Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2025 08:20 Aðalsteinn Kjartansson á Heimildinni er að stefna Páll Vilhjálmsson bloggara og Árvakri vegna ærumeiðandi ummæla. Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns um áfrýjunarleyfi, í máli hans gegn Páli Vilhjálmssyni. Sýknudómur Landsréttar stendur. Aðalsteinn stefndi Páli vegna ummæla sem síðarnefndi hafði uppi um hann á bloggsíðu sinni á mbl.is á rúmlega árslöngu tímabili og krafðist miskabóta. Ummælin snerust annars vegar um ásakanir á hendur Aðalsteini og fleiri blaðamönnum um að hafa byrlað Páli Steingrímssyni skipstjóra ólyfjan og stolið af honum gögnum og hins vegar um að saksóknari gæfi út ákæru á hendur blaðamönnum. Ummælin voru dæmd ómerk í héraði og Páli gert að fjarlægja þau af bloggsíðu sinni og birta dóminn á síðunni að viðlögðum dagsektum. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að ummæli Páls væru beinskeytt og óvægin, hefði Aðalsteinn haft stöðu sakbornings í svokölluðu byrlunarmáli. Þá hefði Páll verið þátttakandi í almennri umræðu um mikilvæg samfélagsleg málefni sem ætti erindi við almenning. Aðalsteinn, sem blaðamaður og opinber persóna, þyrfti að gera ráð fyrir að sæta gagnrýni vegna skrifa sinna. Aðalsteinn óskaði eftir beiðni um að áfrýja málinu til Hæstaréttar og byggði meðal annars á því að niðurstaða í málinu gæti haft fordæmisgildi um mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs. Dómur Landsréttar markaði stefnubreytingu hvað þetta varðaði. Þá væri dómurinn bersýnlega efnislega rangur. Hæstiréttur segir hins vegar í ákvörðun sinni að úrslit málsins hafi hvorki verulegt almennt gildi né varði það sérstaklega mikilvæga hagsmuni Aðalsteins í skilningi laga. „Þá verður ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi eða efni.“ Dómsmál Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglan Tjáningarfrelsi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sýknudómur Landsréttar stendur. Aðalsteinn stefndi Páli vegna ummæla sem síðarnefndi hafði uppi um hann á bloggsíðu sinni á mbl.is á rúmlega árslöngu tímabili og krafðist miskabóta. Ummælin snerust annars vegar um ásakanir á hendur Aðalsteini og fleiri blaðamönnum um að hafa byrlað Páli Steingrímssyni skipstjóra ólyfjan og stolið af honum gögnum og hins vegar um að saksóknari gæfi út ákæru á hendur blaðamönnum. Ummælin voru dæmd ómerk í héraði og Páli gert að fjarlægja þau af bloggsíðu sinni og birta dóminn á síðunni að viðlögðum dagsektum. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að ummæli Páls væru beinskeytt og óvægin, hefði Aðalsteinn haft stöðu sakbornings í svokölluðu byrlunarmáli. Þá hefði Páll verið þátttakandi í almennri umræðu um mikilvæg samfélagsleg málefni sem ætti erindi við almenning. Aðalsteinn, sem blaðamaður og opinber persóna, þyrfti að gera ráð fyrir að sæta gagnrýni vegna skrifa sinna. Aðalsteinn óskaði eftir beiðni um að áfrýja málinu til Hæstaréttar og byggði meðal annars á því að niðurstaða í málinu gæti haft fordæmisgildi um mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs. Dómur Landsréttar markaði stefnubreytingu hvað þetta varðaði. Þá væri dómurinn bersýnlega efnislega rangur. Hæstiréttur segir hins vegar í ákvörðun sinni að úrslit málsins hafi hvorki verulegt almennt gildi né varði það sérstaklega mikilvæga hagsmuni Aðalsteins í skilningi laga. „Þá verður ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi eða efni.“
Dómsmál Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglan Tjáningarfrelsi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira