Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2025 07:30 Hvað var Hugo Ekitike eiginlega að hugsa? Getty Franski framherjinn Hugo Ekitike hefur farið frábærlega af stað með Liverpool en verður í banni gegn Crystal Palace á laugardaginn eftir vægast sagt heimskulega hegðun að mati Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool. Ekitike hefur þegar skorað þrjú mörk og átt eina stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn Southampton í deildabikarnum í gærkvöld. Þegar hann fagnaði sigurmarkinu í gær fór hann hins vegar úr treyjunni sinni og hélt á henni fyrir framan stuðningsmenn. Ekki aðeins þýddi þetta gult spjald heldur hafði Ekitike þegar fengið áminningu í leiknum og var því rekinn af velli, eins og sjá má hér að neðan. Manni færri héldu Liverpool-menn út í lokin en Slot var bersýnilega ekki skemmt yfir hegðun Frakkans. „Þetta er ekki bara [heimska] út af því að þetta var hans seinna [gula spjald] – þetta hefði verið heimska þó að hann hefði ekki verið búinn að fá gult,“ sagði Slot hreinskilinn eftir leik. Hefði sjálfur alltaf bent á Chiesa „Kannski er ég gamaldags en ég skoraði talsvert af mörkum – ekki á þessu stigi en samt – og ef maður fór framhjá þremur varnarmönnum og smellti boltanum í hornið þá gat maður kannski látið eins og allt snerist um mann sjálfan. En ef ég skoraði svona mark [eins og Ekitike í gær] þá hefði ég hlaupið til Chiesa og sagt: Þetta snýst um þig Federico – frábær stoðsending, frábært hlaup og ég þurfti ekki að gera mikið. En kannski er ég bara gamaldags. Þetta var heimskulegt á allan hátt. Það góða er að liðsfélagar hans hjálpuðu honum að koma sigrinum í höfn en núna verður hann í banni á laugardaginn og það er alls ekki hentugt,“ sagði Slot. "It was stupid, in every sense" 😬Arne Slot was not pleased with Hugo Ekitke after he received a second yellow card for taking his shirt off while celebrating 🟥 pic.twitter.com/mBsyHapKmN— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 23, 2025 Bað alla afsökunar eftir leik Stjórinn hefur mikið rætt um hve varlega hann ætli sér að fara með Alexander Isak eftir komu hans frá Newcastle, til að fyrirbyggja meiðsli. Isak skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í gær og virðist nú líklegur til þurfa að byrja leikinn á laugardaginn. Ekitike sendi frá sér afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir leikinn: „Ég var svo spenntur yfir að hjálpa liðinu mínu að landa öðrum sigri hérna á heimavelli, í fyrsta leiknum mínum í deildabikarnum. Tilfinningarnar báru mig ofurliði. Ég vil biðja alla rauðu fjölskylduna afsökunar. Ég vil þakka stuðningsmönnum fyrir allan stuðninginn við okkur og liðsfélögunum fyrir sigurinn!“ Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Ekitike hefur þegar skorað þrjú mörk og átt eina stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn Southampton í deildabikarnum í gærkvöld. Þegar hann fagnaði sigurmarkinu í gær fór hann hins vegar úr treyjunni sinni og hélt á henni fyrir framan stuðningsmenn. Ekki aðeins þýddi þetta gult spjald heldur hafði Ekitike þegar fengið áminningu í leiknum og var því rekinn af velli, eins og sjá má hér að neðan. Manni færri héldu Liverpool-menn út í lokin en Slot var bersýnilega ekki skemmt yfir hegðun Frakkans. „Þetta er ekki bara [heimska] út af því að þetta var hans seinna [gula spjald] – þetta hefði verið heimska þó að hann hefði ekki verið búinn að fá gult,“ sagði Slot hreinskilinn eftir leik. Hefði sjálfur alltaf bent á Chiesa „Kannski er ég gamaldags en ég skoraði talsvert af mörkum – ekki á þessu stigi en samt – og ef maður fór framhjá þremur varnarmönnum og smellti boltanum í hornið þá gat maður kannski látið eins og allt snerist um mann sjálfan. En ef ég skoraði svona mark [eins og Ekitike í gær] þá hefði ég hlaupið til Chiesa og sagt: Þetta snýst um þig Federico – frábær stoðsending, frábært hlaup og ég þurfti ekki að gera mikið. En kannski er ég bara gamaldags. Þetta var heimskulegt á allan hátt. Það góða er að liðsfélagar hans hjálpuðu honum að koma sigrinum í höfn en núna verður hann í banni á laugardaginn og það er alls ekki hentugt,“ sagði Slot. "It was stupid, in every sense" 😬Arne Slot was not pleased with Hugo Ekitke after he received a second yellow card for taking his shirt off while celebrating 🟥 pic.twitter.com/mBsyHapKmN— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 23, 2025 Bað alla afsökunar eftir leik Stjórinn hefur mikið rætt um hve varlega hann ætli sér að fara með Alexander Isak eftir komu hans frá Newcastle, til að fyrirbyggja meiðsli. Isak skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í gær og virðist nú líklegur til þurfa að byrja leikinn á laugardaginn. Ekitike sendi frá sér afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir leikinn: „Ég var svo spenntur yfir að hjálpa liðinu mínu að landa öðrum sigri hérna á heimavelli, í fyrsta leiknum mínum í deildabikarnum. Tilfinningarnar báru mig ofurliði. Ég vil biðja alla rauðu fjölskylduna afsökunar. Ég vil þakka stuðningsmönnum fyrir allan stuðninginn við okkur og liðsfélögunum fyrir sigurinn!“
Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira