Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2025 07:30 Hvað var Hugo Ekitike eiginlega að hugsa? Getty Franski framherjinn Hugo Ekitike hefur farið frábærlega af stað með Liverpool en verður í banni gegn Crystal Palace á laugardaginn eftir vægast sagt heimskulega hegðun að mati Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool. Ekitike hefur þegar skorað þrjú mörk og átt eina stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn Southampton í deildabikarnum í gærkvöld. Þegar hann fagnaði sigurmarkinu í gær fór hann hins vegar úr treyjunni sinni og hélt á henni fyrir framan stuðningsmenn. Ekki aðeins þýddi þetta gult spjald heldur hafði Ekitike þegar fengið áminningu í leiknum og var því rekinn af velli, eins og sjá má hér að neðan. Manni færri héldu Liverpool-menn út í lokin en Slot var bersýnilega ekki skemmt yfir hegðun Frakkans. „Þetta er ekki bara [heimska] út af því að þetta var hans seinna [gula spjald] – þetta hefði verið heimska þó að hann hefði ekki verið búinn að fá gult,“ sagði Slot hreinskilinn eftir leik. Hefði sjálfur alltaf bent á Chiesa „Kannski er ég gamaldags en ég skoraði talsvert af mörkum – ekki á þessu stigi en samt – og ef maður fór framhjá þremur varnarmönnum og smellti boltanum í hornið þá gat maður kannski látið eins og allt snerist um mann sjálfan. En ef ég skoraði svona mark [eins og Ekitike í gær] þá hefði ég hlaupið til Chiesa og sagt: Þetta snýst um þig Federico – frábær stoðsending, frábært hlaup og ég þurfti ekki að gera mikið. En kannski er ég bara gamaldags. Þetta var heimskulegt á allan hátt. Það góða er að liðsfélagar hans hjálpuðu honum að koma sigrinum í höfn en núna verður hann í banni á laugardaginn og það er alls ekki hentugt,“ sagði Slot. "It was stupid, in every sense" 😬Arne Slot was not pleased with Hugo Ekitke after he received a second yellow card for taking his shirt off while celebrating 🟥 pic.twitter.com/mBsyHapKmN— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 23, 2025 Bað alla afsökunar eftir leik Stjórinn hefur mikið rætt um hve varlega hann ætli sér að fara með Alexander Isak eftir komu hans frá Newcastle, til að fyrirbyggja meiðsli. Isak skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í gær og virðist nú líklegur til þurfa að byrja leikinn á laugardaginn. Ekitike sendi frá sér afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir leikinn: „Ég var svo spenntur yfir að hjálpa liðinu mínu að landa öðrum sigri hérna á heimavelli, í fyrsta leiknum mínum í deildabikarnum. Tilfinningarnar báru mig ofurliði. Ég vil biðja alla rauðu fjölskylduna afsökunar. Ég vil þakka stuðningsmönnum fyrir allan stuðninginn við okkur og liðsfélögunum fyrir sigurinn!“ Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Ekitike hefur þegar skorað þrjú mörk og átt eina stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn Southampton í deildabikarnum í gærkvöld. Þegar hann fagnaði sigurmarkinu í gær fór hann hins vegar úr treyjunni sinni og hélt á henni fyrir framan stuðningsmenn. Ekki aðeins þýddi þetta gult spjald heldur hafði Ekitike þegar fengið áminningu í leiknum og var því rekinn af velli, eins og sjá má hér að neðan. Manni færri héldu Liverpool-menn út í lokin en Slot var bersýnilega ekki skemmt yfir hegðun Frakkans. „Þetta er ekki bara [heimska] út af því að þetta var hans seinna [gula spjald] – þetta hefði verið heimska þó að hann hefði ekki verið búinn að fá gult,“ sagði Slot hreinskilinn eftir leik. Hefði sjálfur alltaf bent á Chiesa „Kannski er ég gamaldags en ég skoraði talsvert af mörkum – ekki á þessu stigi en samt – og ef maður fór framhjá þremur varnarmönnum og smellti boltanum í hornið þá gat maður kannski látið eins og allt snerist um mann sjálfan. En ef ég skoraði svona mark [eins og Ekitike í gær] þá hefði ég hlaupið til Chiesa og sagt: Þetta snýst um þig Federico – frábær stoðsending, frábært hlaup og ég þurfti ekki að gera mikið. En kannski er ég bara gamaldags. Þetta var heimskulegt á allan hátt. Það góða er að liðsfélagar hans hjálpuðu honum að koma sigrinum í höfn en núna verður hann í banni á laugardaginn og það er alls ekki hentugt,“ sagði Slot. "It was stupid, in every sense" 😬Arne Slot was not pleased with Hugo Ekitke after he received a second yellow card for taking his shirt off while celebrating 🟥 pic.twitter.com/mBsyHapKmN— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 23, 2025 Bað alla afsökunar eftir leik Stjórinn hefur mikið rætt um hve varlega hann ætli sér að fara með Alexander Isak eftir komu hans frá Newcastle, til að fyrirbyggja meiðsli. Isak skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í gær og virðist nú líklegur til þurfa að byrja leikinn á laugardaginn. Ekitike sendi frá sér afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir leikinn: „Ég var svo spenntur yfir að hjálpa liðinu mínu að landa öðrum sigri hérna á heimavelli, í fyrsta leiknum mínum í deildabikarnum. Tilfinningarnar báru mig ofurliði. Ég vil biðja alla rauðu fjölskylduna afsökunar. Ég vil þakka stuðningsmönnum fyrir allan stuðninginn við okkur og liðsfélögunum fyrir sigurinn!“
Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira