Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Árni Sæberg skrifar 19. september 2025 15:03 Sólheimar eru í Grímsnesi. Vísir/Atli Fimm forstöðumenn á Sólheimum hafa lýst yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann þeirra og stjórn. Í skoðanapistli á Vísi í fyrradag lýsti Ingibörg Rósa Björnsdóttir, fráfarandi starfsmaður Sólheima, ófremdarástandi á vinnustaðnum. Starfsfólk treysti ekki yfirstjórn stofnunarinnar og hún líkti brotthvarfi sínu þaðan við að sleppa frá einangruðu einræðisríki. Hún sagði stöðuna á Sólheimum sorglega og að starfsfólk í félagsþjónustu hefði áhyggjur af ástandinu. Þá var greint frá því í febrúar síðastliðnum að starfsmenn Sólheima væru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kom meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrituðu en þar lýstu þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skort á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi hafa verið vikið úr starfi. Undir hans stjórn hefði viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Rétt og skylt að stíga fram Nú hafa fimm forstöðumenn á Sólheimum einnig stungið niður penna á Vísi og komið yfirboðurum sínum til varna. Undir greinina rita þau Birta Kristín Ingadóttir, verslunarstjóri Grænu könnunar og Völu, Elfa Björk Kristjánsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi og sjúkraliði Bláskóga og Fögrubrekku, Karen Ósk Sigurðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi atvinnu-og virknisviðs, Ragnheiður Eggertsdóttir, yfirmatráður og rekstrarstjóri Sólheimaseturs og Þorvaldur Kjartansson, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda. „Af tilefni þeirrar umfjöllunar sem nýverið hefur birst um stjórn, stjórnarformann og framkvæmdastjóra Sólheima teljum við bæði rétt og skylt að stíga fram og gera grein fyrir afstöðu okkar. Yfirlýsing þessi er sett fram fyrir hönd forstöðumanna Sólheima sem taka ekki undir þau gagnrýnisorð sem fram hafa komið opinberlega.“ Reksturinn þungur Þau rekja að undir Sólheimum starfi þrjár sjálfseignarstofnanir, Styrktarsjóður Sólheima ses., Sólheimasetur ses. og Sólheimar ses. Sú félagsþjónusta sem hefur verið til umfjöllunar heyri undir Sólheima ses. Í ársbyrjun hafi legið fyrir að rekstur Sólheima ses. stæðist ekki þau markmið sem sett hefðu verið. Sérstaklega hafi vegið þungt að framlög frá Bergrisanum hefðu dregist verulega saman á milli ára. Á sama tíma hefði launakostnaður aukist og stöðugildum fjölgað, meðal annars vegna styttingar vinnuvikunnar og aukinnar þjónustuþarfar. Í ljósi alvarlegrar fjárhagsstöðu hafi stjórn Sólheima tekið þá ákvörðun að ráða Kristínu Albertsdóttur á ný sem framkvæmdastjóra Sólheima. Kristín hefði áður gegnt starfi framkvæmdastjóra með góðum árangri og sinnt þá meðal annars því krefjandi verkefni að rétta af rekstur Sólheima ses. Samskiptin góð Þau segja samskipti samskipti við Kristínu Albertsdóttur framkvæmdastjóra og Sigurjón Þórisson stjórnarformann hafa verið fagleg, jákvæð og uppbyggileg. „Við undirrituð lýsum við hér með yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann og stjórn.“ Hvorki Kristín né Sigurjón hafa gefið kost á viðtali vegna málsins. Sólheimar í Grímsnesi Mannauðsmál Málefni fatlaðs fólks Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. 17. september 2025 12:07 Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi. 29. maí 2023 18:00 Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. 15. maí 2017 09:59 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Í skoðanapistli á Vísi í fyrradag lýsti Ingibörg Rósa Björnsdóttir, fráfarandi starfsmaður Sólheima, ófremdarástandi á vinnustaðnum. Starfsfólk treysti ekki yfirstjórn stofnunarinnar og hún líkti brotthvarfi sínu þaðan við að sleppa frá einangruðu einræðisríki. Hún sagði stöðuna á Sólheimum sorglega og að starfsfólk í félagsþjónustu hefði áhyggjur af ástandinu. Þá var greint frá því í febrúar síðastliðnum að starfsmenn Sólheima væru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kom meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrituðu en þar lýstu þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skort á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi hafa verið vikið úr starfi. Undir hans stjórn hefði viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Rétt og skylt að stíga fram Nú hafa fimm forstöðumenn á Sólheimum einnig stungið niður penna á Vísi og komið yfirboðurum sínum til varna. Undir greinina rita þau Birta Kristín Ingadóttir, verslunarstjóri Grænu könnunar og Völu, Elfa Björk Kristjánsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi og sjúkraliði Bláskóga og Fögrubrekku, Karen Ósk Sigurðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi atvinnu-og virknisviðs, Ragnheiður Eggertsdóttir, yfirmatráður og rekstrarstjóri Sólheimaseturs og Þorvaldur Kjartansson, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda. „Af tilefni þeirrar umfjöllunar sem nýverið hefur birst um stjórn, stjórnarformann og framkvæmdastjóra Sólheima teljum við bæði rétt og skylt að stíga fram og gera grein fyrir afstöðu okkar. Yfirlýsing þessi er sett fram fyrir hönd forstöðumanna Sólheima sem taka ekki undir þau gagnrýnisorð sem fram hafa komið opinberlega.“ Reksturinn þungur Þau rekja að undir Sólheimum starfi þrjár sjálfseignarstofnanir, Styrktarsjóður Sólheima ses., Sólheimasetur ses. og Sólheimar ses. Sú félagsþjónusta sem hefur verið til umfjöllunar heyri undir Sólheima ses. Í ársbyrjun hafi legið fyrir að rekstur Sólheima ses. stæðist ekki þau markmið sem sett hefðu verið. Sérstaklega hafi vegið þungt að framlög frá Bergrisanum hefðu dregist verulega saman á milli ára. Á sama tíma hefði launakostnaður aukist og stöðugildum fjölgað, meðal annars vegna styttingar vinnuvikunnar og aukinnar þjónustuþarfar. Í ljósi alvarlegrar fjárhagsstöðu hafi stjórn Sólheima tekið þá ákvörðun að ráða Kristínu Albertsdóttur á ný sem framkvæmdastjóra Sólheima. Kristín hefði áður gegnt starfi framkvæmdastjóra með góðum árangri og sinnt þá meðal annars því krefjandi verkefni að rétta af rekstur Sólheima ses. Samskiptin góð Þau segja samskipti samskipti við Kristínu Albertsdóttur framkvæmdastjóra og Sigurjón Þórisson stjórnarformann hafa verið fagleg, jákvæð og uppbyggileg. „Við undirrituð lýsum við hér með yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann og stjórn.“ Hvorki Kristín né Sigurjón hafa gefið kost á viðtali vegna málsins.
Sólheimar í Grímsnesi Mannauðsmál Málefni fatlaðs fólks Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. 17. september 2025 12:07 Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi. 29. maí 2023 18:00 Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. 15. maí 2017 09:59 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
„Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. 17. september 2025 12:07
Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi. 29. maí 2023 18:00
Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. 15. maí 2017 09:59