Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2025 17:07 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins veltir fyrir sér hver stýrir landinu nú um mundir. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vill að þjóðaröryggisráð Íslands verði kallað saman þegar í stað í ljósi vendinga í nágrannalöndum Íslands þar sem flugvöllum var lokað vegna drónaflugs í gærkvöldi. Hún spyr hver taki ákvarðanir um stjórn landsins nú þegar bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru erlendis. Líkt og fram hefur komið stöðvaðist flugumferð um Kastrup flugvöll og Gardenmoen flugvöll í gærkvöldi og í nótt. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt um alvarlegustu árásina gegn dönskum innviðum að ræða til þessa. Enn er til rannsóknar hver ber ábyrgð á drónafluginu, Volodómír Selenskí forseti Úkraínu hefur sagt fullum fetum að það séu Rússar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eru báðar staddar í Bandaríkjunum þar sem þær sækja nú allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Inga Sæland félagsmálaráðherra er því starfandi forsætisráðherra. Hún sagði í samtali við fréttastofu í morgun að málið væri litið alvarlegum augum. Gagnrýnir Ingu fyrir ákvarðanaleysi Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gerði málið að umfjöllunarefni í ræðu sinni um fundarstjórn forseta á Alþingi nú síðdegis. Hún segir alveg ljóst að sem starfandi forsætisráðherra fari Inga með vald til þess að kalla ráðið saman. „Forsætisráðherra Danmerkur sagði í morgun þetta vera alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Þarlend stjórnvöld ræddu þegar sama kvöld við nágranna sína, við Nato og ESB. Hér heima er forsætisráðherra erlendis. Utanríkisráðherra er erlendis. Starfandi forsætisráðherra talar um að hugsanlega kalla saman þjóðaröryggisráð en vísaði þeirri ákvörðun frá sér í viðtali í morgun. Það er alrangt,“ sagði Guðrún. „Forsætisráðherra fer með formennsku í ráðinu og ákveður hvort kalla eigi það saman. Því hlýt ég að spyrja: Hver tekur ákvarðanir hér og nú í þessu landi? Hver tryggir samhæfingu stjórnvalda á meðan ástandið er óljóst í nágrannalöndunum? Ég óska eftir því að forsætisráðherra kalli saman þjóðaröryggisráð strax í dag, taki ákvörðun um það og tilkynni hana opinberlega.“ Alþingi Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. 23. september 2025 11:59 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Líkt og fram hefur komið stöðvaðist flugumferð um Kastrup flugvöll og Gardenmoen flugvöll í gærkvöldi og í nótt. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt um alvarlegustu árásina gegn dönskum innviðum að ræða til þessa. Enn er til rannsóknar hver ber ábyrgð á drónafluginu, Volodómír Selenskí forseti Úkraínu hefur sagt fullum fetum að það séu Rússar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eru báðar staddar í Bandaríkjunum þar sem þær sækja nú allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Inga Sæland félagsmálaráðherra er því starfandi forsætisráðherra. Hún sagði í samtali við fréttastofu í morgun að málið væri litið alvarlegum augum. Gagnrýnir Ingu fyrir ákvarðanaleysi Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gerði málið að umfjöllunarefni í ræðu sinni um fundarstjórn forseta á Alþingi nú síðdegis. Hún segir alveg ljóst að sem starfandi forsætisráðherra fari Inga með vald til þess að kalla ráðið saman. „Forsætisráðherra Danmerkur sagði í morgun þetta vera alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Þarlend stjórnvöld ræddu þegar sama kvöld við nágranna sína, við Nato og ESB. Hér heima er forsætisráðherra erlendis. Utanríkisráðherra er erlendis. Starfandi forsætisráðherra talar um að hugsanlega kalla saman þjóðaröryggisráð en vísaði þeirri ákvörðun frá sér í viðtali í morgun. Það er alrangt,“ sagði Guðrún. „Forsætisráðherra fer með formennsku í ráðinu og ákveður hvort kalla eigi það saman. Því hlýt ég að spyrja: Hver tekur ákvarðanir hér og nú í þessu landi? Hver tryggir samhæfingu stjórnvalda á meðan ástandið er óljóst í nágrannalöndunum? Ég óska eftir því að forsætisráðherra kalli saman þjóðaröryggisráð strax í dag, taki ákvörðun um það og tilkynni hana opinberlega.“
Alþingi Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. 23. september 2025 11:59 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. 23. september 2025 11:59