„Þetta var óvenjuleg ræða“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 06:00 Þorgerður Katrín segir ræðu Trump minna á að Íslendingar verði að brýna málstað sinn um mikilvægi alþjóðakerfisins Vísir/EPA Utanríkisráðherra segir ræðu Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hafa verið óvenjulega. Mikilvægt sé að standa vörð um alþjóðakerfið í núverandi mynd og stofnanir þess, ekki síst fyrir smáríki á borð við Ísland. Donald Trump Bandaríkjaforseti skaut föstum skotum í margar áttir í árlegri ræðu forseta Bandaríkjanna frammi fyrir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Um var að ræða hans fyrstu frá því hann tók við embættinu að nýju. Hann fór hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar og spurði meðal annars berum orðum hver tilgangur þeirra væri. Hún þjónaði litlum tilgangi öðrum en að skrifa innihaldslaus bréf. Þá fór Trump hörðum orðum um innflytjendastefnu vestrænna ríkja, sakaði Sameinuðu þjóðirnar um að standa að innrás innflytjenda í þau og sagði sérstaklega að Evrópa væri í miklum vandræðum. Her innflytjenda hefði ráðist þar inn, þar sem þar ríki pólitískur réttrúnaður og að ráðamenn þar aðhafist ekkert. Ræðan var rædd í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum greindi ræðuna og sagði forsetann hrista upp í hlutum þó ræðan væri uppfull af rangfærslum. Mikilvægt að tala fyrir alþjóðakerfinu „Þetta var óvenjuleg ræða og hann fór um víðan völl, meðal annars margt sem ég get í grundvallaratriðum verið ósammála,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra um ræðuna en hún er stödd í New York þar sem hún hefur setið allsherjarþingið. Nefnir Þorgerður sérstaklega alþjóðakerfið líkt og það er í dag, með stofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar. Íslendingar hafi síðustu ár og áratugina talað fyrir þessu kerfi. „Sameinuðu þjóðirnar eru vagga alþjóðakerfisins og mikilvægur hlekkur þess að tryggja að lönd virði alþjóðalög og að kerfið einfaldlega fúnkerfi. Þetta var nokkuð óvenjuleg ræða og þess þá heldur brýnir hún mig og okkur að tala fyrir ekki síst okkar gildum og halda þeim á lofti eins og við höfum verið að gera hér á þessu þingi.“ Hún segist hafa ítrekað þá afstöðu Íslands í óformlegum og formlegum samræðum við aðra þjóðarleiðtoga, þá sérstaklega smærri þjóða. „Því það eru ekki síst við sem eigum mikið undir að þetta kerfi virki, að þetta fylgi ekki hentistefnu þar sem voldugar þjóðir geti ráðið öllu. Það eru grunngildi okkar Íslendinga.“ Þorgerður minnir á að tvöhundruð þjóðir eigi aðild að Sameinuðu þjóðunum. Stóra myndin sé sú að alþjóðakerfið verði að virka, ekki sé hægt að afneita ýmsum staðreyndum vísindanna og nauðsynlegt að styðja við vísindasamfélagið og veita þeim frelsi til að stunda sínar rannsóknir. Tekur ekki undir tal um helvíti Hún segir ekki hægt að taka undir með Bandaríkjaforseta að vestræn ríki á borð við evrópsk séu á leið til helvítis sökum innflytjendastefnu. Evrópsk ríki hafi þvert á móti brugðist við og skerpt á reglum til að stýra betur straumi innflytjenda. „En það sem Evrópa gerir líka vel er að gera það meðvitað og með alþjóðalög í huga, mannréttindalög um leið og Evrópa er að ná betri stjórn á landamærunum. Sjáum það bara sem við erum að gera heima á Íslandi, nálgumst þessi mál af festu og með aga en ekki með öfgum heldur án öfga og með mannúðarlög í huga.“ Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skaut föstum skotum í margar áttir í árlegri ræðu forseta Bandaríkjanna frammi fyrir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Um var að ræða hans fyrstu frá því hann tók við embættinu að nýju. Hann fór hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar og spurði meðal annars berum orðum hver tilgangur þeirra væri. Hún þjónaði litlum tilgangi öðrum en að skrifa innihaldslaus bréf. Þá fór Trump hörðum orðum um innflytjendastefnu vestrænna ríkja, sakaði Sameinuðu þjóðirnar um að standa að innrás innflytjenda í þau og sagði sérstaklega að Evrópa væri í miklum vandræðum. Her innflytjenda hefði ráðist þar inn, þar sem þar ríki pólitískur réttrúnaður og að ráðamenn þar aðhafist ekkert. Ræðan var rædd í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum greindi ræðuna og sagði forsetann hrista upp í hlutum þó ræðan væri uppfull af rangfærslum. Mikilvægt að tala fyrir alþjóðakerfinu „Þetta var óvenjuleg ræða og hann fór um víðan völl, meðal annars margt sem ég get í grundvallaratriðum verið ósammála,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra um ræðuna en hún er stödd í New York þar sem hún hefur setið allsherjarþingið. Nefnir Þorgerður sérstaklega alþjóðakerfið líkt og það er í dag, með stofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar. Íslendingar hafi síðustu ár og áratugina talað fyrir þessu kerfi. „Sameinuðu þjóðirnar eru vagga alþjóðakerfisins og mikilvægur hlekkur þess að tryggja að lönd virði alþjóðalög og að kerfið einfaldlega fúnkerfi. Þetta var nokkuð óvenjuleg ræða og þess þá heldur brýnir hún mig og okkur að tala fyrir ekki síst okkar gildum og halda þeim á lofti eins og við höfum verið að gera hér á þessu þingi.“ Hún segist hafa ítrekað þá afstöðu Íslands í óformlegum og formlegum samræðum við aðra þjóðarleiðtoga, þá sérstaklega smærri þjóða. „Því það eru ekki síst við sem eigum mikið undir að þetta kerfi virki, að þetta fylgi ekki hentistefnu þar sem voldugar þjóðir geti ráðið öllu. Það eru grunngildi okkar Íslendinga.“ Þorgerður minnir á að tvöhundruð þjóðir eigi aðild að Sameinuðu þjóðunum. Stóra myndin sé sú að alþjóðakerfið verði að virka, ekki sé hægt að afneita ýmsum staðreyndum vísindanna og nauðsynlegt að styðja við vísindasamfélagið og veita þeim frelsi til að stunda sínar rannsóknir. Tekur ekki undir tal um helvíti Hún segir ekki hægt að taka undir með Bandaríkjaforseta að vestræn ríki á borð við evrópsk séu á leið til helvítis sökum innflytjendastefnu. Evrópsk ríki hafi þvert á móti brugðist við og skerpt á reglum til að stýra betur straumi innflytjenda. „En það sem Evrópa gerir líka vel er að gera það meðvitað og með alþjóðalög í huga, mannréttindalög um leið og Evrópa er að ná betri stjórn á landamærunum. Sjáum það bara sem við erum að gera heima á Íslandi, nálgumst þessi mál af festu og með aga en ekki með öfgum heldur án öfga og með mannúðarlög í huga.“
Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent