Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2025 21:41 Nýskorinn hvalur í þorpinu Qaarsut. Egill Aðalsteinsson Grænlendingar eru drjúgir hvalveiðimenn. Kvótinn í ár leyfir þessari næstu nágrannaþjóð Íslendinga að veiða þrjátíu og eitt stórhveli og hátt í tvöhundruð hrefnur. Í fréttum Sýnar var grænlensk hvalveiðibyggð lengst norðan heimskautsbaugs heimsótt, þorpið Qaarsut. Það er á 71 breiddargráðu norðan Diskó-eyju. Í þessari 170 manna byggð á vesturströnd Grænlands lifa íbúarnir einkum á fiskveiðum, selveiðum og hvalveiðum og hér eru bæði verslun og barnaskóli. Þeir sækja aflann á smábátum, stunda greinilega línuveiðar og hafa sitt beitningafólk. Þetta fólk var að beita línu í fjörunni. Ísjakarnir lóna fyrir utan.Egill Aðalsteinsson Einnig starfa margir við flugvöllinn, sem þjónar jafnframt bænum Uumunnaq á eyju skammt frá. Í þeim bæ búa 1.400 manns og eru flugfarþegar ferjaðir á milli í þyrlu til móts við stærri flugvél. En það eru hvalirnir sem synda innan um borgarísjakana rétt utan þorpsins sem fanga athygli okkar. Okkur sýnast þetta vera hrefnur en þær eru langalgengasta bráð grænlenskra hvalveiðimanna. Hvalina má glögglega sjá hér í frétt Sýnar: Alþjóðasamfélagið viðurkennir veiðar þeirra sem frumbyggjaveiðar og í fjörunni sjáum við hrefnu sem menn eru langt komnir með að skera. Þorpsbúi sagði okkur reyndar að sú hefði verið skotin eftir að hafa særst við að lenda í árekstri við bát. Hvalskurðurinn fer fram á steinklöpp.Egill Aðalsteinsson Við giskum á að mannfólkið hafi byrjað á að ná í bestu bitana af hvalnum fyrir sig. Svo fer kannski restin í að fæða sleðahundana sem virðast vera nánast við hvert einasta heimili í þorpinu. Sleðahundar virðast vera við hvert einasta íbúðarhús í þorpinu.Egill Aðalsteinsson Grænlenska landsstjórnin gefur út hvalveiðikvóta í samræmi við ráðgjöf frá Alþjóðahvalveiðiráðinu og hafa þeir verið óbreyttir mörg ár í röð; 164 hrefnur og 31 stórhveli, þar af nítján langreyðar, tíu hnúfubakar og tveir sléttbakar. Auk þess hafa íbúar Austur-Grænlands sérkvóta upp á tuttugu hrefnur. Um 170 manns búa í þorpinu Qaarsut.Egill Aðalsteinsson. Reyndin undanfarin ár hefur verið sú að um 150 hvalir hafa veiðst árlega, langmest hrefnur. Í fyrra veiddu Grænlendingar 143 hrefnur en aðeins þrjú stórhveli, tvær langreyðar og einn hnúfubak og vantaði því talsvert upp á að þeir næðu að klára hvalveiðikvótana. Grænland Hvalveiðar Hvalir Norðurslóðir Sjávarútvegur Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Í fréttum Sýnar var grænlensk hvalveiðibyggð lengst norðan heimskautsbaugs heimsótt, þorpið Qaarsut. Það er á 71 breiddargráðu norðan Diskó-eyju. Í þessari 170 manna byggð á vesturströnd Grænlands lifa íbúarnir einkum á fiskveiðum, selveiðum og hvalveiðum og hér eru bæði verslun og barnaskóli. Þeir sækja aflann á smábátum, stunda greinilega línuveiðar og hafa sitt beitningafólk. Þetta fólk var að beita línu í fjörunni. Ísjakarnir lóna fyrir utan.Egill Aðalsteinsson Einnig starfa margir við flugvöllinn, sem þjónar jafnframt bænum Uumunnaq á eyju skammt frá. Í þeim bæ búa 1.400 manns og eru flugfarþegar ferjaðir á milli í þyrlu til móts við stærri flugvél. En það eru hvalirnir sem synda innan um borgarísjakana rétt utan þorpsins sem fanga athygli okkar. Okkur sýnast þetta vera hrefnur en þær eru langalgengasta bráð grænlenskra hvalveiðimanna. Hvalina má glögglega sjá hér í frétt Sýnar: Alþjóðasamfélagið viðurkennir veiðar þeirra sem frumbyggjaveiðar og í fjörunni sjáum við hrefnu sem menn eru langt komnir með að skera. Þorpsbúi sagði okkur reyndar að sú hefði verið skotin eftir að hafa særst við að lenda í árekstri við bát. Hvalskurðurinn fer fram á steinklöpp.Egill Aðalsteinsson Við giskum á að mannfólkið hafi byrjað á að ná í bestu bitana af hvalnum fyrir sig. Svo fer kannski restin í að fæða sleðahundana sem virðast vera nánast við hvert einasta heimili í þorpinu. Sleðahundar virðast vera við hvert einasta íbúðarhús í þorpinu.Egill Aðalsteinsson Grænlenska landsstjórnin gefur út hvalveiðikvóta í samræmi við ráðgjöf frá Alþjóðahvalveiðiráðinu og hafa þeir verið óbreyttir mörg ár í röð; 164 hrefnur og 31 stórhveli, þar af nítján langreyðar, tíu hnúfubakar og tveir sléttbakar. Auk þess hafa íbúar Austur-Grænlands sérkvóta upp á tuttugu hrefnur. Um 170 manns búa í þorpinu Qaarsut.Egill Aðalsteinsson. Reyndin undanfarin ár hefur verið sú að um 150 hvalir hafa veiðst árlega, langmest hrefnur. Í fyrra veiddu Grænlendingar 143 hrefnur en aðeins þrjú stórhveli, tvær langreyðar og einn hnúfubak og vantaði því talsvert upp á að þeir næðu að klára hvalveiðikvótana.
Grænland Hvalveiðar Hvalir Norðurslóðir Sjávarútvegur Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira