Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 16:31 Bernardo Silva í baráttunni við Gabriel í gær. Getty/Marc Atkins Bernardo Silva er afar óánægður með það misræmi sem var á milli aðdraganda stórleiks Arsenal og Manchester City í gær, hjá liðunum tveimur. Hann kallar eftir heilbrigðri skynsemi þeirra sem koma að því að velja leikdaga í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arsenal og City gerðu 1-1 jafntefli í gær í leik liða sem ætla sér að berjast um titilinn í vetur. Silva vill meina að aðstæður hafi hins vegar verið ósanngjarnar fyrir City í ljósi þess að liðið spilaði við Napoli í Meistaradeild Evrópu á fimmtudagskvöld, meira en 50 klukkutímum eftir að Arsenal spilaði við Athletic Bilbao í sömu keppni. „Ég vil benda á þetta vegna þess að við töpuðum ekki. Ef við hefðum tapað þá myndi ég ekki segja neitt. En staðreyndin er sú að það er ekki hægt að láta okkur koma í einn mikilvægasta leik tímabilsins þar sem hitt liðið fær svona forskot hvað varðar hvíld,“ sagði Silva við Manchester Evening News. „Það er ekki sanngjarnt að spila svona leik við þessar aðstæður. Það er ekki réttlátt,“ sagði Silva. 🚨 Bernardo Silva: “We cannot come to one of the most important games [vs Arsenal] in the season with such a disadvantage, in terms of rest”.“It's not fair to play one of these games like this. It's just not right”, told @spbajko. pic.twitter.com/t8nYyFeJ6w— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 22, 2025 „Þeir fengu fimm daga og við fengum tvo og hálfan dag, fyrir einn mikilvægasta leikinn. Þetta má ekki gerast. Mér leið ekki fullkomlega að spila svona og fólk sem hefur ekki spilað á hæsta stigi veit ekki hvernig er að spila svona leik,“ sagði Silva. Hann kveðst vonast til þess að breytingar verði gerðar og liðum sýnd virðing í þessu sambandi en ætla má að hann tali fyrir daufum eyrum í ljósi fyrri fordæma. Enska úrvalsdeildin og Meistaradeild Evrópu eru ólíkir hagsmunaaðilar og taka ekki fullt tillit til þess hvað hentar leikmönnum hverju sinni. „Dagskráin er eins og hún er og ég skil að við erum með ólíkar keppnir, og að UEFA, Úrvalsdeildin og rétthafar vilja skapa tekjur. Við erum alveg til í að spila á 3-4 daga fresti og erum vanir að spila 60 leiki á ári. En við köllum eftir heilbrigðri skynsemi því þetta er einn stærsti leikur tímabilsins,“ sagði Silva. „Og þetta beinist ekki bara að okkur. Ég held að þeir séu ekkert að reyna að láta okkur tapa. Þetta gæti komið fyrir Arsenal eða Liverpool innan fárra mánaða,“ bætti hann við. Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira
Arsenal og City gerðu 1-1 jafntefli í gær í leik liða sem ætla sér að berjast um titilinn í vetur. Silva vill meina að aðstæður hafi hins vegar verið ósanngjarnar fyrir City í ljósi þess að liðið spilaði við Napoli í Meistaradeild Evrópu á fimmtudagskvöld, meira en 50 klukkutímum eftir að Arsenal spilaði við Athletic Bilbao í sömu keppni. „Ég vil benda á þetta vegna þess að við töpuðum ekki. Ef við hefðum tapað þá myndi ég ekki segja neitt. En staðreyndin er sú að það er ekki hægt að láta okkur koma í einn mikilvægasta leik tímabilsins þar sem hitt liðið fær svona forskot hvað varðar hvíld,“ sagði Silva við Manchester Evening News. „Það er ekki sanngjarnt að spila svona leik við þessar aðstæður. Það er ekki réttlátt,“ sagði Silva. 🚨 Bernardo Silva: “We cannot come to one of the most important games [vs Arsenal] in the season with such a disadvantage, in terms of rest”.“It's not fair to play one of these games like this. It's just not right”, told @spbajko. pic.twitter.com/t8nYyFeJ6w— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 22, 2025 „Þeir fengu fimm daga og við fengum tvo og hálfan dag, fyrir einn mikilvægasta leikinn. Þetta má ekki gerast. Mér leið ekki fullkomlega að spila svona og fólk sem hefur ekki spilað á hæsta stigi veit ekki hvernig er að spila svona leik,“ sagði Silva. Hann kveðst vonast til þess að breytingar verði gerðar og liðum sýnd virðing í þessu sambandi en ætla má að hann tali fyrir daufum eyrum í ljósi fyrri fordæma. Enska úrvalsdeildin og Meistaradeild Evrópu eru ólíkir hagsmunaaðilar og taka ekki fullt tillit til þess hvað hentar leikmönnum hverju sinni. „Dagskráin er eins og hún er og ég skil að við erum með ólíkar keppnir, og að UEFA, Úrvalsdeildin og rétthafar vilja skapa tekjur. Við erum alveg til í að spila á 3-4 daga fresti og erum vanir að spila 60 leiki á ári. En við köllum eftir heilbrigðri skynsemi því þetta er einn stærsti leikur tímabilsins,“ sagði Silva. „Og þetta beinist ekki bara að okkur. Ég held að þeir séu ekkert að reyna að láta okkur tapa. Þetta gæti komið fyrir Arsenal eða Liverpool innan fárra mánaða,“ bætti hann við.
Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira