Sport

„Gott að láta ekki mót­læti brjóta sig niður“

Andri Már Eggertsson skrifar
Einar Guðnason, þjálfari Víkings, var ánægður með sigurinn
Einar Guðnason, þjálfari Víkings, var ánægður með sigurinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Víkingur vann sannfærandi 3-0 sigur gegn Val á heimavelli. Einar Guðnason, þjálfari Víkings, var afar ánægður með frammistöðuna og skemmtanagildi leiksins.

„Það var frábært fyrir okkur að halda hreinu. Eva [Ýr Helgadóttir] varði vel en á móti kemur varði Tinna [Brá Magnúsdóttir] líka víti og 2-3 færi svo áttum við skot í stöngina. Leikurinn var á köflum taktískur en það var samt skemmtilegt að horfa á þetta og það komu færi,“ sagði Einar í viðtali eftir leik.

Linda Líf Boama skoraði eina mark fyrri hálfleiks og Víkingur var með forystuna sem var sanngjarnt að mati Einars.

„Það var gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður þar sem vítið var fínt og markvarslan ennþá betri. Við héldum áfram og skoruðum gott mark.“

Einar var svekktur að hans konur hafi ekki nýtt betur öll þau færi sem þau fengu í upphafi síðari hálfleiks en það kom þó ekki að sök.

„Það væri betra að nýta þessi færi en þegar maður er að skapa sér færi þá veit maður að maður er að gera eitthvað rétt. Ég er viss um að mörkin fara að detta inn hjá Freyju [Stefánsdóttur] það er tímaspursmál.“

Ashley Jordan Clark byrjaði á bekknum en lét það ekki á sig fá og kláraði leikinn með því að skora tvö mörk.

„Hún tekur sínu hlutverki sama hvað það er og þetta er ekki í fyrsta skipti sem varamaður kemur inn á og skorar 1-2 mörk. Það var jákvætt,“ sagði Einar að lokum sáttur með sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×