Píratar taka upp formannsembætti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. september 2025 19:55 Alexandra Briem er borgarfulltrúi Pírata og situr í framkvæmdastjórn flokksins. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún bjóði fram krafta sína sem formaður eða varaformaður flokksins á næsta aðalfundi. Vísir/Ívar Fannar Píratar samþykktu á aðalfundi flokksins í dag að taka upp bæði formanns- og varaformannsembætti. Meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir að tillagan felist í að skilgreina ákveðið vald og ákveðna ábyrgð, sem annars eigi til með að lenda óformlega annars staðar. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og meðlimur í framkvæmdastjórn, segir að um sé að ræða stærstu breytingu á skipulagi Pírata frá stofnun flokksins 2012, sem hefur verið formannslaus frá upphafi. „Ég held það sé mikilvægt að hafa ákveðið umboð með skýrum ákvæðum. Annars getur fólk sem er kannski sterkir persónuleikar sankað að sér áhrifum án þess að þau séu sérstaklega skilgreind,“ segir hún. „Við erum ennþá grasrótarflokkur, en grasrótin getur haft tækifæri til að fela ákveðið traust í einhverjum til að hafa frumkvæði, og til að bera ábyrgð.“ Formannsleysið hafi skapað önnur vandamál Alexandra segir að Píratar hafi ekki viljað hafa formann öll þessi ár til að aðgreina sig frá hinum hefðbundna flokkastrúktúr, til að leggja áherslu á að Píratar snerust um stefnu en ekki einstaklinga. „En reynslan hefur sýnt að með því að vera of tortryggin á þetta uppgötvuðum við önnur vandamál í staðinn.“ „Þetta verður kannski ekki eins og formaður í öðrum flokkum, það verður ekki æðsti prestur sem getur rekið fólk eftir geðþótta. En það verður einhver sem mun hafa þetta hlutverk, mun leiða flokkinn ef við skyldum taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum til dæmis.“ „Þetta þýðir bara að við vitum hver hefur umboðið, og það er hægt að fjarlægja það ef einhver stendur ekki undir því. Það er hægt að lýsa yfir vantrausti ef svo ber undir.“ Annar aðalfundur á næstu mánuðum Alexandra segir að lagabreytingin hafi verið sú umdeildasta af þeim sem samþykktar voru á fundinum, en hún hafi þó verið samþykkt með ríflega sjötíu prósent atkvæða. Aukaaðalfundur muni fara fram eftir einn eða tvo mánuði, þar sem kosið verður í embættin og aðrar stjórnir flokksins. Íhugar þú framboð í formann eða varaformann? „Ég er núna í framkvæmdastjórn, og það er ekkert ósennilegt að ég vilji áfram vera í stjórn. En ég þarf aðeins að hugsa hvort ég vilji gefa kost á mér sem formaður eða varaformaður.“ „Eins og ég segi, ég hef alveg áhuga á þessu, en það er alls konar sem gæti haft áhrif.“ Píratar Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og meðlimur í framkvæmdastjórn, segir að um sé að ræða stærstu breytingu á skipulagi Pírata frá stofnun flokksins 2012, sem hefur verið formannslaus frá upphafi. „Ég held það sé mikilvægt að hafa ákveðið umboð með skýrum ákvæðum. Annars getur fólk sem er kannski sterkir persónuleikar sankað að sér áhrifum án þess að þau séu sérstaklega skilgreind,“ segir hún. „Við erum ennþá grasrótarflokkur, en grasrótin getur haft tækifæri til að fela ákveðið traust í einhverjum til að hafa frumkvæði, og til að bera ábyrgð.“ Formannsleysið hafi skapað önnur vandamál Alexandra segir að Píratar hafi ekki viljað hafa formann öll þessi ár til að aðgreina sig frá hinum hefðbundna flokkastrúktúr, til að leggja áherslu á að Píratar snerust um stefnu en ekki einstaklinga. „En reynslan hefur sýnt að með því að vera of tortryggin á þetta uppgötvuðum við önnur vandamál í staðinn.“ „Þetta verður kannski ekki eins og formaður í öðrum flokkum, það verður ekki æðsti prestur sem getur rekið fólk eftir geðþótta. En það verður einhver sem mun hafa þetta hlutverk, mun leiða flokkinn ef við skyldum taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum til dæmis.“ „Þetta þýðir bara að við vitum hver hefur umboðið, og það er hægt að fjarlægja það ef einhver stendur ekki undir því. Það er hægt að lýsa yfir vantrausti ef svo ber undir.“ Annar aðalfundur á næstu mánuðum Alexandra segir að lagabreytingin hafi verið sú umdeildasta af þeim sem samþykktar voru á fundinum, en hún hafi þó verið samþykkt með ríflega sjötíu prósent atkvæða. Aukaaðalfundur muni fara fram eftir einn eða tvo mánuði, þar sem kosið verður í embættin og aðrar stjórnir flokksins. Íhugar þú framboð í formann eða varaformann? „Ég er núna í framkvæmdastjórn, og það er ekkert ósennilegt að ég vilji áfram vera í stjórn. En ég þarf aðeins að hugsa hvort ég vilji gefa kost á mér sem formaður eða varaformaður.“ „Eins og ég segi, ég hef alveg áhuga á þessu, en það er alls konar sem gæti haft áhrif.“
Píratar Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira