Innlent

Krist­rún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kristrún verður í pallborði með Starmer, Carney og Albanese.
Kristrún verður í pallborði með Starmer, Carney og Albanese.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er nú stödd á ráðstefnunni Global Progress Action Summit í Lundúnum, þar sem hún tekur þátt í pallborði ásamt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, og Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. 

Pallborðið er aðalviðburður ráðstefnunnar en yfirskrift þess er „Governing for working people“, eða „Stjórnað fyrir vinnandi fólk“. Pallborðið hefst klukkan 10 og verður í beinu streymi hér að neðan. 

Kristrún mun funda með Carney í hádeginu og taka þátt í öðru pallborði seinna í dag, meðal annars með Rachel Reeves, fjármálaráðherra Bretlands.

Meðal annarra þátttekenda á ráðstefnunni í ár eru Jacinda Ardern, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja Sjálands, Pete Buttigieg, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta, J.B. Pritzker, ríkisstjóri Illinois, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og Jens Stoltenberg, fjármálaráðherra Noregs og fyrrverandi framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×