Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2025 08:20 Aðalsteinn Kjartansson á Heimildinni er að stefna Páll Vilhjálmsson bloggara og Árvakri vegna ærumeiðandi ummæla. Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns um áfrýjunarleyfi, í máli hans gegn Páli Vilhjálmssyni. Sýknudómur Landsréttar stendur. Aðalsteinn stefndi Páli vegna ummæla sem síðarnefndi hafði uppi um hann á bloggsíðu sinni á mbl.is á rúmlega árslöngu tímabili og krafðist miskabóta. Ummælin snerust annars vegar um ásakanir á hendur Aðalsteini og fleiri blaðamönnum um að hafa byrlað Páli Steingrímssyni skipstjóra ólyfjan og stolið af honum gögnum og hins vegar um að saksóknari gæfi út ákæru á hendur blaðamönnum. Ummælin voru dæmd ómerk í héraði og Páli gert að fjarlægja þau af bloggsíðu sinni og birta dóminn á síðunni að viðlögðum dagsektum. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að ummæli Páls væru beinskeytt og óvægin, hefði Aðalsteinn haft stöðu sakbornings í svokölluðu byrlunarmáli. Þá hefði Páll verið þátttakandi í almennri umræðu um mikilvæg samfélagsleg málefni sem ætti erindi við almenning. Aðalsteinn, sem blaðamaður og opinber persóna, þyrfti að gera ráð fyrir að sæta gagnrýni vegna skrifa sinna. Aðalsteinn óskaði eftir beiðni um að áfrýja málinu til Hæstaréttar og byggði meðal annars á því að niðurstaða í málinu gæti haft fordæmisgildi um mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs. Dómur Landsréttar markaði stefnubreytingu hvað þetta varðaði. Þá væri dómurinn bersýnlega efnislega rangur. Hæstiréttur segir hins vegar í ákvörðun sinni að úrslit málsins hafi hvorki verulegt almennt gildi né varði það sérstaklega mikilvæga hagsmuni Aðalsteins í skilningi laga. „Þá verður ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi eða efni.“ Dómsmál Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglan Tjáningarfrelsi Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Sýknudómur Landsréttar stendur. Aðalsteinn stefndi Páli vegna ummæla sem síðarnefndi hafði uppi um hann á bloggsíðu sinni á mbl.is á rúmlega árslöngu tímabili og krafðist miskabóta. Ummælin snerust annars vegar um ásakanir á hendur Aðalsteini og fleiri blaðamönnum um að hafa byrlað Páli Steingrímssyni skipstjóra ólyfjan og stolið af honum gögnum og hins vegar um að saksóknari gæfi út ákæru á hendur blaðamönnum. Ummælin voru dæmd ómerk í héraði og Páli gert að fjarlægja þau af bloggsíðu sinni og birta dóminn á síðunni að viðlögðum dagsektum. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að ummæli Páls væru beinskeytt og óvægin, hefði Aðalsteinn haft stöðu sakbornings í svokölluðu byrlunarmáli. Þá hefði Páll verið þátttakandi í almennri umræðu um mikilvæg samfélagsleg málefni sem ætti erindi við almenning. Aðalsteinn, sem blaðamaður og opinber persóna, þyrfti að gera ráð fyrir að sæta gagnrýni vegna skrifa sinna. Aðalsteinn óskaði eftir beiðni um að áfrýja málinu til Hæstaréttar og byggði meðal annars á því að niðurstaða í málinu gæti haft fordæmisgildi um mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs. Dómur Landsréttar markaði stefnubreytingu hvað þetta varðaði. Þá væri dómurinn bersýnlega efnislega rangur. Hæstiréttur segir hins vegar í ákvörðun sinni að úrslit málsins hafi hvorki verulegt almennt gildi né varði það sérstaklega mikilvæga hagsmuni Aðalsteins í skilningi laga. „Þá verður ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi eða efni.“
Dómsmál Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglan Tjáningarfrelsi Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira