Kallar þjóðaröryggisráð saman Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. september 2025 12:12 Kristrún hefur kallað þjóðaröryggisráð saman. Vísir/Anton Brink Þjóðaröryggisráð kemur saman á föstudag vegna drónaumferðar við flugvelli, bæði hér á Íslandi og í nágrannalöndum okkar. Forsætisráðherra segir grannt fylgst með, en mikilvægt sé að halda ró sinni. Í gær var greint frá því á Vísi að lögregla hafi að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningum um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Fyrra atvikið átti sér stað fjórum dögum áður en drónar sáust á sveimi yfir Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn, en við það virkjuðu Danir mikið viðbragð. Í samtali við fréttastofu segist forsætisráðherra ekki geta tjáð sig um einstaka atburði af þessu tagi. „En það er auðvitað virkt eftirlit með þessum hlutum hér á landi. Við höfum verið, ríkisstjórnin öll, sérstaklega ég og utanríkisráðherra til að mynda, í virku samtali við greiningardeild Ríkislögreglustjóra og þá aðila sem við á. Við erum auðvitað líka í samtali við kollega okkar erlendis,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Kallað hefur verið eftir því að þjóðaröryggisráð verði kallað saman vegna atburðanna í Danmörku. Meðal þeirra sem kölluðu eftir því er Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann furðaði sig um helgina á því að það hefði ekki verið gert, viku eftir að drónar flugu yfir Kastrup. „Við erum að fara að funda um þessi mál núna á föstudaginn kemur í þjóðaröryggisráði. Ég er nýbúin að boða til fundar, sérstaklega um málefni sem snúa að vörnum og öryggismálum á sviði dróna. Þar munum við kalla til okkar alla þá aðila sem þetta mál varðar, og halda utan um, fara yfir stöðuna erlendis og líka eins og þetta liggur fyrir hérna heima.“ Vel sé fylgst með gangi mála. „En á þessu stigi höldum við ró okkar og viljum bara vera meðvituð um stöðu mála erlendis. Við viljum vera tilbúin hér heima, en við höldum ró okkar eins og er.“ Eftirfarandi sitja í þjóðaröryggisráði: Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, formaður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands Smári Sigurðsson, fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar Guðrún Hafsteinsdóttir, alþingismaður Víðir Reynisson, alþingismaður Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Í gær var greint frá því á Vísi að lögregla hafi að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningum um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Fyrra atvikið átti sér stað fjórum dögum áður en drónar sáust á sveimi yfir Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn, en við það virkjuðu Danir mikið viðbragð. Í samtali við fréttastofu segist forsætisráðherra ekki geta tjáð sig um einstaka atburði af þessu tagi. „En það er auðvitað virkt eftirlit með þessum hlutum hér á landi. Við höfum verið, ríkisstjórnin öll, sérstaklega ég og utanríkisráðherra til að mynda, í virku samtali við greiningardeild Ríkislögreglustjóra og þá aðila sem við á. Við erum auðvitað líka í samtali við kollega okkar erlendis,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Kallað hefur verið eftir því að þjóðaröryggisráð verði kallað saman vegna atburðanna í Danmörku. Meðal þeirra sem kölluðu eftir því er Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann furðaði sig um helgina á því að það hefði ekki verið gert, viku eftir að drónar flugu yfir Kastrup. „Við erum að fara að funda um þessi mál núna á föstudaginn kemur í þjóðaröryggisráði. Ég er nýbúin að boða til fundar, sérstaklega um málefni sem snúa að vörnum og öryggismálum á sviði dróna. Þar munum við kalla til okkar alla þá aðila sem þetta mál varðar, og halda utan um, fara yfir stöðuna erlendis og líka eins og þetta liggur fyrir hérna heima.“ Vel sé fylgst með gangi mála. „En á þessu stigi höldum við ró okkar og viljum bara vera meðvituð um stöðu mála erlendis. Við viljum vera tilbúin hér heima, en við höldum ró okkar eins og er.“ Eftirfarandi sitja í þjóðaröryggisráði: Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, formaður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands Smári Sigurðsson, fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar Guðrún Hafsteinsdóttir, alþingismaður Víðir Reynisson, alþingismaður
Eftirfarandi sitja í þjóðaröryggisráði: Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, formaður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands Smári Sigurðsson, fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar Guðrún Hafsteinsdóttir, alþingismaður Víðir Reynisson, alþingismaður
Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira