Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 09:30 Lokaspretturinn í boðhlaupinu í gær var með ólíkindum en það var Collen Kebinatshipi sem kom fyrstur í mark og endaði því með tvo heimsmeistaratitla. Getty/Julian Finney Duma Boko, forseti Botsvana, hefur lýst yfir þjóðhátíð í Afríkulandinu eftir að sveit Botsvana varð í gær heimsmeistari karla í 4x400 metra boðhlaupi, á HM í frjálsíþróttum í Tókýó. Botsvana varð þar með fyrsta Afríkuþjóðin til að vinna þessa grein og því um sögulegan sigur að ræða, eins og forsetinn benti á í tilkynningu þar sem hann dásamaði sveitina fyrir sína frammistöðu. Hann lýsti því jafnframt yfir að næsta mánudag yrði þjóðhátíð til að fagna afrekinu, daginn fyrir sjálfan þjóðhátíðardag Botsvana. Það voru þeir Lee Bhekempilo Eppie, Letsile Tebogo, Bayapo Ndori og Busang Collen Kebinatshipi sem hlupu fyrir hönd Botsvana og tókst að stöðva einokun Bandaríkjamanna í æsispennandi hlaupi. Botsvana kom í mark á 2:57,76 mínútum eða aðeins 7/100 úr sekúndu á undan Bandaríkjunum og Suður-Afríku, eftir ótrúlegan endasprett Kebinatshipi sem um tíma virtist vera að missa máttinn en náði að sigla fram úr hinum bandaríska Rai Benjamin sem stífnaði upp í lokin. THAT 4X400M FINISH!!! 🔥🥇2:57.76🇧🇼Botswana🥈2:57.83 (.822)🇺🇸United States🥉2:57.83 (.844)🇿🇦South Africapic.twitter.com/XABfrmGkr8— Travis Miller (@travismillerx13) September 21, 2025 „Ég mun segja öllum frá því að demtantarnir frá Botsvana séu ekki bara í jarðveginum heldur einnig sem heimsmeistarar okkar í íþróttum,“ sagði Boko. Þetta voru ekki einu verðlaun Botsvana því Kebinatshipi hafði áður orðið heimsmeistari í 400 metra hlaupi. Alls endaði þjóðin í fimmta sæti yfir flest verðlaun á mótinu í Tókýó, með tvenn gullverðlaun, silfur og brons. Aðeins Bandaríkin, Kenía, Holland og Kanada gerðu betur. Bandaríkin voru langsigursælust með 16 gullverðlaun, 5 silfur og 5 brons en Kenía í 2. sæti með 7 gullverðlaun, eitt brons og eitt silfur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Botsvana varð þar með fyrsta Afríkuþjóðin til að vinna þessa grein og því um sögulegan sigur að ræða, eins og forsetinn benti á í tilkynningu þar sem hann dásamaði sveitina fyrir sína frammistöðu. Hann lýsti því jafnframt yfir að næsta mánudag yrði þjóðhátíð til að fagna afrekinu, daginn fyrir sjálfan þjóðhátíðardag Botsvana. Það voru þeir Lee Bhekempilo Eppie, Letsile Tebogo, Bayapo Ndori og Busang Collen Kebinatshipi sem hlupu fyrir hönd Botsvana og tókst að stöðva einokun Bandaríkjamanna í æsispennandi hlaupi. Botsvana kom í mark á 2:57,76 mínútum eða aðeins 7/100 úr sekúndu á undan Bandaríkjunum og Suður-Afríku, eftir ótrúlegan endasprett Kebinatshipi sem um tíma virtist vera að missa máttinn en náði að sigla fram úr hinum bandaríska Rai Benjamin sem stífnaði upp í lokin. THAT 4X400M FINISH!!! 🔥🥇2:57.76🇧🇼Botswana🥈2:57.83 (.822)🇺🇸United States🥉2:57.83 (.844)🇿🇦South Africapic.twitter.com/XABfrmGkr8— Travis Miller (@travismillerx13) September 21, 2025 „Ég mun segja öllum frá því að demtantarnir frá Botsvana séu ekki bara í jarðveginum heldur einnig sem heimsmeistarar okkar í íþróttum,“ sagði Boko. Þetta voru ekki einu verðlaun Botsvana því Kebinatshipi hafði áður orðið heimsmeistari í 400 metra hlaupi. Alls endaði þjóðin í fimmta sæti yfir flest verðlaun á mótinu í Tókýó, með tvenn gullverðlaun, silfur og brons. Aðeins Bandaríkin, Kenía, Holland og Kanada gerðu betur. Bandaríkin voru langsigursælust með 16 gullverðlaun, 5 silfur og 5 brons en Kenía í 2. sæti með 7 gullverðlaun, eitt brons og eitt silfur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira