Raunvirði íbúða lækkar á ný Bjarki Sigurðsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 18. september 2025 22:34 Jónas Atli Gunnarsson er hagfræðingur hjá HMS. Vísir/Sigurjón Raunvirði íbúða er tekið að lækka á ný. Í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að helmingur nýrra íbúða hafi staðið óseldur í meira en tvö hundruð daga. Í skýrslunni er farið yfir stöðuna á fasteignamarkaði en þar kemur meðal annars fram að mikið framboð íbúða á sölu haldi aftur af verðhækkunum á markaði og því er raunvirði íbúða farið að lækka. Um fimm þúsund íbúðir voru til sölu við upphaf þessa mánaðar, nær tvöfalt meira en í upphafi árs 2023. Af þessum fimm þúsund voru tvö þúsund nýjar íbúðir en þær hanga töluvert lengur á sölu en eldri eignir, að sögn hagfræðings hjá HMS. Helmingur nýrra íbúða hefur verið á sölu í yfir tvö hundruð daga. „Verðþróun hefur verið nokkuð stöðug á fasteignamarkaði og það er ágætlega mikið af kaupsamningum, sérstaklega fyrir notaðar íbúðir. Verðið hefur hækkað hægar en verðbólgan svo að raunverðið hefur lækkað á síðustu tólf mánuðum,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS. Vitið þið hvað gæti skýrt það? „Það eru held ég margar skýringar á bak við það, ég nefni fyrst hægari fólksfjölgun en gert var ráð fyrir og svo er það hátt vaxtastig og hátt íbúðaverð. Íbúðaverð er hátt miðað við laun ef við lítum í sögulegt samhengi þannig þetta eru margir samverkandi þættir,“ segir hann. HMS ber saman fasteignamarkaðinn hér við stöðuna á Nýja-Sjálandi, en þar hafa íbúar sömuleiðis glímt við mikla verðbólgu, fólksfjölgun og hátt verð á húsnæðismarkaði. Nýsjálendingum hefur þó tekist að bæta stöðuna til muna. „Þeir kynntu aðgerðapakka árið 2021 til þess að reyna takast á við þennan vanda, þessar skörpu verðhækkanir sem að þeir sáu í heimsfaraldrinum, rétt eins og hjá okkur. Þær miða að því að reyna að tempra eftirspurnina og draga úr fjárfestingavæðingu fasteignamarkaðsins. Það í bland við minni fólksfjölgun hjá þeim hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur lækkað nokkuð hratt,“ segir Jónas Atli. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Í skýrslunni er farið yfir stöðuna á fasteignamarkaði en þar kemur meðal annars fram að mikið framboð íbúða á sölu haldi aftur af verðhækkunum á markaði og því er raunvirði íbúða farið að lækka. Um fimm þúsund íbúðir voru til sölu við upphaf þessa mánaðar, nær tvöfalt meira en í upphafi árs 2023. Af þessum fimm þúsund voru tvö þúsund nýjar íbúðir en þær hanga töluvert lengur á sölu en eldri eignir, að sögn hagfræðings hjá HMS. Helmingur nýrra íbúða hefur verið á sölu í yfir tvö hundruð daga. „Verðþróun hefur verið nokkuð stöðug á fasteignamarkaði og það er ágætlega mikið af kaupsamningum, sérstaklega fyrir notaðar íbúðir. Verðið hefur hækkað hægar en verðbólgan svo að raunverðið hefur lækkað á síðustu tólf mánuðum,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS. Vitið þið hvað gæti skýrt það? „Það eru held ég margar skýringar á bak við það, ég nefni fyrst hægari fólksfjölgun en gert var ráð fyrir og svo er það hátt vaxtastig og hátt íbúðaverð. Íbúðaverð er hátt miðað við laun ef við lítum í sögulegt samhengi þannig þetta eru margir samverkandi þættir,“ segir hann. HMS ber saman fasteignamarkaðinn hér við stöðuna á Nýja-Sjálandi, en þar hafa íbúar sömuleiðis glímt við mikla verðbólgu, fólksfjölgun og hátt verð á húsnæðismarkaði. Nýsjálendingum hefur þó tekist að bæta stöðuna til muna. „Þeir kynntu aðgerðapakka árið 2021 til þess að reyna takast á við þennan vanda, þessar skörpu verðhækkanir sem að þeir sáu í heimsfaraldrinum, rétt eins og hjá okkur. Þær miða að því að reyna að tempra eftirspurnina og draga úr fjárfestingavæðingu fasteignamarkaðsins. Það í bland við minni fólksfjölgun hjá þeim hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur lækkað nokkuð hratt,“ segir Jónas Atli.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira