Lífið

Unnur Birna verður Elma

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Unnur Birna J. Backman fer með aðalhlutverk í nýrri glæpaseríu.
Unnur Birna J. Backman fer með aðalhlutverk í nýrri glæpaseríu. Vísir/Vilhelm

Leikkonan og rísandi stjarnan Unnur Birna Bachman fer með hlutverk Elmu í samnefndri þáttaröð sem er væntanleg næsta vetur. Serían er byggð á glæpasögunni Marrið í stiganum eftir Evu Björg Ægisdóttur.

Bókin naut gríðarlegra vinsælda og hlaut spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn. Tökur hefjast á Akranesi í byrjun október og í pistli Skessuhorns kemur fram að þær eigi að standa yfir í þrjá mánuði.

Serían Elma kemur til með að verða sex þættir og er framleidd af Glassriver. Þættirnir verða sýndir í Sjónvarpi Símans næsta haust. 

Unnur Birna, sem fór meðal annars með hlutverk í nýju íslensku þáttunum Reykjavík Fusion,  verður Elma Jónsdóttir rannsóknarlögregla sem er aðal söguhetja bókarinnar. Hún snýr aftur í heimabæ sinn eftir persónulegt áfall og segir skilið við lífið í Reykjavík. Þegar ung kona finnst látin í fjörunni stýrir Elma rannsókninni og þarf á sama tíma að mæta sínum eigin áföllum.  

Leikstjórar í seríunni eru Katrín Björgvinsdóttir og Þóra Hilmarsdóttir en um skrif sér Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir ásamt Elísabetu Hall og Urði Egilsdóttur. Framleiðandi er Andri Freyr Hlynsson.

Eva Björg Ægisdóttir rithöfundur var viðmælandi í Vísis þáttunum Jólasögu árið 2023 og má sjá viðtalið við hana hér:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.