Fótbolti

Aldar­fjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica

Siggeir Ævarsson skrifar
Jose Mourinho var ekki alveg svona tilfinningaríkur á blaðamannfundinum í gær, þessi mynd var tekin fyrir leik Fenerbahce í Meistaradeildinni í ágúst
Jose Mourinho var ekki alveg svona tilfinningaríkur á blaðamannfundinum í gær, þessi mynd var tekin fyrir leik Fenerbahce í Meistaradeildinni í ágúst Vísir/Getty

Jose Mourinho hóf endurkomu sína með Benfica með stæl í gær þegar liðið vann þægilegan 0-3 útsigur á AVS. Á blaðamannafundi eftir leik var talað um hálfgerð Hollywood sögu en það voru 25 ár upp á dag síðan hann var fyrst ráðinn stjóri Benfica.

„Satt best að segja hélt ég alltaf að ég kæmi aftur til Portúgal en ég reiknaði alltaf með að það yrði landsliðið. Ég vissi að landsliðið kæmi fyrr eða seinna. Mér bauðst að áður en ég gat ekki þegið starfið. En ég reiknaði með að það kæmi að því einn góðan veðurdag, það væri eðlileg þróun á mínum ferli. En það var Benfica sem er risa klúbbur.“


Tengdar fréttir

Mourinho strax kominn með nýtt starf

Portúgalska knattspyrnufélagið Benfica tilkynnti formlega í dag að Jose Mourinho hefði verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri liðsins. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2027.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×