Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2025 09:57 Birna mætti áföllum af æðruleysi og lét brottförina úr Grindavík ekki stöðva sig í að njóta lífsins og líta hlutina jákvæðum augum. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjanesbæ þann 23. september. Vísir/Arnar Birna Óladóttir húsmóðir er látinn 84 ára gömul. Birna var mikill Grindvíkingur eftir að hafa flust þangað sautján ára og vakti athygli í fjölmiðlum á miklum umbrotatímum í bæjarfélaginu þegar jarðskjálftar dundu á Grindvíkingum í Reykjaneseldum hinum síðari. Greint er frá andláti Birnu í Morgunblaðinu í dag. Hún fæddist í Grímsey, stundaði nám á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu þaðan sem hún lauk gagnfræðiprófi og stefndi á Íþróttakennaraháskólann á Laugarvatni. Sautján ára fór hún á vertíð í Grindavík til að afla fjár fyrir skólavistinni, kynntist tilvonandi eiginmanni sínum Dagbjarti Einarssyni og þau stofnuðu heimili þar. Hjónin ráku útgerðina Fiskanes um árabil, Birna var virk í félagsstarfi í bænum og var í fararbroddi í Kvenfélagi Grindavíkur. Birna Óladóttir á heimili hennar í hjúkrunarheimilinu í Grindavík kvöldið örlagaríka þegar stóru skjálftarnir gengu yfir.Vísir/Vilhelm Birna var meðal íbúa á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík þegar mikill jarðskjálfti reið yfir þann 10. nóvember 2023. Margrét Björk Jónsdóttir, þáverandi fréttamaður Sýnar, var á vettvangi og ræddi við Birnu í jarðskjálftaöldunni. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ sagði Birna í viðtali umrætt kvöld. Margréti Björk brá þegar skjálfti dundi yfir í miðju viðtali en Birna var orðin öllu vön. „Fékkstu að finna núna einn? Þeir hafa komið mikið stærri en þetta,“ sagði Birna við Margréti Björk. „Það er bara að enginn meiðist í þessu,“ sagði Birna þegar hún yfirgaf íbúð sína yfirveguð með eindæmum. Í viðtali við fréttasofu sumarið 2024 rifjaði hún upp daginn örlagaríka í Grindavík og sagði engin orð fá honum lýst. „Ég eiginlega trúði ekki að þetta væri að ske, þetta var eitthvað svo óraunverulegt. Maður á helst að sjá svona í bíómyndum eða lesa um það.“ Jónas Jónasson skráði sögu þeirra Birnu og Dagbjarts í bókinni Það liggur í loftinu, sem kom út árið 2009. Dagbjartur lést árið 2017. Börn þeirra eru fimm; Einar, Elín Þóra, Eiríkur Óli, Jón Gauti og Sigurbjörn Daði. Barnabörnin eru 18 og barnabarnabörnin sömuleiðis 18. Grindavík Andlát Tengdar fréttir Engin orð sem lýsa deginum örlagaríka í Grindavík Kona á níræðisaldri segir ekki hægt að lýsa atburðunum í Grindavík þann 10. nóvember með orðum. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarna mánuði dreymir hana um að komast aftur heim. 8. júní 2024 08:01 Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. 10. nóvember 2023 22:33 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Greint er frá andláti Birnu í Morgunblaðinu í dag. Hún fæddist í Grímsey, stundaði nám á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu þaðan sem hún lauk gagnfræðiprófi og stefndi á Íþróttakennaraháskólann á Laugarvatni. Sautján ára fór hún á vertíð í Grindavík til að afla fjár fyrir skólavistinni, kynntist tilvonandi eiginmanni sínum Dagbjarti Einarssyni og þau stofnuðu heimili þar. Hjónin ráku útgerðina Fiskanes um árabil, Birna var virk í félagsstarfi í bænum og var í fararbroddi í Kvenfélagi Grindavíkur. Birna Óladóttir á heimili hennar í hjúkrunarheimilinu í Grindavík kvöldið örlagaríka þegar stóru skjálftarnir gengu yfir.Vísir/Vilhelm Birna var meðal íbúa á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík þegar mikill jarðskjálfti reið yfir þann 10. nóvember 2023. Margrét Björk Jónsdóttir, þáverandi fréttamaður Sýnar, var á vettvangi og ræddi við Birnu í jarðskjálftaöldunni. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ sagði Birna í viðtali umrætt kvöld. Margréti Björk brá þegar skjálfti dundi yfir í miðju viðtali en Birna var orðin öllu vön. „Fékkstu að finna núna einn? Þeir hafa komið mikið stærri en þetta,“ sagði Birna við Margréti Björk. „Það er bara að enginn meiðist í þessu,“ sagði Birna þegar hún yfirgaf íbúð sína yfirveguð með eindæmum. Í viðtali við fréttasofu sumarið 2024 rifjaði hún upp daginn örlagaríka í Grindavík og sagði engin orð fá honum lýst. „Ég eiginlega trúði ekki að þetta væri að ske, þetta var eitthvað svo óraunverulegt. Maður á helst að sjá svona í bíómyndum eða lesa um það.“ Jónas Jónasson skráði sögu þeirra Birnu og Dagbjarts í bókinni Það liggur í loftinu, sem kom út árið 2009. Dagbjartur lést árið 2017. Börn þeirra eru fimm; Einar, Elín Þóra, Eiríkur Óli, Jón Gauti og Sigurbjörn Daði. Barnabörnin eru 18 og barnabarnabörnin sömuleiðis 18.
Grindavík Andlát Tengdar fréttir Engin orð sem lýsa deginum örlagaríka í Grindavík Kona á níræðisaldri segir ekki hægt að lýsa atburðunum í Grindavík þann 10. nóvember með orðum. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarna mánuði dreymir hana um að komast aftur heim. 8. júní 2024 08:01 Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. 10. nóvember 2023 22:33 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Engin orð sem lýsa deginum örlagaríka í Grindavík Kona á níræðisaldri segir ekki hægt að lýsa atburðunum í Grindavík þann 10. nóvember með orðum. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarna mánuði dreymir hana um að komast aftur heim. 8. júní 2024 08:01
Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. 10. nóvember 2023 22:33