Sport

MetLife er nú kallað DeathLife

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Malik Nabers liggur hér sárþjáður á gervigrasinu á MetLife eftir að hafa meiðst alvarlega þar í gær.
Malik Nabers liggur hér sárþjáður á gervigrasinu á MetLife eftir að hafa meiðst alvarlega þar í gær. vísir/getty

Völlurinn þar sem úrslitaleikur HM í fótbolta fer fram á næsta ári er enn á ný undir smásjánni vegna meiðsla.

Völlurinn er MetLife völlurinn í New Jersey en hann er heimavöllur NY-liðanna, Giants og Jets, í NFL-deildinni.

Í gær slasaðist leikmaður alvarlega enn eina ferðina. Að þessu sinni var það stórstjarna NY Giants, Malik Nabers, sem virtist hafa slitið krossband á vellinum.

Leikstjórnandinn Aaron Rodgers sleit hásin eftir aðeins nokkur kerfi á vellinum er hann var að hefja feril sinn með Jets.

Langflestir hafa þó slitið krossband á gervigrasinu á MetLife. Þeirra á meðal eru Nick Bosa, Solomon Thomas, Wan´Dale Robinson, Sterling Shepard og Kyle Fuller. Öll þessi meiðsli hafa komið á síðustu fimm árum. Bosa og Thomas slitu báðir í sama leiknum.

Fyrrum stórstjarna Giants, Odell Beckham Jr., hefur fengið nóg og hvatti menn til þess í dag að sjá til þess að undirlag vallarins væri af bestu gerð. Hann kallar MetLife núna DeathLife á X.

Hann vill sjá náttúrulegt gras á vellinum eins og fleiri. Það verður sett náttúrulegt gras á völlinn fyrir HM og spurning hvort það fái að halda sér?

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×