Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2025 16:50 Sindri á kunnuglegum stað, tilbúinn að lesa sjónvarpsfréttirnar á Sýn. Vísir/Einar Sindri Sindrason sjónvarpsmaður og þulur hefur lítið sést á skjánum undanfarnar vikur svo eftir hefur verið tekið. Ástæðan fyrir fjarveru Sindra eru óvænt veikindi í fjölskyldunni. Sindri og Albert Leó Haagensen eiginmaður hans fóru í frí til Þýskalands og Ítalíu í júlí. Þeir hafa lagt stund á hlaup af kappi undanfarin ár og skelltu sér út að hlaupa í Þýskalandi. Albert kenndi sér einskis mein. Tveimur dögum síðar voru þeir mættir að Garda-vatninu á Ítalíu. Þá átti Albert í erfiðleikum með að rata að hóteli þeirra, hóteli sem þeir hafa tvívegis áður dvalið á. Þá runnu tvær grímur á Sindra sem hringdi strax á lækni. Sindri segir lækninn hafa sent Albert rakleiðis á sjúkrahús þar sem hann var tekinn í skoðun. Niðurstaða þeirra var sú að Albert væri með fjórða stigs heilaæxli. Eftir sex daga dvöl á sjúkrahúsi var ákveðið að fljúga Alberti heim til Íslands í fylgd læknis með aðstoð Icelandair og beint á Landspítalann. Fjögur frækin saman í göngu. „Þar tók á móti honum frábært fólk,“ segir Sindri en Albert fór beint í aðgerð. Þar var grunur læknanna á Ítalíu um fjórða stigs heilaæxli staðfestur. Æxlið er erfitt meðhöndlunar og ekki skurðtækt. Albert hefur því sætt geisla- og lyfjameðferð undanfarnar vikur og mun gera eins lengi og þurfa þykir. Sindri segir ljós í myrkrinu hve vel heilbrigðiskerfið hafi reynst fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Sindri og Albert eru sem eitt í baráttunni. „Það er sama á hvaða deild maður fer, alltaf tekur á móti manni fólk með bros á vör. Gjörgæslan, B6, K10 eða hvaða deild sem er. Alls staðar líður manni eins og maður sé sá eini sem skipti máli,“ segir Sindri. Heilbrigðiskerfið sæti reglulega gagnrýni bæði innan frá og utan. „En þarna vinnur samansafn af hæfu og góðu fólki sem vill allt fyrir mann gera.“ Sindri og Albert hafa verið saman í 27 ár, þar af giftir í 18 ár og eiga saman ættleidda dóttur á menntaskólaaldri. Sindri segir hjónin umkringd góðu fólki á þessum erfiðu tímum. „Það skiptir máli að eiga góða að í svona aðstæðum. Það munar öllu að eiga svo góða fjölskyldu, góða vini og ekki síst góða vinnuveitendur sem við getum báðir þakkað fyrir.“ Fjölskyldan í sólsetri á fallegri strönd. Sindri hefur verið fastagestur á sjónvarpsskjáum landsmanna í tæpa tvo áratugi og hefur þjónustusviði Sýnar borist fyrirspurnir um fjarveru Sindra. Fólk sem er vant því að sjá Sindra lesa fréttirnar hjá Sýn og vera úti um hvippinn og hvappinn í Íslandi í dag og Heimsókn virðist sakna síns manns. Sindri segist hlakka til að snúa aftur til vinnu en nú sé fjölskyldan í algjörum forgangi. „Þetta er verkefni sem ég ætla að klára með mínum manni og barninu okkar.“ Bíó og sjónvarp Sýn Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fleiri fréttir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjá meira
Sindri og Albert Leó Haagensen eiginmaður hans fóru í frí til Þýskalands og Ítalíu í júlí. Þeir hafa lagt stund á hlaup af kappi undanfarin ár og skelltu sér út að hlaupa í Þýskalandi. Albert kenndi sér einskis mein. Tveimur dögum síðar voru þeir mættir að Garda-vatninu á Ítalíu. Þá átti Albert í erfiðleikum með að rata að hóteli þeirra, hóteli sem þeir hafa tvívegis áður dvalið á. Þá runnu tvær grímur á Sindra sem hringdi strax á lækni. Sindri segir lækninn hafa sent Albert rakleiðis á sjúkrahús þar sem hann var tekinn í skoðun. Niðurstaða þeirra var sú að Albert væri með fjórða stigs heilaæxli. Eftir sex daga dvöl á sjúkrahúsi var ákveðið að fljúga Alberti heim til Íslands í fylgd læknis með aðstoð Icelandair og beint á Landspítalann. Fjögur frækin saman í göngu. „Þar tók á móti honum frábært fólk,“ segir Sindri en Albert fór beint í aðgerð. Þar var grunur læknanna á Ítalíu um fjórða stigs heilaæxli staðfestur. Æxlið er erfitt meðhöndlunar og ekki skurðtækt. Albert hefur því sætt geisla- og lyfjameðferð undanfarnar vikur og mun gera eins lengi og þurfa þykir. Sindri segir ljós í myrkrinu hve vel heilbrigðiskerfið hafi reynst fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Sindri og Albert eru sem eitt í baráttunni. „Það er sama á hvaða deild maður fer, alltaf tekur á móti manni fólk með bros á vör. Gjörgæslan, B6, K10 eða hvaða deild sem er. Alls staðar líður manni eins og maður sé sá eini sem skipti máli,“ segir Sindri. Heilbrigðiskerfið sæti reglulega gagnrýni bæði innan frá og utan. „En þarna vinnur samansafn af hæfu og góðu fólki sem vill allt fyrir mann gera.“ Sindri og Albert hafa verið saman í 27 ár, þar af giftir í 18 ár og eiga saman ættleidda dóttur á menntaskólaaldri. Sindri segir hjónin umkringd góðu fólki á þessum erfiðu tímum. „Það skiptir máli að eiga góða að í svona aðstæðum. Það munar öllu að eiga svo góða fjölskyldu, góða vini og ekki síst góða vinnuveitendur sem við getum báðir þakkað fyrir.“ Fjölskyldan í sólsetri á fallegri strönd. Sindri hefur verið fastagestur á sjónvarpsskjáum landsmanna í tæpa tvo áratugi og hefur þjónustusviði Sýnar borist fyrirspurnir um fjarveru Sindra. Fólk sem er vant því að sjá Sindra lesa fréttirnar hjá Sýn og vera úti um hvippinn og hvappinn í Íslandi í dag og Heimsókn virðist sakna síns manns. Sindri segist hlakka til að snúa aftur til vinnu en nú sé fjölskyldan í algjörum forgangi. „Þetta er verkefni sem ég ætla að klára með mínum manni og barninu okkar.“
Bíó og sjónvarp Sýn Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fleiri fréttir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjá meira