„Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. september 2025 10:32 Þórdís hljóp sitt fyrsta bakgarðshlaup í fyrra en er í fremstu röð bakgarðshlaupara hér á landi. vísir / ívar Þórdís Ólöf Jónsdóttir hljóp tæpa þrjú hundruð kílómetra í bakgarðshlaupinu í Heiðmörk um helgina en ákvað þá að segja þetta gott, til að eyðileggja sig ekki alveg. Nú tekur við góð hvíld, enda allt kerfið í rugli. Þórdís hljóp 6,7 kílómetra langan hring í Heiðmörk 42 sinnum um helgina eða í heildina 281,4 kílómetra á 42 klukkutímum, sem er bæting um einn hring á hennar persónulega meti. „Þetta var frábær helgi. Markmiðið var að njóta og það tókst. Hljóp með frábæru fólki í geggjuðum aðstæðum og já, bara að njóta. En svo fór ég að meiðast og það ágerðist á svona fimm hringjum. Þegar það gerðist hugsaði ég að það væri bara betra að hætta núna heldur en að eyðileggja sig alveg.“ Þórdís var í góðum gír alla helgina. sportmyndir.is/guðmundur Hún endaði því í öðru sæti hlaupsins á eftir Guðjóni Inga Sigurðssyni, sem hljóp einum hring meira. „Heiður að hlaupa með honum og við gerðum þetta mikið í sameiningu. Það var milestone eftir milestone þarna á nokkrum hringjum. Við gerðum þetta í sameiningu, náðum brautarmeti og persónulegu meti hjá okkur báðum. Vorum bara að njóta… ...Við þekktumst vel fyrir en kynnumst auðvitað betur í svona hlaupi, þegar maður þarf að eyða mörgum klukkutímum með fólki. Maður getur talað um alls konar og talar eiginlega bara meira eftir því sem líður á. Til að dreifa huganum og hugsa um eitthvað annað.“ Eftir 42 klukkutíma af hlaupum er ekki nema von að líkaminn sé í sjokki en stirðir vöðvar eru ekki eina vandamálið sem fylgir svona álagi. „Ég get lítið borðað og ég sef lítið, allt kerfið hrynur, það er auðvitað ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma.“ Rætt var við Þórdísi í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Bakgarðshlaup Hlaup Heiðmörk Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. 22. september 2025 07:03 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Stressið magnast þegar myndavélarnar mæta Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjá meira
Þórdís hljóp 6,7 kílómetra langan hring í Heiðmörk 42 sinnum um helgina eða í heildina 281,4 kílómetra á 42 klukkutímum, sem er bæting um einn hring á hennar persónulega meti. „Þetta var frábær helgi. Markmiðið var að njóta og það tókst. Hljóp með frábæru fólki í geggjuðum aðstæðum og já, bara að njóta. En svo fór ég að meiðast og það ágerðist á svona fimm hringjum. Þegar það gerðist hugsaði ég að það væri bara betra að hætta núna heldur en að eyðileggja sig alveg.“ Þórdís var í góðum gír alla helgina. sportmyndir.is/guðmundur Hún endaði því í öðru sæti hlaupsins á eftir Guðjóni Inga Sigurðssyni, sem hljóp einum hring meira. „Heiður að hlaupa með honum og við gerðum þetta mikið í sameiningu. Það var milestone eftir milestone þarna á nokkrum hringjum. Við gerðum þetta í sameiningu, náðum brautarmeti og persónulegu meti hjá okkur báðum. Vorum bara að njóta… ...Við þekktumst vel fyrir en kynnumst auðvitað betur í svona hlaupi, þegar maður þarf að eyða mörgum klukkutímum með fólki. Maður getur talað um alls konar og talar eiginlega bara meira eftir því sem líður á. Til að dreifa huganum og hugsa um eitthvað annað.“ Eftir 42 klukkutíma af hlaupum er ekki nema von að líkaminn sé í sjokki en stirðir vöðvar eru ekki eina vandamálið sem fylgir svona álagi. „Ég get lítið borðað og ég sef lítið, allt kerfið hrynur, það er auðvitað ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma.“ Rætt var við Þórdísi í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Bakgarðshlaup Hlaup Heiðmörk Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. 22. september 2025 07:03 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Stressið magnast þegar myndavélarnar mæta Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjá meira
„Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. 22. september 2025 07:03