Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2025 16:13 Lundinn er friðaður samkvæmt lögum en undantekningar til veiða eru á ákveðnum tímum og á svæðum þar sem eggja- eða ungataka lunda telst til hefðbundinna hlunninda. Vísir/Vilhelm Starfsfólki dýragarðins Blijdorp í Rotterdam hefur tekist að bjarga meirihluta lundaeggja sem fundust í farangri þriggja Þjóðverja á Schiphol-flugvelli í Amsterdam í júní. Eggin voru alls 51 og með snörum handtökum klöktust út 42 ungar. „Þetta var gríðarlega vinna. Fyrsti unginn braust út úr eggi eftir aðeins fjóra daga og síðan komu fleiri smám saman,“ segir Erwin de Zwart, talsmaður dýragarðsins, í samtali við hollenska miðilinn NOS sem heimsótti dýragarðinn. „Venjulega sér móðirin um ungana, en nú þurftum við að taka það hlutverk að okkur.“ Útungunarofn í farangri Eggin fundust í handfarangri þriggja þýskra smyglara sem komu frá Íslandi. Tollvörður sem uppgötvaði þau sagðist strax hafa séð að þetta væru ekki hænuegg. Í farangri þeirra fannst einnig útungunarofn sem hélt eggjunum heitum fram að brottför. Eggin voru flutt með hraði í bíl með sírenur í fullum gangi í Blijdorp dýragarðinn sem hefur reynslu af útungun sjaldgæfra fugla, þar á meðal lunda. Allar útungunarvélar garðsins voru nýttar. Ungarnir báru sig vel, voru bólusettir og merktir. Þeir fengu að slaka á bak við tjöldin áður en gestir fengu að bera þá augum. Arðbær glæpastarfsemi Auk lundaeggja voru þýsku smyglararnir með 28 egg frá skúfönd og æðarfugli. Aðeins níu ungar lifðu úr þeim eggjum. Lundinn nýtur verndar hér á landi og sækjast smyglarar í hann samkvæmt umfjöllun NOS. Hollenska eftirlitsstofnunin NVWA hefur kallað viðskipti með verndaðar tegundir eina arðbærustu glæpastarfsemi heims. Fullorðinn lundi getur selst fyrir nokkur þúsund evrur. Einn fékk nafnið Mitchell Ungarnir í Blijdorp verða áfram þar til þeir styrkjast og verða síðan fluttir í aðra dýragarða til að taka þátt í alþjóðlegu ræktunarátaki. Þeim verður ekki sleppt lausum í náttúruna enda eigi þeir lítinn möguleika þar uppaldir af mönnum. Smyglararnir voru í síðustu viku dæmdir til að greiða 7.500 evrur í sekt hver eða sem svarar til um milljón króna. Tollvörðurinn sem fann eggin segir líklega ætla að heimsækja fuglana aftur. Stór ástæða er nýleg nafngjöf eins lundans sem hefur fengið nafnið Mitchell í höfuðið á tollverðinum en alla jafna er dýrum í Blijdorp ekki gefin nöfn. Fuglar Holland Þýskaland Smygl Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Sjá meira
„Þetta var gríðarlega vinna. Fyrsti unginn braust út úr eggi eftir aðeins fjóra daga og síðan komu fleiri smám saman,“ segir Erwin de Zwart, talsmaður dýragarðsins, í samtali við hollenska miðilinn NOS sem heimsótti dýragarðinn. „Venjulega sér móðirin um ungana, en nú þurftum við að taka það hlutverk að okkur.“ Útungunarofn í farangri Eggin fundust í handfarangri þriggja þýskra smyglara sem komu frá Íslandi. Tollvörður sem uppgötvaði þau sagðist strax hafa séð að þetta væru ekki hænuegg. Í farangri þeirra fannst einnig útungunarofn sem hélt eggjunum heitum fram að brottför. Eggin voru flutt með hraði í bíl með sírenur í fullum gangi í Blijdorp dýragarðinn sem hefur reynslu af útungun sjaldgæfra fugla, þar á meðal lunda. Allar útungunarvélar garðsins voru nýttar. Ungarnir báru sig vel, voru bólusettir og merktir. Þeir fengu að slaka á bak við tjöldin áður en gestir fengu að bera þá augum. Arðbær glæpastarfsemi Auk lundaeggja voru þýsku smyglararnir með 28 egg frá skúfönd og æðarfugli. Aðeins níu ungar lifðu úr þeim eggjum. Lundinn nýtur verndar hér á landi og sækjast smyglarar í hann samkvæmt umfjöllun NOS. Hollenska eftirlitsstofnunin NVWA hefur kallað viðskipti með verndaðar tegundir eina arðbærustu glæpastarfsemi heims. Fullorðinn lundi getur selst fyrir nokkur þúsund evrur. Einn fékk nafnið Mitchell Ungarnir í Blijdorp verða áfram þar til þeir styrkjast og verða síðan fluttir í aðra dýragarða til að taka þátt í alþjóðlegu ræktunarátaki. Þeim verður ekki sleppt lausum í náttúruna enda eigi þeir lítinn möguleika þar uppaldir af mönnum. Smyglararnir voru í síðustu viku dæmdir til að greiða 7.500 evrur í sekt hver eða sem svarar til um milljón króna. Tollvörðurinn sem fann eggin segir líklega ætla að heimsækja fuglana aftur. Stór ástæða er nýleg nafngjöf eins lundans sem hefur fengið nafnið Mitchell í höfuðið á tollverðinum en alla jafna er dýrum í Blijdorp ekki gefin nöfn.
Fuglar Holland Þýskaland Smygl Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Sjá meira