sker sig út er Florian Wirtz,“ sagði Carragher. „Hann er ungur leikmaður og koma inn í nýja deild. Hann hefur nægan tíma til að læra á þetta en eins og staðan er núna þá þarf hann að koma út úr liðinu. Núna er liðið í tómu tjóni og þetta snýst ekki bara tapleikina tvo. Þessi vandamál hafa blasað við frá fyrsta degi,“ sagði Carragher. Næsti leikur Liverpool er á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira