Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Bjarki Sigurðsson skrifar 19. september 2025 21:20 Daði Hreinsson er framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra. Vísir/Ívar Fannar Formaður Félags heyrnarlausra harmar að glæpahópar reyni að hafa fé af fólki í nafni félagsins. Raunverulegir sjálfboðaliðar séu ávallt einkennisklæddir og vinni eftir ströngum siðareglum. Í gær varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við svikahröppum sem þykjast vera að safna pening fyrir hönd Félags heyrnarlausra. Um er að ræða erlenda ríkisborgara sem þykjast vera heyrnarlausir og þykja ansi ýtnir. Hefur áhrif á raunverulega sjálfboðaliða Þessi aðferð svikahrappanna hefur haft áhrif á söfnun sjálfboðaliða sem eru í raun og veru á vegum Félags heyrnarlausra. Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segir leiðinlegt þegar svona mál koma upp inn á milli. „Þetta skapar vissulega neikvæða umræðu og viðhorf gagnvart félaginu. Sérstaklega í ljósi þess að við erum í fjáröflun en alls ekki á þennan hátt sem þetta fólk er gera,“ segir Daði. Vegna þessara svikamála hefur það reglulega komið fyrir að fólk telji raunverulega sjálfboðaliða félagsins vera svikahrappa. Daði bendir á mikill meirihluti fjáröflunar félagsins fari fram með happdrættismiðasölu í heimahúsum. Það sé afar sjaldgæft að söfnun eigi sér stað á almannafæri. „Þeir eru náttúrulega með posa og allar greiðslur eru merktar Félagi heyrnarlausra. Miðarnir prentaðir og númeraðir þannig það er ansi langsótt að fara að falsa slíka starfsemi,“ segir Daði. Það sé auðvelt fyrir svikahrappa að þykjast vera heyrnarlausir. „Þú berð ekkert heyrnarleysið utan á þér. Þannig það er mjög auðvelt að þykjast vera heyrnarlaus. Það er bara þekkt um alla Evrópu að þessir hópar fara um allt og stunda þessa iðju, nákvæmlega eins og gert er hér,“ segir Daði. Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Í gær varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við svikahröppum sem þykjast vera að safna pening fyrir hönd Félags heyrnarlausra. Um er að ræða erlenda ríkisborgara sem þykjast vera heyrnarlausir og þykja ansi ýtnir. Hefur áhrif á raunverulega sjálfboðaliða Þessi aðferð svikahrappanna hefur haft áhrif á söfnun sjálfboðaliða sem eru í raun og veru á vegum Félags heyrnarlausra. Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segir leiðinlegt þegar svona mál koma upp inn á milli. „Þetta skapar vissulega neikvæða umræðu og viðhorf gagnvart félaginu. Sérstaklega í ljósi þess að við erum í fjáröflun en alls ekki á þennan hátt sem þetta fólk er gera,“ segir Daði. Vegna þessara svikamála hefur það reglulega komið fyrir að fólk telji raunverulega sjálfboðaliða félagsins vera svikahrappa. Daði bendir á mikill meirihluti fjáröflunar félagsins fari fram með happdrættismiðasölu í heimahúsum. Það sé afar sjaldgæft að söfnun eigi sér stað á almannafæri. „Þeir eru náttúrulega með posa og allar greiðslur eru merktar Félagi heyrnarlausra. Miðarnir prentaðir og númeraðir þannig það er ansi langsótt að fara að falsa slíka starfsemi,“ segir Daði. Það sé auðvelt fyrir svikahrappa að þykjast vera heyrnarlausir. „Þú berð ekkert heyrnarleysið utan á þér. Þannig það er mjög auðvelt að þykjast vera heyrnarlaus. Það er bara þekkt um alla Evrópu að þessir hópar fara um allt og stunda þessa iðju, nákvæmlega eins og gert er hér,“ segir Daði.
Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira